Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans: „Heimurinn gæti orðið eins og árið 1900“ Sylvía Hall skrifar 5. september 2020 15:29 Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans. Vísir/Getty Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, segir nauðsynlegt að lönd heimsins taki höndum saman til þess að tækla þá efnahagskreppu sem blasir við í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ef lönd færu að einangra sig og loka á alþjóðasamvinnu gæti ástandið versnað til muna. „Heimurinn gæti orðið eins og hann var árið 1900 þegar stórveldi voru í samkeppni,“ sagði Zoellick í samtali við breska ríkisútvarpið. Samstaða væri lykilatriði í átt að betra efnahagsástandi um allan heim. Zoellick gagnrýndi einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega. Hann segir spennuna á milli Kína og Bandaríkjanna vera mikið áhyggjuefni og mikla ógn við þá vinnu sem framundan er vegna efnahagsástandsins. Samband þjóðanna væri í frjálsu falli. „Ég held við vitum ekki hvar botninn er, og það er mjög hættuleg staða.“ Hann kallaði eftir því að Trump myndi frekar leggja áherslu á því að vinna að lausn með Kína, frekar en að kenna þeim um vandann. Persónuleiki forsetans væri að valda meiri skaða en stefnumál hans. Zoellick var forstjóri Alþjóðabankans frá árinu 2007 til ársins 2012 og vann því náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ríkisstjórnum heimsins í kjölfar efnahagshrunsins. Hann benti á að þá hefðu þjóðir heimsins unnið saman að endurreisn kerfisins en hann óttaðist að staðan væri önnur í þetta skiptið. „Við höfum ekki sömu samstöðu núna.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, segir nauðsynlegt að lönd heimsins taki höndum saman til þess að tækla þá efnahagskreppu sem blasir við í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ef lönd færu að einangra sig og loka á alþjóðasamvinnu gæti ástandið versnað til muna. „Heimurinn gæti orðið eins og hann var árið 1900 þegar stórveldi voru í samkeppni,“ sagði Zoellick í samtali við breska ríkisútvarpið. Samstaða væri lykilatriði í átt að betra efnahagsástandi um allan heim. Zoellick gagnrýndi einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega. Hann segir spennuna á milli Kína og Bandaríkjanna vera mikið áhyggjuefni og mikla ógn við þá vinnu sem framundan er vegna efnahagsástandsins. Samband þjóðanna væri í frjálsu falli. „Ég held við vitum ekki hvar botninn er, og það er mjög hættuleg staða.“ Hann kallaði eftir því að Trump myndi frekar leggja áherslu á því að vinna að lausn með Kína, frekar en að kenna þeim um vandann. Persónuleiki forsetans væri að valda meiri skaða en stefnumál hans. Zoellick var forstjóri Alþjóðabankans frá árinu 2007 til ársins 2012 og vann því náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ríkisstjórnum heimsins í kjölfar efnahagshrunsins. Hann benti á að þá hefðu þjóðir heimsins unnið saman að endurreisn kerfisins en hann óttaðist að staðan væri önnur í þetta skiptið. „Við höfum ekki sömu samstöðu núna.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira