„Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2020 11:42 Ólafur Helgi Kjartansson ætlar ekki að tjá sig um þær illdeilur sem eru sagðar hafa verið innan lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Hann segist vera sáttur við flutninginn. „Þetta er mikið traust sem ráðherra sýnir mér. Ég segi einungis, eins og ég hef alltaf gert, allar breytingar hafa í för með sér tækifæri,“ segir Ólafur Helgi í samtali við fréttastofu og kveðst ánægður með þessa niðurstöðu. „Að sjálfsögðu er ég sáttur við allar breytingar sem hafa í för með sér tækifæri.“ Undanfarnar vikur hefur verið fjallað um málefni lögreglunnar á Suðurnesjum og var mikill óróleiki sagður vera innan embættisins. Spjótin beindust einna helst að Ólafi Helga og var hópur yfirmanna sagður vilja losna við hann. Í kjölfarið var greint frá því að ráðherra hefði málið til umfjöllunar og bárust fregnir af því að til greina kæmi að færa hann til í starfi. Grímur Hergeirsson mun verða settur tímabundið í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum þegar Ólafur Helgi hefur störf í dómsmálaráðuneytinu. Margrét Kristín Pálsdóttir lögfræðingur mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra á sama tíma. Ólafur Helgi hefur ekki tjáð sig um þær illdeilur sem eru sagðar hafa verið innan embættisins og segist ekki ætla að gera það núna. „Ég hef aldrei tjáð mig um það og ætla ekki að tjá mig um það frekar.“ Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Hann segist vera sáttur við flutninginn. „Þetta er mikið traust sem ráðherra sýnir mér. Ég segi einungis, eins og ég hef alltaf gert, allar breytingar hafa í för með sér tækifæri,“ segir Ólafur Helgi í samtali við fréttastofu og kveðst ánægður með þessa niðurstöðu. „Að sjálfsögðu er ég sáttur við allar breytingar sem hafa í för með sér tækifæri.“ Undanfarnar vikur hefur verið fjallað um málefni lögreglunnar á Suðurnesjum og var mikill óróleiki sagður vera innan embættisins. Spjótin beindust einna helst að Ólafi Helga og var hópur yfirmanna sagður vilja losna við hann. Í kjölfarið var greint frá því að ráðherra hefði málið til umfjöllunar og bárust fregnir af því að til greina kæmi að færa hann til í starfi. Grímur Hergeirsson mun verða settur tímabundið í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum þegar Ólafur Helgi hefur störf í dómsmálaráðuneytinu. Margrét Kristín Pálsdóttir lögfræðingur mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra á sama tíma. Ólafur Helgi hefur ekki tjáð sig um þær illdeilur sem eru sagðar hafa verið innan embættisins og segist ekki ætla að gera það núna. „Ég hef aldrei tjáð mig um það og ætla ekki að tjá mig um það frekar.“
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02
Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26