Fellibylurinn Haishen dynur á Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 10:21 Öldurót við strandlengjun við Busan, aðra stærstu borg Suður-Kóreu. Haishen skemmdi byggingar, vatn flæddi yfir götur og inn í hús og rafmagni sló út þegar fellibylurinn gekk á land þar í nótt. AP/Son Hyung-ju Fleiri en þrjú hundruð flugferðir voru felldar niður og lestarsamgöngur liggja sums staðar niðri vegna fellibyljarins Haishen sem gekk á land í Suður-Kóreu í dag. Hundruð þúsunda heimila er án rafmagns í Japan eftir að bylurinn gekk þar yfir um helgina en átta milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín þar. Haishen gekk á land rétt norður af Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu. Fellibyljarviðvörun hefur verið gefin út fyrir eyjuna Jeju, sem er vinsæll sumardvalarstaður á syðsta odda Kóreuskagans, og fleiri svæði í sunnanverðu landinu. Efsta mögulega viðbúnaðarstig er vegna skriðuhættu. Um 5.000 manns eru þegar án rafmagns vegna skemmda af völdum veðurofsa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um hundrað íbúðarhús þegar eyðilagst eða vatn flætt inn á þau. Eins er saknað eftir að vatn flæddi upp úr niðurfalli í kalksteinsnámu í strandbænum Samcheok á austurströndinni. Einn fannst látinn í Busan en ekki er ljóst hvort að dauða hans megi rekja til fellibyljarins. Um áttatíu fiskiskip hafa sokkið í atganginum og túrbínur tveggja kjarnorkuvera í Gyeongju í sunnanverðri Suður-Kóreu stöðvuðust sjálfkrafa. Ekki hefur orðið vart við að geislavirkt efni leki vegna þess. Talið er að dragi úr afli fellibyljarins þegar hann gengur yfir Suður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hann verði að hitabeltisstormi fljótlega. Haishen fylgir fast á hæla Maysak sem gekk yfir Kóreuskaga og Japan í síðustu viku. Það var öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir svæðið um árabil. Svo virðist sem að Haishen hafi valdið minni skemmdum í Japan en óttast var í fyrstu. Um 430.000 heimili voru enn án rafmagns í nótt. Verksmiðjum, skólum og fyrirtækjum var lokað um vestanvert Japan og samgöngur lömuðust. Þrjátíu og tveir slösuðust í hamförunum, þar á meðal fjórir sem hlutu skurði þegar rúða í neyðarskýli sprakk. Leit að áhöfn skips sem sökk vegna Maysak var frestað vegna aðstæðna. Um borð voru 43 manna áhöfn og 6.000 kýr. Þremur sjómönnum var bjargað en einn þeirra lést. Suður-Kórea Japan Tengdar fréttir Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fleiri en þrjú hundruð flugferðir voru felldar niður og lestarsamgöngur liggja sums staðar niðri vegna fellibyljarins Haishen sem gekk á land í Suður-Kóreu í dag. Hundruð þúsunda heimila er án rafmagns í Japan eftir að bylurinn gekk þar yfir um helgina en átta milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín þar. Haishen gekk á land rétt norður af Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu. Fellibyljarviðvörun hefur verið gefin út fyrir eyjuna Jeju, sem er vinsæll sumardvalarstaður á syðsta odda Kóreuskagans, og fleiri svæði í sunnanverðu landinu. Efsta mögulega viðbúnaðarstig er vegna skriðuhættu. Um 5.000 manns eru þegar án rafmagns vegna skemmda af völdum veðurofsa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um hundrað íbúðarhús þegar eyðilagst eða vatn flætt inn á þau. Eins er saknað eftir að vatn flæddi upp úr niðurfalli í kalksteinsnámu í strandbænum Samcheok á austurströndinni. Einn fannst látinn í Busan en ekki er ljóst hvort að dauða hans megi rekja til fellibyljarins. Um áttatíu fiskiskip hafa sokkið í atganginum og túrbínur tveggja kjarnorkuvera í Gyeongju í sunnanverðri Suður-Kóreu stöðvuðust sjálfkrafa. Ekki hefur orðið vart við að geislavirkt efni leki vegna þess. Talið er að dragi úr afli fellibyljarins þegar hann gengur yfir Suður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hann verði að hitabeltisstormi fljótlega. Haishen fylgir fast á hæla Maysak sem gekk yfir Kóreuskaga og Japan í síðustu viku. Það var öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir svæðið um árabil. Svo virðist sem að Haishen hafi valdið minni skemmdum í Japan en óttast var í fyrstu. Um 430.000 heimili voru enn án rafmagns í nótt. Verksmiðjum, skólum og fyrirtækjum var lokað um vestanvert Japan og samgöngur lömuðust. Þrjátíu og tveir slösuðust í hamförunum, þar á meðal fjórir sem hlutu skurði þegar rúða í neyðarskýli sprakk. Leit að áhöfn skips sem sökk vegna Maysak var frestað vegna aðstæðna. Um borð voru 43 manna áhöfn og 6.000 kýr. Þremur sjómönnum var bjargað en einn þeirra lést.
Suður-Kórea Japan Tengdar fréttir Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41