Stórstjarna Bæjara var út í kuldanum hjá Tony Pulis eins og margur Íslendingurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 13:00 Serge Gnabry hefur skorað 5 mörk fyrir Bayern í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og níu mörk á tímabilinu í bestu deild í heimi. Getty/Michael Regan Serge Gnabry hefur slegið í gegn hjá Bayern München í Meistaradeildinni og á mikinn þátt í því að þýska stórliðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Það er einn maður sem er ávallt minntur á hetjudáðir stráksins og það er maður sem íslenskur fótbolti þekkir líka vel. Serge Gnabry hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum með Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili þar af 2 mörk í fyrri leiknum á móti Chelsea í sextán liða úrslitunum og þrjú í leikjunum í átta liða og undanúrslitum keppninnar. Þá má ekki gleyma fernunni hans í 7-2 sigri á Tottenham í London í október síðastliðnum. Það fer ekkert á milli mála að Serge Gnabry er orðinn stórstjarna í knattspyrnuheiminum og þessi 25 ára strákur er líklegur til afreka á næstu árum. Það er samt einn maður sem sá ekki slíka frammistöðu í spilunum hjá kappanum og sá maður heitir Tony Pulis. Three are without a club One is at Stoke One is at Huddersfield One has retiredMeanwhile, Gnabry is preparing to play in a Champions League final https://t.co/DyQBOcZJZd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 21, 2020 Tony Pulis er þekktastur fyrir það á Íslandi að hafa stýrt liði Stoke City þegar það var í eigu Íslendinga og fyrir það að fara illa með íslenska knattspyrnumenn sem fengu fá tækifæri hjá honum og voru oftast út í kuldanum. Umræddur Serge Gnabry á það sameiginlegt með íslensku knattspyrnumönnunum hjá Stoke að hafa ekki heillað knattspyrnustjórann Tony Pulis. Serge Gnabry var í láni hjá West Bromwich Albion fyrstu fimm mánuðina á 2015-16 tímabilinu en Gnabry var þá leikmaður Arsenal. Gnabry átti að vera í láni alla leiktíðina en var kallaður til baka í janúar. Ástæðan var að Tony Pulis vildi ekki nota hann. Tony Pulis leyfði Serge Gnabry aðeins að spila í samtals tólf mínútur alla þessa fimm mánuði og það er frekar skrautlegt að skoða listann yfir þá vængmenn sem hann vildi nota frekar. Planet Football skoðaði hvaða leikmenn þetta voru. James Morrison er nú hættur, Chris Brunt, Callum McManaman og Stephane Sessegnon eru allir með lausan samning, James McClean er hjá Stoke og Alex Pritchard er hjá Huddersfield. Serge Gnabry er aftur á móti að gera frábæra hluti á stærsta sviðinu sem er Meistaradeildin. Arsenal hafði heldur ekki alltof mikla trú á Serge Gnabry því félagið seldi hann til Werder Bremen fyrir aðeins fimm milljónir punda. Arsene Wenger hafði reyndar trú á honum en leikmaðurinn vildi prófa eitthvað nýtt eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá franska stjóranum. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Serge Gnabry hefur slegið í gegn hjá Bayern München í Meistaradeildinni og á mikinn þátt í því að þýska stórliðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Það er einn maður sem er ávallt minntur á hetjudáðir stráksins og það er maður sem íslenskur fótbolti þekkir líka vel. Serge Gnabry hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum með Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili þar af 2 mörk í fyrri leiknum á móti Chelsea í sextán liða úrslitunum og þrjú í leikjunum í átta liða og undanúrslitum keppninnar. Þá má ekki gleyma fernunni hans í 7-2 sigri á Tottenham í London í október síðastliðnum. Það fer ekkert á milli mála að Serge Gnabry er orðinn stórstjarna í knattspyrnuheiminum og þessi 25 ára strákur er líklegur til afreka á næstu árum. Það er samt einn maður sem sá ekki slíka frammistöðu í spilunum hjá kappanum og sá maður heitir Tony Pulis. Three are without a club One is at Stoke One is at Huddersfield One has retiredMeanwhile, Gnabry is preparing to play in a Champions League final https://t.co/DyQBOcZJZd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 21, 2020 Tony Pulis er þekktastur fyrir það á Íslandi að hafa stýrt liði Stoke City þegar það var í eigu Íslendinga og fyrir það að fara illa með íslenska knattspyrnumenn sem fengu fá tækifæri hjá honum og voru oftast út í kuldanum. Umræddur Serge Gnabry á það sameiginlegt með íslensku knattspyrnumönnunum hjá Stoke að hafa ekki heillað knattspyrnustjórann Tony Pulis. Serge Gnabry var í láni hjá West Bromwich Albion fyrstu fimm mánuðina á 2015-16 tímabilinu en Gnabry var þá leikmaður Arsenal. Gnabry átti að vera í láni alla leiktíðina en var kallaður til baka í janúar. Ástæðan var að Tony Pulis vildi ekki nota hann. Tony Pulis leyfði Serge Gnabry aðeins að spila í samtals tólf mínútur alla þessa fimm mánuði og það er frekar skrautlegt að skoða listann yfir þá vængmenn sem hann vildi nota frekar. Planet Football skoðaði hvaða leikmenn þetta voru. James Morrison er nú hættur, Chris Brunt, Callum McManaman og Stephane Sessegnon eru allir með lausan samning, James McClean er hjá Stoke og Alex Pritchard er hjá Huddersfield. Serge Gnabry er aftur á móti að gera frábæra hluti á stærsta sviðinu sem er Meistaradeildin. Arsenal hafði heldur ekki alltof mikla trú á Serge Gnabry því félagið seldi hann til Werder Bremen fyrir aðeins fimm milljónir punda. Arsene Wenger hafði reyndar trú á honum en leikmaðurinn vildi prófa eitthvað nýtt eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá franska stjóranum.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira