Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2020 16:53 Breivik hefur eins og aðrir sem hafa hlotið 21 árs fangelsisdóm rétt til að sækja um reynslulausn. Hann hefur afplánað tíu ár af dómnum sínum næsta sumar. Vísir/AFP Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. Breivik var á haustmánuðum 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa orðið 77 manns að bana í tvískiptri hryðjuverkaárás sumarið 2011. Dómurinn sem Breivik hlaut er þyngsti fangelsisdómur sem hægt er að hljóta innan ramma norska kerfisins en yfirvöld hafa heimild til að framlengja dóm hans ítrekað um fimm ár í senn þegar hann hefur lokið afplánun á 21 árs fangelsisdómnum. Breivik er heimilt, eins og öðrum föngum, að sækja um reynslulausn eftir að hann hefur afplánað tíu ár af dómnum en í júlí á næsta ári hefur Breivik verið á bak við lás og slá í tíu ár. „Ég hef, að hans kröfu, sótt um reynslulausn,“ segir Oeystein Storrvik, lögmaður Breiviks í samtali við VG. Norðmenn hafa brugðist harkalega við fréttum af fyrirætlunum Breiviks og fordæmt hann. Í tísti sagði Raymond Johansen borgarstjóri Osló, að Breivik yrði aldrei sleppt úr fangelsi. Og ítrekaði „aldrei!“. Han skal aldri gå fritt rundt- aldri! Breivik begjærer seg løslatt fra fengselhttps://t.co/VYkO1R8n9D— Raymond Johansen (@RaymondJohansen) September 16, 2020 Vegard Wennesland er einn af þeim sem lifði af hryðjuverkaárásina í Útey. Hann sagðist sannfærður um að norska réttarkerfið muni ekki valda honum vonbrigðum. Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. Breivik var á haustmánuðum 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa orðið 77 manns að bana í tvískiptri hryðjuverkaárás sumarið 2011. Dómurinn sem Breivik hlaut er þyngsti fangelsisdómur sem hægt er að hljóta innan ramma norska kerfisins en yfirvöld hafa heimild til að framlengja dóm hans ítrekað um fimm ár í senn þegar hann hefur lokið afplánun á 21 árs fangelsisdómnum. Breivik er heimilt, eins og öðrum föngum, að sækja um reynslulausn eftir að hann hefur afplánað tíu ár af dómnum en í júlí á næsta ári hefur Breivik verið á bak við lás og slá í tíu ár. „Ég hef, að hans kröfu, sótt um reynslulausn,“ segir Oeystein Storrvik, lögmaður Breiviks í samtali við VG. Norðmenn hafa brugðist harkalega við fréttum af fyrirætlunum Breiviks og fordæmt hann. Í tísti sagði Raymond Johansen borgarstjóri Osló, að Breivik yrði aldrei sleppt úr fangelsi. Og ítrekaði „aldrei!“. Han skal aldri gå fritt rundt- aldri! Breivik begjærer seg løslatt fra fengselhttps://t.co/VYkO1R8n9D— Raymond Johansen (@RaymondJohansen) September 16, 2020 Vegard Wennesland er einn af þeim sem lifði af hryðjuverkaárásina í Útey. Hann sagðist sannfærður um að norska réttarkerfið muni ekki valda honum vonbrigðum.
Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira