Hver þarf að samþykkja Snata? Guðmundur Snæbjörnsson skrifar 26. ágúst 2020 11:00 Það gætir stundum misskilnings þegar kemur að hundahaldi í fjölbýli. Fólk heldur að það dugi að ganga á milli þeirra einstaklinga sem það deilir stigagangi með og fá samþykki hjá 2/3 fyrir hundahaldinu og þannig sé málið dautt. Það er oftast rétt - en málið getur orðið talsvert flóknara. Í 33. gr. a. laga um fjöleignarhús má finna þær reglur sem almennt gilda um hundahald þegar sérstakar húsreglur hafa ekki verið settar um slíkt. Greinin ber yfirtitilinn Hundar og kettir – samþykki allra. En hér þarf ekki að örvænta þar sem samþykki allra er ekki áskilið, og er titillinn óheppileg eftirlegukind frá frumvarpsdrögum sem breyttust í meðferð þingsins. Í fyrstu málsgrein greinarinnar kemur fram að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Hér skal á það bent að áskilið er í 4. mgr. 39. gr. fjöleignarhúsalaga að sameiginlegar ákvarðanir skulu teknar á fundi eigenda, húsfundi. Ekkert er því til fyrirstöðu að safna undirritunum með því að ganga á milli nágranna sinna en það er ekki í samræmi við áskilnað laganna og þannig einfalt fyrir nágranna að ganga til baka við fyrri orð sín. Hér skiptir höfuðmáli að samþykki fyrir hundahaldi sem veitt er á húsfundi er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum. Einnig er mikilvægt að væntir hundaeigendur séu meðvitaðir um reglurnar sem gilda þegar þarf samþykki 2/3 hluta eigenda. En í slíku tilviki er bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Þannig getur sú staða komið upp að ef tveir af þremur eigendum hafa samþykkt hundahaldið en einn, sem á íbúð sem er yfir 33,3 % af húsinu, leggst á móti hundahaldinu, þá væri ekki um að ræða samþykki með lögmætum meirihluta. Þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hundahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum. Einnig eiga sérreglur við um leiðsögu- og hjálparhunda. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Gæludýr Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það gætir stundum misskilnings þegar kemur að hundahaldi í fjölbýli. Fólk heldur að það dugi að ganga á milli þeirra einstaklinga sem það deilir stigagangi með og fá samþykki hjá 2/3 fyrir hundahaldinu og þannig sé málið dautt. Það er oftast rétt - en málið getur orðið talsvert flóknara. Í 33. gr. a. laga um fjöleignarhús má finna þær reglur sem almennt gilda um hundahald þegar sérstakar húsreglur hafa ekki verið settar um slíkt. Greinin ber yfirtitilinn Hundar og kettir – samþykki allra. En hér þarf ekki að örvænta þar sem samþykki allra er ekki áskilið, og er titillinn óheppileg eftirlegukind frá frumvarpsdrögum sem breyttust í meðferð þingsins. Í fyrstu málsgrein greinarinnar kemur fram að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Hér skal á það bent að áskilið er í 4. mgr. 39. gr. fjöleignarhúsalaga að sameiginlegar ákvarðanir skulu teknar á fundi eigenda, húsfundi. Ekkert er því til fyrirstöðu að safna undirritunum með því að ganga á milli nágranna sinna en það er ekki í samræmi við áskilnað laganna og þannig einfalt fyrir nágranna að ganga til baka við fyrri orð sín. Hér skiptir höfuðmáli að samþykki fyrir hundahaldi sem veitt er á húsfundi er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum. Einnig er mikilvægt að væntir hundaeigendur séu meðvitaðir um reglurnar sem gilda þegar þarf samþykki 2/3 hluta eigenda. En í slíku tilviki er bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Þannig getur sú staða komið upp að ef tveir af þremur eigendum hafa samþykkt hundahaldið en einn, sem á íbúð sem er yfir 33,3 % af húsinu, leggst á móti hundahaldinu, þá væri ekki um að ræða samþykki með lögmætum meirihluta. Þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hundahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum. Einnig eiga sérreglur við um leiðsögu- og hjálparhunda. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun