Sportpakkinn: Átján ára Skoti stal senunni þegar Chelsea vann Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2020 18:00 Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool í gær. vísir/getty Chelsea lagði Liverpool að velli, 2-0, á Stamford Bridge í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Skotinn ungi Billy Gilmour skaust þar fram á sjónarsviðið með góðri frammistöðu. Sheffield United og Newcastle United komust einnig áfram í 8-liða úrslitin í gær. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins í ensku bikarkeppninni. Liverpool hafði unnið báða leikina gegn Chelsea á leiktíðinni og knattspyrnustjóri liðsins, Jürgen Klopp, gerði sjö breytingar frá tapleiknum gegn Watford í deildinni um helgina. Á 13. mínútu skaut Willian að marki Liverpool. Adrián í markinu misreiknaði flugið á boltanum og Chelsea komið yfir. Um miðjan seinni hálfleikinn tók Ross Barkley mikinn sprett upp völlinn og átti skot sem Adrián réði ekki við. Liverpool hefur núna tapað þrisvar í síðustu fjórum leikjum sínum. Áður en liðið tapaði fyrir Atlético Madrid í meistaradeildinni höfðu Liverpool-menn haldið hreinu í ellefu af 13 leikjum en fengið á sig átta mörk í síðustu þremur leikjum. Átján ára Skoti, Billy Gilmour, stal senunni á Brúnni í gærkvöldi. Hann hóf feril sinn hjá Glasgow Rangers en fór til Chelsea skömmu eftir 16 ára afmælisdaginn. Fyrir leikinn í gær hafði hann aðeins spilað í 281 mínútu með aðalliði Lundúnaliðsins. Fyrrverandi leikmaður Chelsea, Cesc Fábregas, fór fögrum orðum um strákinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Gilmour er búinn að stúdera myndbönd af Fábregas sem er fyrirmynd hans á fótboltavellinum. Hann var hógvær í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta var frábær leikur. Við lékum mjög vel og unnum. Nýttum okkar tækifæri og erum komnir í næstu umferð. Það er gott. Ég naut þess að spila fyrir framan stuðningsmenn okkar á heimavelli. Það var æðislegt,“ sagði Gilmour eftir leikinn. Knattspyrnustjórinn Frank Lampard var eðlilega ánægður með frammistöðu stráksins. „Ég treysti Billy. Ég man þegar hann kom inná í jafnteflisleik við Sheffield United þá voru menn að pæla í þessum strák sem leit út fyrir að vera 15 ára. Einhver efaðist um að hann ætti heima í liðinu. Við höfum engar áhyggjur þrátt fyrir að hann sé ekki hár á vellinum er hann með mikinn persónuleika og er sannarlega mjög efnilegur,“ sagði Lampard. Miguel Almirón skoraði tvö mörk í sigri Newcastle á West Brom.vísir/getty Newcastle komst í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í 14 ár með því að vinna West Brom á The Hawthorns, 2-3. Á 33. mínútu sendi Allan Saint-Maximin inn fyrir vörn West Brom og Miguel Almirón. Rétt áður en flautað var til leikhlés skoraði Almiorón annað mark sitt og Newcastle 0-2 yfir í hálfleik. Paragvæinn er greinilega vel stemdur í bikarnum. Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum í bikarkeppninni en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle hefur unnið bikarinn sex sinnum en 65 ár eru frá því að norðamennirnir unnu titilinn síðast. Stuðningsmennirnir fögnuðu þriðja markinu í byrjun seinni hálfleiks. Austurríkismaðurinn Valentino Lazaro, lánsmaður frá Inter, skoraði þá eftir mistök Jonathans Bond í marki Albion. West Brom, sem er á toppi B-deildarinnar, gafst ekki upp. Matthew Phillips skoraði 17 mínútum fyrir leikslok. Það var allt annar bragur á liði heimamanna í seinni hálfleik og í uppbótartíma lagði Kyle Edwards upp mark fyrir Kenneth Zohore. Glæsilegur sprettur hjá Edwards, einum af fjölmörgum efnilegum leikmönnum sem koma úr akademíu Albion. Newcastle vann 2-3 og West Brom getur einbeitt sér að því að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Billy Sharp skorar sigurmark Sheffield United gegn Reading.vísir/getty Sheffield United hefur sannarlega komið á óvart í vetur. Liðið varð í 2. sæti í B-deildinni á síðustu leiktíð og er núna í 8. sæti úrvalsdeildarinnar. Eddie McGoldrick kom United yfir á 2. mínútu þegar hann skallaði sendingu Bens Osborne í mark Reading. Þetta var fyrsta mark hans frá í apríl. Tveimur mínútum fyrir leikhlé fékk Reading vítaspyrnu þegar George Baldock braut á Andrew Rinomhota. Rúmeninn George Puskas skoraði úr vítaspyrnunni. Hann verður líklega í rúmenska landsliðinu gegn Íslendingum á Laugardalsvelli 26. mars. Reading er í 16. sæti B-deildarinnar og hélt jöfnu þar til í framlengingunni. Þá skallaði Billy Sharp fyrirgjöf Luke Freeman í markið og kom Sheffield United í 1-2. Gamli markahrókurinn er lunkinn og er ótrúlega þefvís á marktækifærin. Litlu munaði að Reading jafnaði metin í lokin er Pelé skaut í stöngina. Lokatölur 1-2, Sheffield United í vil. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Chelsea vann Liverpool á Brúnni Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Newcastle í 8-liða úrslitin | Sheffield Utd vann í framlengingu Newcastle vann í kvöld 3-2 sigur á útivelli gegn West Bromwich Albion og komst þar með áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta. 3. mars 2020 22:00 Liverpool búið tapa fleiri leikjum en þrennulið Manchester United frá 1998-99 Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. 4. mars 2020 12:00 Engin ástæða til að örvænta en segir að Liverpool verði að vinna fyrir Atletico leikinn Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. 4. mars 2020 11:00 Klopp hefur engar áhyggjur Eftir að hafa flogið hátt í allan vetur hefur gefið á bátinn hjá Liverpool sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. 4. mars 2020 09:30 Chelsea sló Liverpool út úr bikarnum | Sjáðu mörkin Chelsea er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 2-0 sigur gegn Liverpool í Lundúnum í kvöld. Mörkin úr leiknum fylgja fréttinni. 3. mars 2020 21:45 Barkley: Risastórt fyrir mig að skora gegn Liverpool Ross Barkley, leikmaður Chelsea, var að vonum í skýjunum eftir sigurleikinn gegn Liverpool í bikarnum í gær en hann skoraði síðara mark Chelsea í 2-0 sigri. 4. mars 2020 08:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Chelsea lagði Liverpool að velli, 2-0, á Stamford Bridge í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Skotinn ungi Billy Gilmour skaust þar fram á sjónarsviðið með góðri frammistöðu. Sheffield United og Newcastle United komust einnig áfram í 8-liða úrslitin í gær. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins í ensku bikarkeppninni. Liverpool hafði unnið báða leikina gegn Chelsea á leiktíðinni og knattspyrnustjóri liðsins, Jürgen Klopp, gerði sjö breytingar frá tapleiknum gegn Watford í deildinni um helgina. Á 13. mínútu skaut Willian að marki Liverpool. Adrián í markinu misreiknaði flugið á boltanum og Chelsea komið yfir. Um miðjan seinni hálfleikinn tók Ross Barkley mikinn sprett upp völlinn og átti skot sem Adrián réði ekki við. Liverpool hefur núna tapað þrisvar í síðustu fjórum leikjum sínum. Áður en liðið tapaði fyrir Atlético Madrid í meistaradeildinni höfðu Liverpool-menn haldið hreinu í ellefu af 13 leikjum en fengið á sig átta mörk í síðustu þremur leikjum. Átján ára Skoti, Billy Gilmour, stal senunni á Brúnni í gærkvöldi. Hann hóf feril sinn hjá Glasgow Rangers en fór til Chelsea skömmu eftir 16 ára afmælisdaginn. Fyrir leikinn í gær hafði hann aðeins spilað í 281 mínútu með aðalliði Lundúnaliðsins. Fyrrverandi leikmaður Chelsea, Cesc Fábregas, fór fögrum orðum um strákinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Gilmour er búinn að stúdera myndbönd af Fábregas sem er fyrirmynd hans á fótboltavellinum. Hann var hógvær í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta var frábær leikur. Við lékum mjög vel og unnum. Nýttum okkar tækifæri og erum komnir í næstu umferð. Það er gott. Ég naut þess að spila fyrir framan stuðningsmenn okkar á heimavelli. Það var æðislegt,“ sagði Gilmour eftir leikinn. Knattspyrnustjórinn Frank Lampard var eðlilega ánægður með frammistöðu stráksins. „Ég treysti Billy. Ég man þegar hann kom inná í jafnteflisleik við Sheffield United þá voru menn að pæla í þessum strák sem leit út fyrir að vera 15 ára. Einhver efaðist um að hann ætti heima í liðinu. Við höfum engar áhyggjur þrátt fyrir að hann sé ekki hár á vellinum er hann með mikinn persónuleika og er sannarlega mjög efnilegur,“ sagði Lampard. Miguel Almirón skoraði tvö mörk í sigri Newcastle á West Brom.vísir/getty Newcastle komst í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í 14 ár með því að vinna West Brom á The Hawthorns, 2-3. Á 33. mínútu sendi Allan Saint-Maximin inn fyrir vörn West Brom og Miguel Almirón. Rétt áður en flautað var til leikhlés skoraði Almiorón annað mark sitt og Newcastle 0-2 yfir í hálfleik. Paragvæinn er greinilega vel stemdur í bikarnum. Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum í bikarkeppninni en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle hefur unnið bikarinn sex sinnum en 65 ár eru frá því að norðamennirnir unnu titilinn síðast. Stuðningsmennirnir fögnuðu þriðja markinu í byrjun seinni hálfleiks. Austurríkismaðurinn Valentino Lazaro, lánsmaður frá Inter, skoraði þá eftir mistök Jonathans Bond í marki Albion. West Brom, sem er á toppi B-deildarinnar, gafst ekki upp. Matthew Phillips skoraði 17 mínútum fyrir leikslok. Það var allt annar bragur á liði heimamanna í seinni hálfleik og í uppbótartíma lagði Kyle Edwards upp mark fyrir Kenneth Zohore. Glæsilegur sprettur hjá Edwards, einum af fjölmörgum efnilegum leikmönnum sem koma úr akademíu Albion. Newcastle vann 2-3 og West Brom getur einbeitt sér að því að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Billy Sharp skorar sigurmark Sheffield United gegn Reading.vísir/getty Sheffield United hefur sannarlega komið á óvart í vetur. Liðið varð í 2. sæti í B-deildinni á síðustu leiktíð og er núna í 8. sæti úrvalsdeildarinnar. Eddie McGoldrick kom United yfir á 2. mínútu þegar hann skallaði sendingu Bens Osborne í mark Reading. Þetta var fyrsta mark hans frá í apríl. Tveimur mínútum fyrir leikhlé fékk Reading vítaspyrnu þegar George Baldock braut á Andrew Rinomhota. Rúmeninn George Puskas skoraði úr vítaspyrnunni. Hann verður líklega í rúmenska landsliðinu gegn Íslendingum á Laugardalsvelli 26. mars. Reading er í 16. sæti B-deildarinnar og hélt jöfnu þar til í framlengingunni. Þá skallaði Billy Sharp fyrirgjöf Luke Freeman í markið og kom Sheffield United í 1-2. Gamli markahrókurinn er lunkinn og er ótrúlega þefvís á marktækifærin. Litlu munaði að Reading jafnaði metin í lokin er Pelé skaut í stöngina. Lokatölur 1-2, Sheffield United í vil. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Chelsea vann Liverpool á Brúnni
Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Newcastle í 8-liða úrslitin | Sheffield Utd vann í framlengingu Newcastle vann í kvöld 3-2 sigur á útivelli gegn West Bromwich Albion og komst þar með áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta. 3. mars 2020 22:00 Liverpool búið tapa fleiri leikjum en þrennulið Manchester United frá 1998-99 Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. 4. mars 2020 12:00 Engin ástæða til að örvænta en segir að Liverpool verði að vinna fyrir Atletico leikinn Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. 4. mars 2020 11:00 Klopp hefur engar áhyggjur Eftir að hafa flogið hátt í allan vetur hefur gefið á bátinn hjá Liverpool sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. 4. mars 2020 09:30 Chelsea sló Liverpool út úr bikarnum | Sjáðu mörkin Chelsea er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 2-0 sigur gegn Liverpool í Lundúnum í kvöld. Mörkin úr leiknum fylgja fréttinni. 3. mars 2020 21:45 Barkley: Risastórt fyrir mig að skora gegn Liverpool Ross Barkley, leikmaður Chelsea, var að vonum í skýjunum eftir sigurleikinn gegn Liverpool í bikarnum í gær en hann skoraði síðara mark Chelsea í 2-0 sigri. 4. mars 2020 08:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Newcastle í 8-liða úrslitin | Sheffield Utd vann í framlengingu Newcastle vann í kvöld 3-2 sigur á útivelli gegn West Bromwich Albion og komst þar með áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta. 3. mars 2020 22:00
Liverpool búið tapa fleiri leikjum en þrennulið Manchester United frá 1998-99 Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. 4. mars 2020 12:00
Engin ástæða til að örvænta en segir að Liverpool verði að vinna fyrir Atletico leikinn Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. 4. mars 2020 11:00
Klopp hefur engar áhyggjur Eftir að hafa flogið hátt í allan vetur hefur gefið á bátinn hjá Liverpool sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. 4. mars 2020 09:30
Chelsea sló Liverpool út úr bikarnum | Sjáðu mörkin Chelsea er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 2-0 sigur gegn Liverpool í Lundúnum í kvöld. Mörkin úr leiknum fylgja fréttinni. 3. mars 2020 21:45
Barkley: Risastórt fyrir mig að skora gegn Liverpool Ross Barkley, leikmaður Chelsea, var að vonum í skýjunum eftir sigurleikinn gegn Liverpool í bikarnum í gær en hann skoraði síðara mark Chelsea í 2-0 sigri. 4. mars 2020 08:00