Besti árangur Íslands frá upphafi á EM í golfi Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2020 09:25 Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. mynd/gsí Íslenska kvennalandsliðið í golfi lenti í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fór fram Svíþjóð, nánar tiltekið Upsala, fyrr í vikunni. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir skipuðu lið Íslands. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ var svo liðsstjóri. Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 221 höggi samtals eða +5. Ísland lék því um sæti eitt til átta en kvennalandsliðið tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leiknum um 7. sætið í dag í Svíþjóð. Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi en heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Karlalandsliðið keppti á sama móti en þeir léku hins vegar á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja en Ísland endaði í 9. sæti. Þeir tryggðu sér með öruggum hætti keppnisrétt í A-deild á næsta EM. Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandssson skipuðu lið Íslands. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í golfi lenti í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fór fram Svíþjóð, nánar tiltekið Upsala, fyrr í vikunni. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir skipuðu lið Íslands. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ var svo liðsstjóri. Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 221 höggi samtals eða +5. Ísland lék því um sæti eitt til átta en kvennalandsliðið tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leiknum um 7. sætið í dag í Svíþjóð. Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi en heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Karlalandsliðið keppti á sama móti en þeir léku hins vegar á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja en Ísland endaði í 9. sæti. Þeir tryggðu sér með öruggum hætti keppnisrétt í A-deild á næsta EM. Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandssson skipuðu lið Íslands. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira