Að pissa í skó komandi kynslóða Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 1. september 2020 09:01 Flest af minni kynslóð kannast við loftslagskvíða. Hvernig er annað hægt þegar fréttir og umræða um loftslagsvísindi sýna að áhrif loftslagsbreytinga eru orðin daglegt brauð víða um heim — án þess að þær teljist til forsíðufrétta á einum einasta miðli. Loftslagsbreytingar skella hins vegar ekki á allt í einu, með blóðrauðum dómsdagshimni í biblískum stíl. Breytingarnar verða hægar og munu lita hversdagslíf okkar mismikið eftir því hvar við búum, en stöðugt verða áhrifin meiri og þau verða ekki flúin. Það þarf ekki lengur að vera vísindamaður og rýna í óskiljanleg gögn til að sjá loftslagsbreytingar eiga sér stað. Fólk um allan heim er farið að finna fyrir breytingunum á eigin skinni. Áhrifin eru til að mynda flóð, hitabylgjur, skógareldar, fellibylir, útdauði dýra- og plöntutegunda, ísbreiður eru að bráðna og fólki á flótta undan áhrifum loftslagsbreytinga er að fjölga. Þetta er ekki eftir ár eða áratugi, heldur eiga þessar breytingar sér stað í þessum töluðu orðum. Ákvarðanirnar sem við tökum á næstu árum munu hafa áhrif um ókomna tíð. Kvíðnir foreldrar Loftslagsvísindamaðurinn Peter Kalmus er einn þeirra sem segist ekki geta setið aðgerðarlaus og hefur í fært sig yfir á svið aktívisma og stjórnmála s.l. 15 ár til að reyna að fá stjórnmálamenn og almenning til að horfast í augu við alvarleika málsins. Í grein sem hann birti í LA Times á dögunum fjallar hann um hvernig foreldrahlutverkið hafi knúið hann áfram til þess að brýna rödd sína og að gefa ekki upp vonina. Að verða foreldri gerði minn eigin loftslagskvíða líka áþreifanlegri. Allt í einu ber ég ábyrgð á að koma litlum dreng til manns, í heimi þar sem lífsgæði, fæðuöryggi, skjól og friður verður ekki sjálfsagður hlutur. Framtíð hans veltur alfarið á því að við sem stýrum skútunni í dag tökum loftslagshörmungum alvarlega og bregðumst við með viðbrögðum sem hæfa vandamálinu. Allt bendir til þess að nú eigi að auka neyslu og þenja seglin í botn um allan heim vegna COVID-19 og samdráttar vegna þess. Það er skammgóður vermir og í raun væri það að pissa í skó komandi kynslóða. Við horfum nefnilega fram á miklu stærri vandamál en faraldurinn, sem hér hafa verið reifuð. Hvað ætlum við til dæmis að gera þegar flóttafólk í hundruð milljóna vís fer á flótta vegna hita og veðuröfga? Hvað er til ráða? Það er auðvelt að fallast hendur en Peter Kalmus hefur hvatt fólk til að vera hluti af breytingunni og leggja baráttunni lið. Við þurfum róttækar breytingar á stjórnmála- og samfélagskerfinu að hans sögn. Það er ekki lengur nóg að leggja til hófsamar tillögur heldur verður markmiðið verður að vera algjör viðsnúningur og keyra útblástur niður. Við þurfum kjark til að endurhugsa hvernig við lifum okkar daglega lífi. Tíminn fyrir hægfara aðgerðir er liðinn og þess vegna þurfum við stjórnmálamenn sem þora að standa í lappirnar og setja grænar línur, bæði hvað varðar atvinnulíf og almenning. Hvert og eitt okkar þarf líka að finna gleðina og áhugann í því að aðlaga líf okkar að loftslagsmarkmiðum. Hægt er að finna reiknivélar sem gera okkur kleift að skoða kolefnisfótspor okkar og í kjölfarið leitað að aðgerðum til að draga úr losun. Við þurfum að nálgast þetta þannig að í stað þess að fórna lífsgæðum erum við að bæta og auðga líf okkar. Með því að hjóla, ganga og nota almenningssamgöngur fáum við meiri nálægð við samfélagið, náttúruna, hreyfum okkur og njótum útivistar. Við spörum líka peninga og lifum hægar. Í stað þess að fórna ákveðnum fæðutegundum þá er umhverfisvænna mataræði tilraun til þess að prófa nýjar uppskriftir og fæðutegundir. Hægt er að taka kjöt- og mjólkurvörulausa daga í hverri viku en mitt fæði hefur sannarlega ekki orðið minna fjölbreytt eða innihaldsríkt á vegferð til umhverfisvænna lífs. Þá er mikilvægt að skoða matarsóun heimilisins og kynna sér moltugerð, t.d. með Bokashi. Það gefur okkur meiri yfirsýn yfir neyslu heimilisins, sparar okkur pening og er frábær leið til núvitundar. Margar aðrar leiðir eru færar og auðga líf okkar frekar en að skerða: að uppgötva ástríðu fyrir garðyrkju, að hjóla, ganga eða nota almenningssamgöngur. Að elda í stað þess að kaupa tilbúið. Gera við raftæki, sauma úr gömlum fötum og læra nýja iðn. Þetta eru allt lyklar að hægara og streituminna lífi, sem flest okkar stefna að og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Hvað sem við gerum þurfum við að tala um loftslagslagsvandann og tækla vandamálið saman. Líf okkar og velferð veltur á því. Höfundur er listfræðingur og aktívisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Börn og uppeldi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Flest af minni kynslóð kannast við loftslagskvíða. Hvernig er annað hægt þegar fréttir og umræða um loftslagsvísindi sýna að áhrif loftslagsbreytinga eru orðin daglegt brauð víða um heim — án þess að þær teljist til forsíðufrétta á einum einasta miðli. Loftslagsbreytingar skella hins vegar ekki á allt í einu, með blóðrauðum dómsdagshimni í biblískum stíl. Breytingarnar verða hægar og munu lita hversdagslíf okkar mismikið eftir því hvar við búum, en stöðugt verða áhrifin meiri og þau verða ekki flúin. Það þarf ekki lengur að vera vísindamaður og rýna í óskiljanleg gögn til að sjá loftslagsbreytingar eiga sér stað. Fólk um allan heim er farið að finna fyrir breytingunum á eigin skinni. Áhrifin eru til að mynda flóð, hitabylgjur, skógareldar, fellibylir, útdauði dýra- og plöntutegunda, ísbreiður eru að bráðna og fólki á flótta undan áhrifum loftslagsbreytinga er að fjölga. Þetta er ekki eftir ár eða áratugi, heldur eiga þessar breytingar sér stað í þessum töluðu orðum. Ákvarðanirnar sem við tökum á næstu árum munu hafa áhrif um ókomna tíð. Kvíðnir foreldrar Loftslagsvísindamaðurinn Peter Kalmus er einn þeirra sem segist ekki geta setið aðgerðarlaus og hefur í fært sig yfir á svið aktívisma og stjórnmála s.l. 15 ár til að reyna að fá stjórnmálamenn og almenning til að horfast í augu við alvarleika málsins. Í grein sem hann birti í LA Times á dögunum fjallar hann um hvernig foreldrahlutverkið hafi knúið hann áfram til þess að brýna rödd sína og að gefa ekki upp vonina. Að verða foreldri gerði minn eigin loftslagskvíða líka áþreifanlegri. Allt í einu ber ég ábyrgð á að koma litlum dreng til manns, í heimi þar sem lífsgæði, fæðuöryggi, skjól og friður verður ekki sjálfsagður hlutur. Framtíð hans veltur alfarið á því að við sem stýrum skútunni í dag tökum loftslagshörmungum alvarlega og bregðumst við með viðbrögðum sem hæfa vandamálinu. Allt bendir til þess að nú eigi að auka neyslu og þenja seglin í botn um allan heim vegna COVID-19 og samdráttar vegna þess. Það er skammgóður vermir og í raun væri það að pissa í skó komandi kynslóða. Við horfum nefnilega fram á miklu stærri vandamál en faraldurinn, sem hér hafa verið reifuð. Hvað ætlum við til dæmis að gera þegar flóttafólk í hundruð milljóna vís fer á flótta vegna hita og veðuröfga? Hvað er til ráða? Það er auðvelt að fallast hendur en Peter Kalmus hefur hvatt fólk til að vera hluti af breytingunni og leggja baráttunni lið. Við þurfum róttækar breytingar á stjórnmála- og samfélagskerfinu að hans sögn. Það er ekki lengur nóg að leggja til hófsamar tillögur heldur verður markmiðið verður að vera algjör viðsnúningur og keyra útblástur niður. Við þurfum kjark til að endurhugsa hvernig við lifum okkar daglega lífi. Tíminn fyrir hægfara aðgerðir er liðinn og þess vegna þurfum við stjórnmálamenn sem þora að standa í lappirnar og setja grænar línur, bæði hvað varðar atvinnulíf og almenning. Hvert og eitt okkar þarf líka að finna gleðina og áhugann í því að aðlaga líf okkar að loftslagsmarkmiðum. Hægt er að finna reiknivélar sem gera okkur kleift að skoða kolefnisfótspor okkar og í kjölfarið leitað að aðgerðum til að draga úr losun. Við þurfum að nálgast þetta þannig að í stað þess að fórna lífsgæðum erum við að bæta og auðga líf okkar. Með því að hjóla, ganga og nota almenningssamgöngur fáum við meiri nálægð við samfélagið, náttúruna, hreyfum okkur og njótum útivistar. Við spörum líka peninga og lifum hægar. Í stað þess að fórna ákveðnum fæðutegundum þá er umhverfisvænna mataræði tilraun til þess að prófa nýjar uppskriftir og fæðutegundir. Hægt er að taka kjöt- og mjólkurvörulausa daga í hverri viku en mitt fæði hefur sannarlega ekki orðið minna fjölbreytt eða innihaldsríkt á vegferð til umhverfisvænna lífs. Þá er mikilvægt að skoða matarsóun heimilisins og kynna sér moltugerð, t.d. með Bokashi. Það gefur okkur meiri yfirsýn yfir neyslu heimilisins, sparar okkur pening og er frábær leið til núvitundar. Margar aðrar leiðir eru færar og auðga líf okkar frekar en að skerða: að uppgötva ástríðu fyrir garðyrkju, að hjóla, ganga eða nota almenningssamgöngur. Að elda í stað þess að kaupa tilbúið. Gera við raftæki, sauma úr gömlum fötum og læra nýja iðn. Þetta eru allt lyklar að hægara og streituminna lífi, sem flest okkar stefna að og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Hvað sem við gerum þurfum við að tala um loftslagslagsvandann og tækla vandamálið saman. Líf okkar og velferð veltur á því. Höfundur er listfræðingur og aktívisti.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun