Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 14:00 Paul Goddard sést hér með þeim Gary Owen, Tommy Caton og Sammy Lee sem unnu allir EM U21 með enska landsliðinu seinna um sumarið 1982. Getty/Peter Robinson Ísland og England mætast í Þjóðdeildinni í Laugardalnum á morgun og þá er gaman að rifja upp eina landsleikinn á ferli manns sem var kallaður „Sarge“. Ísland mætti Englandi síðasti í Laugardalnum 2. júní 1982 eða aðeins tveimur dögum áður en Ron Greenwood valdi enska landsliðshópinn fyrir HM 1982. Paul Goddard, kallaður „Sarge“, er eini enski landsliðsmaðurinn sem hefur skorað hjá íslenska landsliðinu í Laugardalnum en landsleikurinn í Laugardalnum fyrir 38 árum var einstakur á hans ferli. Vorið 1982 var Paul Goddard aðeins rúmlega 22 ára gamall og hafði spilað vel með nýliðum West Ham í ensku deildinni. 17 mörk í deildinni skiluðu Goddard sæti í 40 manna landsliðshóp Ron Greenwood fyrir HM á Spáni 1982. Paul Goddard í leik með liði West Ham United.Getty/Allsport Paul Goddard byrjaði á varamannabekknum á Laugardalsvelli 2. júní en átti eftir að koma inn á sem varamaður fyrir hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Goddard kom inn á 40. mínútu eftir að Cyrille Regis meiddist. Goddard bjargaði andliti enska landsliðsins með því að jafna metin á 69. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Glenn Hoddle. Íslenska liðið var þá búið að vera yfir í 46 mínútur eða í raun í heilan hálfleik. Paul Goddard var ekki valinn í HM-hóp enska landsliðsins tveimur dögum síðar og átti aldrei eftir að klæðast enska A-landsliðsbúningnum aftur. Leikmennirnir sem spiluðu leikinn á Íslandi voru þeir menn sem voru að reyna að vinna sér sæti í HM-hópnum og komust á endanum sex þeirra með á HM. Knattspyrnusamband Íslands fékk síðan enska knattspyrnusambandið til að skrá leikinn með A-landsleik en upphaflega ætluðu Englendingar að skrá hann sem b-landsleik. Paul Goddard skoraði hins vegar 5 mörk í 8 leikjum með 21 árs landsliðinu frá 1980 til 1982 en Goddard var í Evrópumeistaraliði Englendingar á U21 mótinu seinna um sumarið 1982. Goddard skoraði síðan tólf mörk í ensku deildinni tímabilið 1982-83 en missti síðan mikið úr á 1983-84 tímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist síðan illa á öxl í fyrsta leik 1985-86 tímabilsins og missti síðan sætið til Frank McAvennie á einu besta tímabili í sögu West Ham. Goddard spilaði sinn síðasta leik með West Ham í nóvember 1986 og hann kvaddi eftir 71 mark í 213 leikjum með liðinu. West Ham seldi hann til Newcastle fyrir nýtt félagsmet á þeim tíma eða 415 þúsund pund. Paul Goddard var seldur til Derby County 1988 og spilaði síðan með Millwall (1989-91) og Ipswich Town (1991-94) áður en skórnir fóru upp á hillu. Landsleikirnir urðu hins vegar ekki fleiri en þessi eini á Laugardalsvellinum á þessu júníkvöldi fyrir meira en 38 árum síðan. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á morgun og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.00 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Ísland og England mætast í Þjóðdeildinni í Laugardalnum á morgun og þá er gaman að rifja upp eina landsleikinn á ferli manns sem var kallaður „Sarge“. Ísland mætti Englandi síðasti í Laugardalnum 2. júní 1982 eða aðeins tveimur dögum áður en Ron Greenwood valdi enska landsliðshópinn fyrir HM 1982. Paul Goddard, kallaður „Sarge“, er eini enski landsliðsmaðurinn sem hefur skorað hjá íslenska landsliðinu í Laugardalnum en landsleikurinn í Laugardalnum fyrir 38 árum var einstakur á hans ferli. Vorið 1982 var Paul Goddard aðeins rúmlega 22 ára gamall og hafði spilað vel með nýliðum West Ham í ensku deildinni. 17 mörk í deildinni skiluðu Goddard sæti í 40 manna landsliðshóp Ron Greenwood fyrir HM á Spáni 1982. Paul Goddard í leik með liði West Ham United.Getty/Allsport Paul Goddard byrjaði á varamannabekknum á Laugardalsvelli 2. júní en átti eftir að koma inn á sem varamaður fyrir hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Goddard kom inn á 40. mínútu eftir að Cyrille Regis meiddist. Goddard bjargaði andliti enska landsliðsins með því að jafna metin á 69. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Glenn Hoddle. Íslenska liðið var þá búið að vera yfir í 46 mínútur eða í raun í heilan hálfleik. Paul Goddard var ekki valinn í HM-hóp enska landsliðsins tveimur dögum síðar og átti aldrei eftir að klæðast enska A-landsliðsbúningnum aftur. Leikmennirnir sem spiluðu leikinn á Íslandi voru þeir menn sem voru að reyna að vinna sér sæti í HM-hópnum og komust á endanum sex þeirra með á HM. Knattspyrnusamband Íslands fékk síðan enska knattspyrnusambandið til að skrá leikinn með A-landsleik en upphaflega ætluðu Englendingar að skrá hann sem b-landsleik. Paul Goddard skoraði hins vegar 5 mörk í 8 leikjum með 21 árs landsliðinu frá 1980 til 1982 en Goddard var í Evrópumeistaraliði Englendingar á U21 mótinu seinna um sumarið 1982. Goddard skoraði síðan tólf mörk í ensku deildinni tímabilið 1982-83 en missti síðan mikið úr á 1983-84 tímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist síðan illa á öxl í fyrsta leik 1985-86 tímabilsins og missti síðan sætið til Frank McAvennie á einu besta tímabili í sögu West Ham. Goddard spilaði sinn síðasta leik með West Ham í nóvember 1986 og hann kvaddi eftir 71 mark í 213 leikjum með liðinu. West Ham seldi hann til Newcastle fyrir nýtt félagsmet á þeim tíma eða 415 þúsund pund. Paul Goddard var seldur til Derby County 1988 og spilaði síðan með Millwall (1989-91) og Ipswich Town (1991-94) áður en skórnir fóru upp á hillu. Landsleikirnir urðu hins vegar ekki fleiri en þessi eini á Laugardalsvellinum á þessu júníkvöldi fyrir meira en 38 árum síðan. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á morgun og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.00 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira