Fjarheilbrigðisþjónustan Helgi Týr Tumason skrifar 5. september 2020 08:00 Á Íslandi greinast rúmlega 1 af hverjum 3 með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Málefni krabbameinssjúklinga snertir okkur því öll á einn eða annan hátt, hvort sem það er í gegnum pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini eða einhvern annan nákominn. Ég man það sem það hafi gerst í gær, hvernig mér leið, þegar ég frétti fyrst að pabbi hefði verið greindur með illkynja æxli. Um mann grípur ótti og hræðsla og óvissan er svo mikil að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég get svo rétt ímyndað mér hvernig er að setja sig í spor þeirra sem greinast sjálfir. Eftir mína eigin reynslu af heilbrigðiskerfinu í gegnum veikindi pabba að þá get ég með sanni sagt að okkur skortir klárlega ekki gott og hæft fólk til að hjúkra þeim veiku, heldur er gífurlegt álag, auk lélegs starfsumhverfis ,aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu í dag. Niðurskurður síðustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur lengt biðina eftir læknisþjónustu, og sér í lagi úti á landi. Einhversstaðar las ég, að læknum á landsbyggðinni hafi fækkað um 21 stöðugildi á sl. 10 árum. Það er virkilega slæm þróun sem verður að snúa við. Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér, eru líklega sammála um það að sorgin er erfið og þungbær. Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en ástvinur deyr, og heldur áfram lengi á eftir, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ég þekki frá fyrstu hendi, það að búa úti á landi eftir áfall sem slíkt, og það að hafa fá ef nokkur úrræði til að hjálpa til við að vinna úr sorginni. Ég rak augun í frétt nýverið sem gladdi mitt hjarta mikið, eftir mína persónulegu reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings; „Ljósið veitir landsbyggðinni fjarheilbrigðisþjónustu.“ „Ljósið, sem veitir stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi þeirra, skrifaði undir samning við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið sem að felur í sér svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. “ Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum sem engum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu sem þessa. Þetta er því virkilega kærkomin viðbót við heilbrigðisþjónustu heima í héraði.Þessi samningur er veigamikið skref í að bæta og auðvelda endurhæfingarferli krabbameinsgreindra um allt land. Fyrr á árinu var einnig gerður samningur milli Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga á Austurlandi, sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Sérstakur ráðgjafi tók til starfa sem sinnir ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi í þessum málum á Austurlandi. Það má því segja að tímamót séu í þjónustu sem þessari á Austurlandi, og við í fjórðungnum fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta heilbrigðisþjónustuna, og það er vonandi að nú þegar stór hluti af sveitarfélögum á Austurlandi renna saman í eitt, að við höldum áfram í rétta átt með þessa þróun. Það er okkur öllum í hag. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Seyðisfjörður Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi greinast rúmlega 1 af hverjum 3 með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Málefni krabbameinssjúklinga snertir okkur því öll á einn eða annan hátt, hvort sem það er í gegnum pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini eða einhvern annan nákominn. Ég man það sem það hafi gerst í gær, hvernig mér leið, þegar ég frétti fyrst að pabbi hefði verið greindur með illkynja æxli. Um mann grípur ótti og hræðsla og óvissan er svo mikil að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég get svo rétt ímyndað mér hvernig er að setja sig í spor þeirra sem greinast sjálfir. Eftir mína eigin reynslu af heilbrigðiskerfinu í gegnum veikindi pabba að þá get ég með sanni sagt að okkur skortir klárlega ekki gott og hæft fólk til að hjúkra þeim veiku, heldur er gífurlegt álag, auk lélegs starfsumhverfis ,aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu í dag. Niðurskurður síðustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur lengt biðina eftir læknisþjónustu, og sér í lagi úti á landi. Einhversstaðar las ég, að læknum á landsbyggðinni hafi fækkað um 21 stöðugildi á sl. 10 árum. Það er virkilega slæm þróun sem verður að snúa við. Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér, eru líklega sammála um það að sorgin er erfið og þungbær. Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en ástvinur deyr, og heldur áfram lengi á eftir, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ég þekki frá fyrstu hendi, það að búa úti á landi eftir áfall sem slíkt, og það að hafa fá ef nokkur úrræði til að hjálpa til við að vinna úr sorginni. Ég rak augun í frétt nýverið sem gladdi mitt hjarta mikið, eftir mína persónulegu reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings; „Ljósið veitir landsbyggðinni fjarheilbrigðisþjónustu.“ „Ljósið, sem veitir stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi þeirra, skrifaði undir samning við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið sem að felur í sér svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. “ Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum sem engum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu sem þessa. Þetta er því virkilega kærkomin viðbót við heilbrigðisþjónustu heima í héraði.Þessi samningur er veigamikið skref í að bæta og auðvelda endurhæfingarferli krabbameinsgreindra um allt land. Fyrr á árinu var einnig gerður samningur milli Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga á Austurlandi, sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Sérstakur ráðgjafi tók til starfa sem sinnir ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi í þessum málum á Austurlandi. Það má því segja að tímamót séu í þjónustu sem þessari á Austurlandi, og við í fjórðungnum fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta heilbrigðisþjónustuna, og það er vonandi að nú þegar stór hluti af sveitarfélögum á Austurlandi renna saman í eitt, að við höldum áfram í rétta átt með þessa þróun. Það er okkur öllum í hag. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun