Djöflarnir snúa aftur til Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2020 10:56 Tasmaníudjöflar eru taldir geta spornað gegn villiköttum og hjálpað dýralífi Ástralíu. EPA/BARBARA WALTON Tasmaníudjöflar eru snúnir aftur til Ástralíu eftir að þeir urðu útdauðir þar fyrir um þrjú þúsund árum. Djöflum var sleppt á afgirtu náttúruverndarsvæði í New South Wales í síðasta mánuði og stendur til að sleppa fleirum víðar um Ástralíu á næstunni. Markmiðið er bæði að bjarga djöflunum sjálfum, en þeir hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu frá 2008, og verja dýralífið í Ástralíu gegn villiköttum. Villikettir í Ástralíu hafa komið verulega niður á stofnum nagdýra sem kallast Bandicoot. Talið er að djöflum hafi fækkað um 83 prósent á Tasmaníu, vegna sjúkdóms sem fór mjög illa með stofninn á undanförnum áratugum. Rannsóknir sýndu að villiköttum fjölgaði verulega á þeim svæðum þar sem djöflum fækkaði mjög. Í frétt ABC News í Ástralíu frá því í mars er haft eftir vísindamönnum að talið sé að lífkerfi Ástralíu gæti hagnast mjög á því að flytja djöfla þangað og þeir sömuleiðis. Dýralíf Ástralíu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og hafa vanræðin að miklu verið rakin til loftslagsbreytinga. Gróðureldar hafa til að mynda drepið allt að þrjá milljarða dýra og þar að auki hefur skógarhögg dregið verulega úr svæðum þar sem dýr geta búið. Útdauði spendýra er hvergi verri en í Ástralíu. Frá því Evrópubúar stigu fyrst úr skipum sínunm í Ástralíu, með köttum sínum, er talið að nærri því 40 tegundir smádýra hafi dáið út. Gizmodo vitnar í rannsókn frá 2018 þar sem áætlað er að villikettir drepi um 1,8 milljón eðla á hverjum degi. Þeir drepi þar að auki 316 milljónir fulga og um 800 milljónir spendýra á ári hverju. Steingervingar hafa sýnt að Tasmaníudjöflar voru í Ástralíu fyrir rúmum þrjú þúsund árum. Þeir eru þó taldir hafa horfið þaðan vegna ágangs frá dingóum og mönnum og veðurfarsbreytinga. Leikarinn Chris Hemsworth og leikkonan Elsa Pataky, eiginkona Hemsworth, hjálpuðu til við að sleppa dýrunum og vöktu athygli á átakinu. Alls var 26 dýrum sleppt inn í þúsund ekra afgirt friðland. Hvert dýr er með staðsetningartæki á sér og eru myndavélar víða um friðlandi. Djöflunum var sérstaklega sleppt þarna svo hægt væri að fylgjast með árangri tilraunarinnar. Í frétt Reuters segir að verið sé að rækta fleiri Tasmaníudjöfla og að til standi að sleppa tuttugu til viðbótar á næsta ári og öðrum tuttugu árið 2022. Ástralía Dýr Umhverfismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Tasmaníudjöflar eru snúnir aftur til Ástralíu eftir að þeir urðu útdauðir þar fyrir um þrjú þúsund árum. Djöflum var sleppt á afgirtu náttúruverndarsvæði í New South Wales í síðasta mánuði og stendur til að sleppa fleirum víðar um Ástralíu á næstunni. Markmiðið er bæði að bjarga djöflunum sjálfum, en þeir hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu frá 2008, og verja dýralífið í Ástralíu gegn villiköttum. Villikettir í Ástralíu hafa komið verulega niður á stofnum nagdýra sem kallast Bandicoot. Talið er að djöflum hafi fækkað um 83 prósent á Tasmaníu, vegna sjúkdóms sem fór mjög illa með stofninn á undanförnum áratugum. Rannsóknir sýndu að villiköttum fjölgaði verulega á þeim svæðum þar sem djöflum fækkaði mjög. Í frétt ABC News í Ástralíu frá því í mars er haft eftir vísindamönnum að talið sé að lífkerfi Ástralíu gæti hagnast mjög á því að flytja djöfla þangað og þeir sömuleiðis. Dýralíf Ástralíu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og hafa vanræðin að miklu verið rakin til loftslagsbreytinga. Gróðureldar hafa til að mynda drepið allt að þrjá milljarða dýra og þar að auki hefur skógarhögg dregið verulega úr svæðum þar sem dýr geta búið. Útdauði spendýra er hvergi verri en í Ástralíu. Frá því Evrópubúar stigu fyrst úr skipum sínunm í Ástralíu, með köttum sínum, er talið að nærri því 40 tegundir smádýra hafi dáið út. Gizmodo vitnar í rannsókn frá 2018 þar sem áætlað er að villikettir drepi um 1,8 milljón eðla á hverjum degi. Þeir drepi þar að auki 316 milljónir fulga og um 800 milljónir spendýra á ári hverju. Steingervingar hafa sýnt að Tasmaníudjöflar voru í Ástralíu fyrir rúmum þrjú þúsund árum. Þeir eru þó taldir hafa horfið þaðan vegna ágangs frá dingóum og mönnum og veðurfarsbreytinga. Leikarinn Chris Hemsworth og leikkonan Elsa Pataky, eiginkona Hemsworth, hjálpuðu til við að sleppa dýrunum og vöktu athygli á átakinu. Alls var 26 dýrum sleppt inn í þúsund ekra afgirt friðland. Hvert dýr er með staðsetningartæki á sér og eru myndavélar víða um friðlandi. Djöflunum var sérstaklega sleppt þarna svo hægt væri að fylgjast með árangri tilraunarinnar. Í frétt Reuters segir að verið sé að rækta fleiri Tasmaníudjöfla og að til standi að sleppa tuttugu til viðbótar á næsta ári og öðrum tuttugu árið 2022.
Ástralía Dýr Umhverfismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira