Leyfðu glæpamönnum að þvætta háar upphæðir Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2020 07:13 Skjölin sem um ræðir eru tilkynningar til bandaríska fjármálaeftirlitsins frá bönkunum sjálfum sem lekið var til Buzzfeed fréttaveitunnar getty Enn einn lekinn innan úr fjármálageira heimsins skekur nú stærstu banka veraldar en FinCen lekinn eins og hann er kallaður, sýnir fram á að bankar á borð við HSBC í Bretlandi leyfðu svikahröppum og glæpamönnum að færa milljarða Bandaríkjadala á milli banka, eftir að ljóst var orðið að um illa fengið fé var að ræða. Skjölin sem um ræðir eru tilkynningar til bandaríska fjármálaeftirlitsins frá bönkunum sjálfum sem lekið var til Buzzfeed fréttaveitunnar sem deildi þeim síðan með Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna, sem meðal annars komu að vinnslunni á Panamaskjölunum á sínum tíma. Nýju skjölin eru tilkynningar frá bönkunum þar sem þeir láta yfirvöld vita af grunsemdum um að fé sé illa fengið. Bankarnir eiga þó ekki að láta staðar numið þar, heldur eiga þeir lögum samkvæmt einnig að stöðva viðskipti með umræddar fjárhæðir. Skjölin sýna hins vegar að oft hafi verið látið undir höfuð leggjast að gera nokkuð meira í málinu en að láta yfirvöld vita. Fergus Shiel, blaðamaður hjá samtökunum, segir í samtali við BBC að skjölin sýni glöggt hve mikið bankar viti um uppruna svartra peninga sem þeir höndli með. Hann segir að regluverkið sem ætlað er að stöðva peningaþvætti sé ónýtt. Bretland Bandaríkin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Enn einn lekinn innan úr fjármálageira heimsins skekur nú stærstu banka veraldar en FinCen lekinn eins og hann er kallaður, sýnir fram á að bankar á borð við HSBC í Bretlandi leyfðu svikahröppum og glæpamönnum að færa milljarða Bandaríkjadala á milli banka, eftir að ljóst var orðið að um illa fengið fé var að ræða. Skjölin sem um ræðir eru tilkynningar til bandaríska fjármálaeftirlitsins frá bönkunum sjálfum sem lekið var til Buzzfeed fréttaveitunnar sem deildi þeim síðan með Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna, sem meðal annars komu að vinnslunni á Panamaskjölunum á sínum tíma. Nýju skjölin eru tilkynningar frá bönkunum þar sem þeir láta yfirvöld vita af grunsemdum um að fé sé illa fengið. Bankarnir eiga þó ekki að láta staðar numið þar, heldur eiga þeir lögum samkvæmt einnig að stöðva viðskipti með umræddar fjárhæðir. Skjölin sýna hins vegar að oft hafi verið látið undir höfuð leggjast að gera nokkuð meira í málinu en að láta yfirvöld vita. Fergus Shiel, blaðamaður hjá samtökunum, segir í samtali við BBC að skjölin sýni glöggt hve mikið bankar viti um uppruna svartra peninga sem þeir höndli með. Hann segir að regluverkið sem ætlað er að stöðva peningaþvætti sé ónýtt.
Bretland Bandaríkin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira