Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Sindri Sverrisson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 17. september 2020 20:48 Sveindís Jane Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Elín Metta Jensen voru allar á skotskónum gegn Lettum í kvöld. vísir/vilhelm Ísland er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM eftir risasigur á Lettlandi, 9-0, á Laugardalsvellinum í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu og Sveindís Jane Jónsdóttir tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Elín Metta Jensen, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoruðu sitt markið hvor og Karlina Miksone, leikmaður Letta, skoraði sjálfsmark. Sigurinn var gríðarlega öruggur og veganestið gott fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Lettar eru eins lélegir og lið verða en Íslendingar nálguðust leikinn af virðingu og gáfu gestunum engin grið. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður hjá Íslendingum sem skoruðu þá sex mörk. Íslenska liðið var rólegt framan af seinni hálfleik en fór aftur í gang eftir sjöunda markið sem kom á 71. mínútu og bætti tveimur mörkum við undir lokin. Elín Metta kom íslenska liðinu á bragðið.vísir/vilhelm Það tók íslenska liðið aðeins 28 sekúndur að ná forystunni í leiknum í kvöld. Elín Metta skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir að Laura Sinutkina varði skot Karólínu út í teiginn. Sú síðastnefnda var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í keppnisleik og nýtti það frábærlega. Á 8. mínútu skoraði Sveindís sitt fyrsta mark landsliðsmark eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Hún átti skot í slá á 18. mínútu og andartaki síðar skoraði Dagný þriðja mark Íslands eftir undirbúning Karólínu. Mörkunum hélt áfram að rigna inn og Dagný skoraði annað mark sitt og fjórða mark Íslands á 22. mínútu með skalla eftir frábær tilþrif og fyrirgjöf Alexöndru. Fimmta markið lét bíða aðeins eftir sér en kom á 32. mínútu. Sveindís komst þá inn í sendingu varnarmanns Letta og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Sveindís skorar fimmta mark Íslands.vísir/vilhelm Á 39. mínútu skoraði Dagný sitt þriðja mark með skalla eftir fyrirgjöf Gunnhildar frá hægri. Staðan 6-0 í hálfleik, Íslandi í vil. Íslenska liðið var í hlutlausum gír framan af seinni hálfleik þar sem fátt markvert gerðist. Svo virtist sem stelpurnar ætluðu að láta sex mörk duga en þær hrukku svo aftur í gang undir lokin. Á 71. mínútu átti Barbára Sól Gísladóttir, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, fyrirgjöf frá hægri sem Miksone, leikmaður ÍBV, skallaði í eigið net. Sara Björk Gunnarsdóttir lék í kvöld sinn fyrsta leik á Íslandi eftir að hún varð Evrópumeistari með Lyon.vísir/vilhelm Íslenska liðið var nokkrum sinnum nálægt því að skora eftir þetta. Elín Metta skallaði rétt framhjá, Alexandra átti skot af löngu færi í slá og Sinutkina varði frá Sveindísi úr dauðafæri. Tvö síðustu mörkin voru keimlík. Það fyrra skoraði Alexandra á 87. mínútu eftir fyrirgjöf Barbáru sem lagði upp tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Alexandra skoraði einnig í fyrri leiknum gegn Lettlandi sem Ísland vann, 0-6. Í uppbótartíma skoraði Karólína svo markið sem hún átti skilið að skora. Hún lagði boltann þá framhjá Sinutkina eftir fyrirgjöf varamannsins Hlínar Eiríksdóttir. Karólína kórónaði flotta frammistöðu með marki í uppbótartíma.vísir/vilhelm Lokatölur á Laugardalsvelli 9-0, Íslandi í vil. Íslenska liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni, skorað 20 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Framundan eru tveir leikir gegn sterku liði Svía sem munu væntanlega skera úr um það hvort Íslendingar komast beint inn á EM í Englandi eftir tvö ár eða þurfa að fara lengra leiðina þangað eða í gegnum umspil. EM 2021 í Englandi
Ísland er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM eftir risasigur á Lettlandi, 9-0, á Laugardalsvellinum í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu og Sveindís Jane Jónsdóttir tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Elín Metta Jensen, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoruðu sitt markið hvor og Karlina Miksone, leikmaður Letta, skoraði sjálfsmark. Sigurinn var gríðarlega öruggur og veganestið gott fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Lettar eru eins lélegir og lið verða en Íslendingar nálguðust leikinn af virðingu og gáfu gestunum engin grið. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður hjá Íslendingum sem skoruðu þá sex mörk. Íslenska liðið var rólegt framan af seinni hálfleik en fór aftur í gang eftir sjöunda markið sem kom á 71. mínútu og bætti tveimur mörkum við undir lokin. Elín Metta kom íslenska liðinu á bragðið.vísir/vilhelm Það tók íslenska liðið aðeins 28 sekúndur að ná forystunni í leiknum í kvöld. Elín Metta skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir að Laura Sinutkina varði skot Karólínu út í teiginn. Sú síðastnefnda var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í keppnisleik og nýtti það frábærlega. Á 8. mínútu skoraði Sveindís sitt fyrsta mark landsliðsmark eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Hún átti skot í slá á 18. mínútu og andartaki síðar skoraði Dagný þriðja mark Íslands eftir undirbúning Karólínu. Mörkunum hélt áfram að rigna inn og Dagný skoraði annað mark sitt og fjórða mark Íslands á 22. mínútu með skalla eftir frábær tilþrif og fyrirgjöf Alexöndru. Fimmta markið lét bíða aðeins eftir sér en kom á 32. mínútu. Sveindís komst þá inn í sendingu varnarmanns Letta og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Sveindís skorar fimmta mark Íslands.vísir/vilhelm Á 39. mínútu skoraði Dagný sitt þriðja mark með skalla eftir fyrirgjöf Gunnhildar frá hægri. Staðan 6-0 í hálfleik, Íslandi í vil. Íslenska liðið var í hlutlausum gír framan af seinni hálfleik þar sem fátt markvert gerðist. Svo virtist sem stelpurnar ætluðu að láta sex mörk duga en þær hrukku svo aftur í gang undir lokin. Á 71. mínútu átti Barbára Sól Gísladóttir, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, fyrirgjöf frá hægri sem Miksone, leikmaður ÍBV, skallaði í eigið net. Sara Björk Gunnarsdóttir lék í kvöld sinn fyrsta leik á Íslandi eftir að hún varð Evrópumeistari með Lyon.vísir/vilhelm Íslenska liðið var nokkrum sinnum nálægt því að skora eftir þetta. Elín Metta skallaði rétt framhjá, Alexandra átti skot af löngu færi í slá og Sinutkina varði frá Sveindísi úr dauðafæri. Tvö síðustu mörkin voru keimlík. Það fyrra skoraði Alexandra á 87. mínútu eftir fyrirgjöf Barbáru sem lagði upp tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Alexandra skoraði einnig í fyrri leiknum gegn Lettlandi sem Ísland vann, 0-6. Í uppbótartíma skoraði Karólína svo markið sem hún átti skilið að skora. Hún lagði boltann þá framhjá Sinutkina eftir fyrirgjöf varamannsins Hlínar Eiríksdóttir. Karólína kórónaði flotta frammistöðu með marki í uppbótartíma.vísir/vilhelm Lokatölur á Laugardalsvelli 9-0, Íslandi í vil. Íslenska liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni, skorað 20 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Framundan eru tveir leikir gegn sterku liði Svía sem munu væntanlega skera úr um það hvort Íslendingar komast beint inn á EM í Englandi eftir tvö ár eða þurfa að fara lengra leiðina þangað eða í gegnum umspil.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti