Carragher: Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 09:00 Það urðu ótrúleg úrslit í leik Aston Villa og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Samsett/Getty Liverpool hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Jürgen Klopp en í gær þegar Liverpool steinlá 7-2 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher var líka í hálfgerðu áfalli þegar hann ræddi leikinn og úrslitin á Sky Sports. Liverpool goðsögnin og starfandi knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports fékk nefnilega það verkefni að útskýra leik Liverpol eftir skellinn óvænta í gær. „Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin því ég trúði ekki hvað ég var að horfa upp á,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. „Þetta er frammistaða sem á ekkert skilt við þetta Liverpool lið. Þetta eru skjokkerendi úrslit og sjokkerandi frammistaða. Það er enginn vafi á því að þetta er versta frammistaða liðsins undir stjórn Jürgen Klopp,“ sagði Carragher. 'The reaction wasn't good and we lost the plot.' "Nobody to blame apart from us." #LFC boss Jurgen Klopp was full of praise for #AVFC, highlighting 'undefendable' Ollie Watkins and Jack Grealish as he tried to explain his side's 7-2 defeat. pic.twitter.com/LUUTDIFBEq— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 4, 2020 „Mér fannst það vera ljóst frá byrjun leiks að Liverpool væri ekki í sínum gír. Það var að skapast hætta frá fyrstu mínútum leiksins,“ sagði Jamie Carragher sem var ekki hrifinn af því hversu hátt vörn Liverpool var með línuna. „Ég er ekki hrifinn af því og ég er ekki sammála. Þeir eru að reyna að veiða menn í rangstöðugildruna og þeir spila með liðið hátt upp á vellinum. Þetta þýðir að liðið er alltaf að fá á sig að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik en á móti er liðið auðvitað að vinna boltann hátt upp á vellinum,“ sagði Carragher „Þegar lið eru að brjótast í gegnum pressuna aftur og aftur þá verða menn að bakka. Ég trúði því bara ekki að maður eins og Virgil van Dijk hafi ekki kallað menn aftur í stöðunni 5-2 og passað upp á það að þetta yrði ekki enn verra. Þeir voru heppnir að þetta urðu ekki á endanum átta eða níu mörk,“ sagði Jamie Carragher. „Það er ekki að gagnrýna þetta lið of mikið miðað við það sem það hefur afrekað síðustu ár en liðið fékk á sig fullt af mörkum í fyrsta leiknum á móti Leeds. Núna er næsti leikur liðsins stórleikur á móti toppliði Everton. Þar mun koma í ljóst hvort að þetta hafi verið furðuúrslit eða hvort að þetta sé að verða vandamál. Það er margt sem bendir til þess og við getum þá farið alveg aftur til Watford leiksins,“ sagði Jamie Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
Liverpool hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Jürgen Klopp en í gær þegar Liverpool steinlá 7-2 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher var líka í hálfgerðu áfalli þegar hann ræddi leikinn og úrslitin á Sky Sports. Liverpool goðsögnin og starfandi knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports fékk nefnilega það verkefni að útskýra leik Liverpol eftir skellinn óvænta í gær. „Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin því ég trúði ekki hvað ég var að horfa upp á,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. „Þetta er frammistaða sem á ekkert skilt við þetta Liverpool lið. Þetta eru skjokkerendi úrslit og sjokkerandi frammistaða. Það er enginn vafi á því að þetta er versta frammistaða liðsins undir stjórn Jürgen Klopp,“ sagði Carragher. 'The reaction wasn't good and we lost the plot.' "Nobody to blame apart from us." #LFC boss Jurgen Klopp was full of praise for #AVFC, highlighting 'undefendable' Ollie Watkins and Jack Grealish as he tried to explain his side's 7-2 defeat. pic.twitter.com/LUUTDIFBEq— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 4, 2020 „Mér fannst það vera ljóst frá byrjun leiks að Liverpool væri ekki í sínum gír. Það var að skapast hætta frá fyrstu mínútum leiksins,“ sagði Jamie Carragher sem var ekki hrifinn af því hversu hátt vörn Liverpool var með línuna. „Ég er ekki hrifinn af því og ég er ekki sammála. Þeir eru að reyna að veiða menn í rangstöðugildruna og þeir spila með liðið hátt upp á vellinum. Þetta þýðir að liðið er alltaf að fá á sig að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik en á móti er liðið auðvitað að vinna boltann hátt upp á vellinum,“ sagði Carragher „Þegar lið eru að brjótast í gegnum pressuna aftur og aftur þá verða menn að bakka. Ég trúði því bara ekki að maður eins og Virgil van Dijk hafi ekki kallað menn aftur í stöðunni 5-2 og passað upp á það að þetta yrði ekki enn verra. Þeir voru heppnir að þetta urðu ekki á endanum átta eða níu mörk,“ sagði Jamie Carragher. „Það er ekki að gagnrýna þetta lið of mikið miðað við það sem það hefur afrekað síðustu ár en liðið fékk á sig fullt af mörkum í fyrsta leiknum á móti Leeds. Núna er næsti leikur liðsins stórleikur á móti toppliði Everton. Þar mun koma í ljóst hvort að þetta hafi verið furðuúrslit eða hvort að þetta sé að verða vandamál. Það er margt sem bendir til þess og við getum þá farið alveg aftur til Watford leiksins,“ sagði Jamie Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira