Umfjöllun: Grótta - KA 2-4 | Óvænt markaveisla á Seltjarnanesi Ísak Hallmundarson skrifar 27. september 2020 18:00 Foto: hag / Haraldur Guðjónsson/Ljósmynd/hag KA vann góðan útisigur á Gróttu á Seltjarnarnesi í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 4-2 sigur KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á kostum í leiknum og kom Akureyringum yfir á 26. mínútu með glæsilegu skoti úr teignum yfir Hákon Rafn í marki Gróttu. KA voru mun betri í fyrri hálfleik og undir lok hálfleiksins bætti Hallgrímur við öðru marki sínu eftir góða sendingu frá Bjarna Aðalsteinssyni. Lítið gerðist þar til á 69. mínútu, þá fengu heimamenn vítaspyrnu eftir að Kristijan Jajalo braut á Karli Friðleifi Gunnarssyni. Karl fór sjálfur á punktinn og skoraði. Steinþór Freyr Þorsteinsson kom KA í 3-1 á 76. mínútu og á 90. mínútu fengu Akureyringar vítaspyrnu. Þá fór Hallgrímur Mar á punktinn og fullkomnaði þrennu sína. Kieran McGrath náði síðan inn sárabótamarki fyrir heimamenn þegar hann skoraði með skalla eftir horn. Lokatölur 4-2 sigur KA. Af hverju vann KA? Þeir voru bara miklu betri allan leikinn og þetta var í raun bara spurning hversu stór sigurinn yrði. KA er með marga gæðaleikmenn og liðið sýndi sínar réttu hliðar í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hallgrímur Mar var að sjálfsögðu maður leiksins, skoraði þrennu og hefði getað skorað fleiri, það var kominn tími á að hann ætti einn svona leik. Bjarni Aðalsteinsson átti einnig góðan leik, lagði upp tvö mörk og var líflegur frammi. Annars átti KA-liðið í heild góðan leik. Hvað gerist næst? Grótta situr sem fastast í næstneðsta sæti eftir leikinn og er liðið átta stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir. KA er í 9. sæti eftir leikinn, ellefu stigum fyrir ofan fallsæti og því má segja að liðið sé formlega búið að bjarga sér frá falli. Í næstu umferð fer KA í heimsókn í Smárann og mætir Blikum, en það er núna á fimmtudaginn. Grótta mætir toppliði Vals á útivelli næsta sunnudag eftir viku. Pepsi Max-deild karla Grótta KA
KA vann góðan útisigur á Gróttu á Seltjarnarnesi í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 4-2 sigur KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á kostum í leiknum og kom Akureyringum yfir á 26. mínútu með glæsilegu skoti úr teignum yfir Hákon Rafn í marki Gróttu. KA voru mun betri í fyrri hálfleik og undir lok hálfleiksins bætti Hallgrímur við öðru marki sínu eftir góða sendingu frá Bjarna Aðalsteinssyni. Lítið gerðist þar til á 69. mínútu, þá fengu heimamenn vítaspyrnu eftir að Kristijan Jajalo braut á Karli Friðleifi Gunnarssyni. Karl fór sjálfur á punktinn og skoraði. Steinþór Freyr Þorsteinsson kom KA í 3-1 á 76. mínútu og á 90. mínútu fengu Akureyringar vítaspyrnu. Þá fór Hallgrímur Mar á punktinn og fullkomnaði þrennu sína. Kieran McGrath náði síðan inn sárabótamarki fyrir heimamenn þegar hann skoraði með skalla eftir horn. Lokatölur 4-2 sigur KA. Af hverju vann KA? Þeir voru bara miklu betri allan leikinn og þetta var í raun bara spurning hversu stór sigurinn yrði. KA er með marga gæðaleikmenn og liðið sýndi sínar réttu hliðar í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hallgrímur Mar var að sjálfsögðu maður leiksins, skoraði þrennu og hefði getað skorað fleiri, það var kominn tími á að hann ætti einn svona leik. Bjarni Aðalsteinsson átti einnig góðan leik, lagði upp tvö mörk og var líflegur frammi. Annars átti KA-liðið í heild góðan leik. Hvað gerist næst? Grótta situr sem fastast í næstneðsta sæti eftir leikinn og er liðið átta stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir. KA er í 9. sæti eftir leikinn, ellefu stigum fyrir ofan fallsæti og því má segja að liðið sé formlega búið að bjarga sér frá falli. Í næstu umferð fer KA í heimsókn í Smárann og mætir Blikum, en það er núna á fimmtudaginn. Grótta mætir toppliði Vals á útivelli næsta sunnudag eftir viku.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti