Garðabær gegn sóun Guðfinnur Sigurvinsson og Jóna Sæmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 08:00 Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfismálum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við hófum undirbúning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitísk samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við markmið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki auðhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í grænum rekstri á vegum Umhverfisstofnunar, eingöngu til ríkisreksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á vegum Garðabæjar skipa á næstu vikum græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er krafist af öllum stofnunum Garðabæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki markmiðin sem „Garðabær gegn sóun” setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýsingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skapandi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun” eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Innleiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að innleiða umhverfisskilmála í samningum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvottaðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en einnota plast, ef hægt er (t.d. pappaglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfisfræðslu. Við þökkum starfsfólki Garðabæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við aukinn áhuga bæjarbúa eftir að stefnan var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Guðfinnur Sigurvinsson Jóna Sæmundsdóttir Umhverfismál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ný stefna okkar í umhverfismálum „Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ setti þetta sem eitt helsta stefnumál sitt í umhverfismálum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við hófum undirbúning strax á nýju kjörtímabili. Við ræddum fyrst við fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn og fengum þau í samstarf en allir flokkar í bæjarstjórn Garðabæjar standa að málinu. Það er okkar trú að þverpólitísk samstarf um grænu málin sé lykillinn að góðum árangri og ekki spillir fyrir að nýja stefnan rímar vel við markmið umhverfisstefnu Garðabæjar. Það var ekki auðhlaupaverk fyrir sveitarfélag að móta nýja stefnu í umhverfismálum sem byggist á sérþekkingu því sem dæmi ná Grænu skrefin, hvatakerfi í grænum rekstri á vegum Umhverfisstofnunar, eingöngu til ríkisreksturs. Okkar leið var að semja við umhverfisráðgjöf ReSource International ehf. um að taka út allan rekstur Garðabæjar m.t.t. umhverfismála og byggja stefnuna á þeirri úttekt. Ánægjulegt var að sjá í úttektinni hversu margar stofnanir í Garðabæ standa sig vel nú þegar í umhverfismálunum en um leið sjáum við að svigrúmið til að gera enn betur er til staðar. Forstöðumenn stofnana á vegum Garðabæjar skipa á næstu vikum græn teymi í hverri stofnun sem hafa það hlutverk að fylgja eftir stefnu þessari. Tveir skulu að lágmarki skipa hvert grænt teymi og vinna í samráði við yfirmenn og aðra sem málið varðar innan stofnunarinnar. Þátttöku er krafist af öllum stofnunum Garðabæjar við innleiðingu þessarar stefnu en þær stofnanir sem þegar fylgja umhverfisstefnu, til dæmis grænfánastefnunni, geta haldið áfram að fylgja þeirri stefnu, ef hún uppfyllir að lágmarki markmiðin sem „Garðabær gegn sóun” setur fram. Græn teymi hverrar stofnunar eru hvött til samráðs sín á milli og skiptast á upplýsingum um það sem vel hefur til tekist, svo sem greina frá skapandi lausnum og ræða það sem betur mætti fara. Meginmarkmið stefnunnar „Garðabær gegn sóun” eru að auka flokkun sorps, samræma hana og draga úr sorpmagni. Miklu skiptir að draga úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess. Innleiða græna innkaupastefnu, fræða og virkja starfsfólk. Þetta verður m.a. gert með því að innleiða umhverfisskilmála í samningum við birgja og verktaka, kaupa vörur frá staðbundinni framleiðslu, kaupa umhverfisvottaðar vörur, kaupa vörur unnar úr endurunnum efnum og í litlum umbúðum. Kaupa annað en einnota plast, ef hægt er (t.d. pappaglös í stað plastglasa) og vörur sem eru ekki í plastumbúðum. Kaupa vörur sem auðvelt er að endurnota eða endurnýta og auka bæði endurnotkun og umhverfisfræðslu. Við þökkum starfsfólki Garðabæjar fyrir frábæra vinnu við verkefnið og verðum vör við aukinn áhuga bæjarbúa eftir að stefnan var kynnt með auglýsingu. Við sjáum strax að grænn rekstur er betri rekstur. Góð nýting aðfanga og skynsamleg innkaup munu til skemmri og lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði umhverfið og bæjarsjóð. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Garðabæjar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun