„Kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 12:45 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason hafa leikið lykilhlutverk í ótrúlegum árangri íslenska landsliðsins síðastliðin átta ár. VÍSIR/GETTY Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Þetta sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var rætt um tímabundna breytingu á reglum FIFA sem geri félagsliðum kleift að banna leikmönnum að fara í landsleiki í Þjóðadeildinni í september, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví vegna leikjanna. Slíkt ætti að óbreyttu við Gunnar Nielsen, aðalmarkvörð FH, og Valsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu sem báðir hafa verið valdir í færeyska landsliðið. Valur ætti sömuleiðis rétt á að banna Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni að ferðast til Belgíu með íslenska landsliðinu, og Víkingur gæti bannað Kára Árnasyni það sama, verði þeir í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnir á morgun. „Í hverju erum við að fara að lenda hérna? Leikmenn vilja klárlega spila með landsliði sínu, og ég ætla að vona að þeir vilji líka spila með félagsliði sínu. Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær. Mikilvægir leikir í húfi FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september og myndi Gunnar að óbreyttu missa af þeim leik vegna sóttkvíar. Valur mætir HK í bikarleik sama dag, og 13. september mætast Valur og Víkingur í Pepsi Max-deildinni. Íslensku og færeysku landsliðsmennirnir gætu misst af þessum leikjum. „Fyrir mér er það ósköp einfalt að ef ég væri að þjálfa FH, Val eða Víking, þar sem leikmenn eru sem gætu verið valdir, þá kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni. Það er mjög leiðinlegt að segja það, en bæði FH og Valur eru að fara í 8-liða úrslitin í bikarnum þarna, í öllum tilvikum eru þetta lykilmenn, og fyrir mér kæmi ekki til greina að hleypa þeim,“ sagði Davíð. Atli Viðar Björnsson benti á að menn vonuðust eftir því að viðræður á milli félaganna og KSÍ gætu skilað viðunandi niðurstöðu, með frestun leikja í huga. „Það er nú ekkert brjálæðislega mikið af dögum eftir [sem lausir eru fyrir leiki],“ sagði Davíð, og Guðmundur skaut því að að kannski ætti KSÍ að hætta við þau áform að öllum leikjum Íslandsmótsins þurfi að vera lokið 1. desember. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þjóðardeildarreglan Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Valur Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Þetta sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var rætt um tímabundna breytingu á reglum FIFA sem geri félagsliðum kleift að banna leikmönnum að fara í landsleiki í Þjóðadeildinni í september, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví vegna leikjanna. Slíkt ætti að óbreyttu við Gunnar Nielsen, aðalmarkvörð FH, og Valsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu sem báðir hafa verið valdir í færeyska landsliðið. Valur ætti sömuleiðis rétt á að banna Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni að ferðast til Belgíu með íslenska landsliðinu, og Víkingur gæti bannað Kára Árnasyni það sama, verði þeir í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnir á morgun. „Í hverju erum við að fara að lenda hérna? Leikmenn vilja klárlega spila með landsliði sínu, og ég ætla að vona að þeir vilji líka spila með félagsliði sínu. Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær. Mikilvægir leikir í húfi FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september og myndi Gunnar að óbreyttu missa af þeim leik vegna sóttkvíar. Valur mætir HK í bikarleik sama dag, og 13. september mætast Valur og Víkingur í Pepsi Max-deildinni. Íslensku og færeysku landsliðsmennirnir gætu misst af þessum leikjum. „Fyrir mér er það ósköp einfalt að ef ég væri að þjálfa FH, Val eða Víking, þar sem leikmenn eru sem gætu verið valdir, þá kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni. Það er mjög leiðinlegt að segja það, en bæði FH og Valur eru að fara í 8-liða úrslitin í bikarnum þarna, í öllum tilvikum eru þetta lykilmenn, og fyrir mér kæmi ekki til greina að hleypa þeim,“ sagði Davíð. Atli Viðar Björnsson benti á að menn vonuðust eftir því að viðræður á milli félaganna og KSÍ gætu skilað viðunandi niðurstöðu, með frestun leikja í huga. „Það er nú ekkert brjálæðislega mikið af dögum eftir [sem lausir eru fyrir leiki],“ sagði Davíð, og Guðmundur skaut því að að kannski ætti KSÍ að hætta við þau áform að öllum leikjum Íslandsmótsins þurfi að vera lokið 1. desember. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þjóðardeildarreglan
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Valur Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00
Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00