Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 2-2 KA | KA setti met með enn einu jafnteflinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 16:25 KA gerði enn eitt jafnteflið í sumar. Vísir/Vilhelm Víkingur og KA gerðu 2-2 jafntefli í Víkinni í dag er þau mættust í Pepsi Max deild karla. KA hefur nú sett met yfir fjölda jafntefla í efstu deild karla. Víkingar voru án Kára Árnasonar í dag og ekki bætti úr skák þegar Sölvi Geir Ottesen fór meiddur af velli snemma leiks. Þá spurðist það út fyrir leik að þetta væri síðasti leikur Ágústs Eðvalds Hlynssonar fyrir Víking en hann ku vera að semja við Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Þá var Arnar Gunnlaugsson í sóttkví og því stýrði Einar Guðnason liði Víkinga í dag. Gangur leiksins Víkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Aron Dagur Birnuson hafði nóg að gera í marki KA. Helgi Guðjónsson komst tvívegis í fín færi en Aron Dagur varði vel. Þá reyndi Kwame Quee skot af löngu færi sem Aron varði vel, sannkölluð sjónvarpsmarkvarsla. Það voru hins vegar gestirnir sem komust yfir, kom markið strax í kjölfar þess að Sölvi Geir Ottesen meiddist illa á öxl eftir samskipti við Guðmund Stein Hafsteinsson. Og það var téður Guðmundur Steinn sem kom KA yfir með skalla eftir að Bjarni Aðalsteinsson átti laust skot í átt að marki sem Guðmundur stýrði í netið fram hjá bjargarlausum Ingvari Jónssyni. Heimamönnum tókst að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks þegar Adam Ægir Pálsson – sem kom inn á fyrir Sölva Geir – fékk langa sendingu fram og lagði boltann fimlega á Kwame Quee sem óð að marki, átti skot í varnarmann KA sem sveif svo í fínum boga yfir Aron Dag í markinu. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur en lifnaði heldur betur við undir lok leiks. Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark og kom KA yfir á 75. mínútu. Hann tók hálfgerða utan fótar snuddu – eða einfaldlega tak bara tánna í boltann – eftir að boltinn hrökk til hans rétt innan teigs Víkinga eftir góða sókn. Staðan orðin 2-1 en KA menn voru aðeins yfir í hálfa mínútu eða svo. Víkingar óðu í sókn og Atli Barkason – vinstri bakvörður þeirra – átti hörku skot sem Aron Dagur varði í horn. Ágúst Eðvald tók spyrnuna, hún var skölluð út úr teignum þar sem Halldór Jón Sigurður Þórðarson beið átekta. Hann átti skot sem fór af Kwame og á markið, Aron Dagur varði með fætinum en Helgi var réttur maður á réttum stað og böðlaði boltanum yfir línuna. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. KA hefur nú sett með yfir fjölda jafntefla á einni leiktíð og Víkingar geta ekki unnið leik. Af hverju endaði með jafntefli? Af því þessi leikur var alltaf að fara jafntefli. Hvorugt lið virðist geta unnið leiki en bæði lið fengu tækifæri til þess í dag. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Steinn fór mikinn í framlínu KA. Skoraði gott mark, fékk fullt af færum og nældi sér í mjög kjánalegt gult spjald þegar hann jarðaði Ingvar Jónsson, markvörð Víkinga. Á hinum enda vallarins var Helgi Guðjónsson mjög sprækur og hefði með betri leikæfingu eflaust skorað tvö eða þrjú mörk. Þá var Aron Dagur flottur í marki KA. Hvað mátti betur fara? Þegar stórt er spurt. Jafntefli sanngjörn niðurstaða en eflaust hefðu Víkingar viljað halda byrjunarliði sínu lengur inn á vellinum. Óheppnin eltir þá hreinlega hvert sem þeir fara þessa dagana. Hvað gerist næst? KA fær FH í heimsókn á meðan Víkingur fær Gróttu í heimsókn. Einar Guðnason: Mjög stoltur af því að vera aðalþjálfari hjá Víking „Við erum bara svekktir. Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn en við höfum lent í þessu áður,“ sagði Einar – aðalþjálfari Víkings í dag – um leik dagsins. „Við vorum svona fimm til tíu mínútur að jafna okkur eftir markið sem KA skorar en svo fannst mér við taka leikinn yfir fram að hálfleik. Svo er þetta nokkuð jafnt í seinni hálfleik,“ sagði Einar um spilamennsku Víkings eftir að lenda 0-1 undir og missa fyrirliðann sinn af velli. „Sjúkraþjálfarinn hélt þetta væru einhverskonar axlarmeiðsli, farið úr lið mögulega. Hann var bara sendur upp á spítala og ég veit ekki meir,“ sagði hann um meiðslin. „Við missum nánast mann út af í hverjum leik vegna meiðsla, oftast í fyrri hálfleik eða hálfleik svo við erum orðnir vanir þessu. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona gerist.“ „Við jöfnum tvisvar sem er styrkleika og karakter merki,“ sagði Einar enn fremur um að leikmenn liðsins væru augljóslega ekki að gefast upp þó þeir væru að lenda undir leik eftir leik. „Ég er náttúrulega mjög stoltur af því að vera aðalþjálfari hjá Víking í svona leik en það er hundleiðinlegt að vinna hann ekki.“ Einar Guðnason (fyrir miðju) var aðalþjálfari Víkings í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar.Vísir/Vilhelm Hallgrímur: Ekki þetta varnarlið sem allir segja „Enn eitt jafnteflið, við erum frekar svekktir fyrst við komumst í 2-1 en fengum á okkur mark í andlitið beint eftir það. Það var ekki nægilega gott en okkur fannst við byrja leikinn frekar illa. Þeir eru meira með boltann í fyrri hálfleik og eru að finna lausnir á meðan við náum ekki að halda í hann. Sennilega einn slakasti fyrri hálfleikur hjá okkur í sumar en vorum flottir í seinni hálfleik og svekktir að hafa ekki klárað þetta,“ sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA að leik loknm. „Við viljum meina að við séum ekki þetta varnarlið sem allir segja. Það voru þjálfaraskipti á miðju tímabili, við vorum ekki á góðum stað þá en höfum unnið okkur vel út úr því. Við erum að verða betur spilandi lið, farnir að skora fleiri mörk og við erum jákvæðir.“ „Nú erum við ekki lengur með þessa pressu við að vera í neðstu sætunum og hræddir við að falla. Það er nokkuð ljóst að við verðum í úrvalsdeild á næsta ári þannig við getum aðeins slappað af og þorað að vera með boltann. Erum að vinna í því á æfingum svo við erum sáttir.“ „Erum búnir að vera mjög flott lið í langan tíma svo við erum jákvæðir,“ sagði jákvæður Hallgrímur að leik loknum. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Ágúst Eðvald: Maður hlýtur að hafa gert eitthvað rétt Ágúst Eðvald Hlynsson er á leið til Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Ágúst segir það ljóst að hann hafi gert eitthvað rétt í sumar en hefði þó viljað næla í fleiri stig. Víkingur hefur ekki unnið leik síðan 19. júlí eftir 2-2 jafntefli við KA á heimavelli í dag. 4. október 2020 16:46 Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00
Víkingur og KA gerðu 2-2 jafntefli í Víkinni í dag er þau mættust í Pepsi Max deild karla. KA hefur nú sett met yfir fjölda jafntefla í efstu deild karla. Víkingar voru án Kára Árnasonar í dag og ekki bætti úr skák þegar Sölvi Geir Ottesen fór meiddur af velli snemma leiks. Þá spurðist það út fyrir leik að þetta væri síðasti leikur Ágústs Eðvalds Hlynssonar fyrir Víking en hann ku vera að semja við Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Þá var Arnar Gunnlaugsson í sóttkví og því stýrði Einar Guðnason liði Víkinga í dag. Gangur leiksins Víkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Aron Dagur Birnuson hafði nóg að gera í marki KA. Helgi Guðjónsson komst tvívegis í fín færi en Aron Dagur varði vel. Þá reyndi Kwame Quee skot af löngu færi sem Aron varði vel, sannkölluð sjónvarpsmarkvarsla. Það voru hins vegar gestirnir sem komust yfir, kom markið strax í kjölfar þess að Sölvi Geir Ottesen meiddist illa á öxl eftir samskipti við Guðmund Stein Hafsteinsson. Og það var téður Guðmundur Steinn sem kom KA yfir með skalla eftir að Bjarni Aðalsteinsson átti laust skot í átt að marki sem Guðmundur stýrði í netið fram hjá bjargarlausum Ingvari Jónssyni. Heimamönnum tókst að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks þegar Adam Ægir Pálsson – sem kom inn á fyrir Sölva Geir – fékk langa sendingu fram og lagði boltann fimlega á Kwame Quee sem óð að marki, átti skot í varnarmann KA sem sveif svo í fínum boga yfir Aron Dag í markinu. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur en lifnaði heldur betur við undir lok leiks. Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark og kom KA yfir á 75. mínútu. Hann tók hálfgerða utan fótar snuddu – eða einfaldlega tak bara tánna í boltann – eftir að boltinn hrökk til hans rétt innan teigs Víkinga eftir góða sókn. Staðan orðin 2-1 en KA menn voru aðeins yfir í hálfa mínútu eða svo. Víkingar óðu í sókn og Atli Barkason – vinstri bakvörður þeirra – átti hörku skot sem Aron Dagur varði í horn. Ágúst Eðvald tók spyrnuna, hún var skölluð út úr teignum þar sem Halldór Jón Sigurður Þórðarson beið átekta. Hann átti skot sem fór af Kwame og á markið, Aron Dagur varði með fætinum en Helgi var réttur maður á réttum stað og böðlaði boltanum yfir línuna. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. KA hefur nú sett með yfir fjölda jafntefla á einni leiktíð og Víkingar geta ekki unnið leik. Af hverju endaði með jafntefli? Af því þessi leikur var alltaf að fara jafntefli. Hvorugt lið virðist geta unnið leiki en bæði lið fengu tækifæri til þess í dag. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Steinn fór mikinn í framlínu KA. Skoraði gott mark, fékk fullt af færum og nældi sér í mjög kjánalegt gult spjald þegar hann jarðaði Ingvar Jónsson, markvörð Víkinga. Á hinum enda vallarins var Helgi Guðjónsson mjög sprækur og hefði með betri leikæfingu eflaust skorað tvö eða þrjú mörk. Þá var Aron Dagur flottur í marki KA. Hvað mátti betur fara? Þegar stórt er spurt. Jafntefli sanngjörn niðurstaða en eflaust hefðu Víkingar viljað halda byrjunarliði sínu lengur inn á vellinum. Óheppnin eltir þá hreinlega hvert sem þeir fara þessa dagana. Hvað gerist næst? KA fær FH í heimsókn á meðan Víkingur fær Gróttu í heimsókn. Einar Guðnason: Mjög stoltur af því að vera aðalþjálfari hjá Víking „Við erum bara svekktir. Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn en við höfum lent í þessu áður,“ sagði Einar – aðalþjálfari Víkings í dag – um leik dagsins. „Við vorum svona fimm til tíu mínútur að jafna okkur eftir markið sem KA skorar en svo fannst mér við taka leikinn yfir fram að hálfleik. Svo er þetta nokkuð jafnt í seinni hálfleik,“ sagði Einar um spilamennsku Víkings eftir að lenda 0-1 undir og missa fyrirliðann sinn af velli. „Sjúkraþjálfarinn hélt þetta væru einhverskonar axlarmeiðsli, farið úr lið mögulega. Hann var bara sendur upp á spítala og ég veit ekki meir,“ sagði hann um meiðslin. „Við missum nánast mann út af í hverjum leik vegna meiðsla, oftast í fyrri hálfleik eða hálfleik svo við erum orðnir vanir þessu. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona gerist.“ „Við jöfnum tvisvar sem er styrkleika og karakter merki,“ sagði Einar enn fremur um að leikmenn liðsins væru augljóslega ekki að gefast upp þó þeir væru að lenda undir leik eftir leik. „Ég er náttúrulega mjög stoltur af því að vera aðalþjálfari hjá Víking í svona leik en það er hundleiðinlegt að vinna hann ekki.“ Einar Guðnason (fyrir miðju) var aðalþjálfari Víkings í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar.Vísir/Vilhelm Hallgrímur: Ekki þetta varnarlið sem allir segja „Enn eitt jafnteflið, við erum frekar svekktir fyrst við komumst í 2-1 en fengum á okkur mark í andlitið beint eftir það. Það var ekki nægilega gott en okkur fannst við byrja leikinn frekar illa. Þeir eru meira með boltann í fyrri hálfleik og eru að finna lausnir á meðan við náum ekki að halda í hann. Sennilega einn slakasti fyrri hálfleikur hjá okkur í sumar en vorum flottir í seinni hálfleik og svekktir að hafa ekki klárað þetta,“ sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA að leik loknm. „Við viljum meina að við séum ekki þetta varnarlið sem allir segja. Það voru þjálfaraskipti á miðju tímabili, við vorum ekki á góðum stað þá en höfum unnið okkur vel út úr því. Við erum að verða betur spilandi lið, farnir að skora fleiri mörk og við erum jákvæðir.“ „Nú erum við ekki lengur með þessa pressu við að vera í neðstu sætunum og hræddir við að falla. Það er nokkuð ljóst að við verðum í úrvalsdeild á næsta ári þannig við getum aðeins slappað af og þorað að vera með boltann. Erum að vinna í því á æfingum svo við erum sáttir.“ „Erum búnir að vera mjög flott lið í langan tíma svo við erum jákvæðir,“ sagði jákvæður Hallgrímur að leik loknum.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Ágúst Eðvald: Maður hlýtur að hafa gert eitthvað rétt Ágúst Eðvald Hlynsson er á leið til Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Ágúst segir það ljóst að hann hafi gert eitthvað rétt í sumar en hefði þó viljað næla í fleiri stig. Víkingur hefur ekki unnið leik síðan 19. júlí eftir 2-2 jafntefli við KA á heimavelli í dag. 4. október 2020 16:46 Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00
Ágúst Eðvald: Maður hlýtur að hafa gert eitthvað rétt Ágúst Eðvald Hlynsson er á leið til Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Ágúst segir það ljóst að hann hafi gert eitthvað rétt í sumar en hefði þó viljað næla í fleiri stig. Víkingur hefur ekki unnið leik síðan 19. júlí eftir 2-2 jafntefli við KA á heimavelli í dag. 4. október 2020 16:46
Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti