Ólöf Helga: Er ekki reið en svolítið sár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2020 13:00 Ólöf Helga í leik með Haukum. vísir/daníel þór Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. Liðið er í fimmta sæti Dominos-deildar kvenna en þó aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu. „Mér skilst að þessi hugmynd hafi komið í gær og ákvörðun tekin í kjölfarið. Ég átti alls ekki von á þessu. Þeir hringdu í mig og ráku mig. Boðuðu engan fund,“ sagði Ólöf Helga í morgun. „Ástæðan sem þeir gáfu mér er að þeir séu ekki nógu ánægðir með árangurinn og vildu gera breytingar. Við erum einum sigri frá þriðja sætinu og nóg eftir. Ég hafði fulla trú á liðinu og mér.“ Þjálfarinn segir að tímabilið hafi verið erfitt og einnig lærdómsríkt. „Ég verð líka að líta í eigin barm því ég veit að ég gerði fullt af mistökum. Það hefur gengið mikið á. Meiðsli og svo Kanavesen. Ég er ekkert reið yfir þessari ákvörðun en svolítið sár. Ég hefði viljað vita af þessari óánægju fyrr og fá að ræða það við stjórnina. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér því ég hafði trú á því að liðið myndi toppa á réttum tíma.“ Ólöf Helga var aðeins ein af tveimur kvenþjálfurum deildarinnar og hún er ekkert af baki dottin. „Ég stefni á að halda áfram í þjálfun. Ég hef lært mikið af þessu tímabili og nýti mér þessa reynslu til þess að verða betri þjálfari,“ segir þjálfarinn sem vonar að Haukaliðið standi sig vel það sem eftir er. „Mér þykir vænt um þessar stelpur og vona að þeim gangi allt í haginn. Ég mun mæta eitthvað í stúkuna og hvetja þær áfram.“ Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari Ólafar, mun stýra liðinu tímabundið á meðan leitað er að nýjum þjálfara. Dominos-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Hauka ákvað í morgun að reka Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Tíðindin komu nokkuð á óvart. Liðið er í fimmta sæti Dominos-deildar kvenna en þó aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu. „Mér skilst að þessi hugmynd hafi komið í gær og ákvörðun tekin í kjölfarið. Ég átti alls ekki von á þessu. Þeir hringdu í mig og ráku mig. Boðuðu engan fund,“ sagði Ólöf Helga í morgun. „Ástæðan sem þeir gáfu mér er að þeir séu ekki nógu ánægðir með árangurinn og vildu gera breytingar. Við erum einum sigri frá þriðja sætinu og nóg eftir. Ég hafði fulla trú á liðinu og mér.“ Þjálfarinn segir að tímabilið hafi verið erfitt og einnig lærdómsríkt. „Ég verð líka að líta í eigin barm því ég veit að ég gerði fullt af mistökum. Það hefur gengið mikið á. Meiðsli og svo Kanavesen. Ég er ekkert reið yfir þessari ákvörðun en svolítið sár. Ég hefði viljað vita af þessari óánægju fyrr og fá að ræða það við stjórnina. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér því ég hafði trú á því að liðið myndi toppa á réttum tíma.“ Ólöf Helga var aðeins ein af tveimur kvenþjálfurum deildarinnar og hún er ekkert af baki dottin. „Ég stefni á að halda áfram í þjálfun. Ég hef lært mikið af þessu tímabili og nýti mér þessa reynslu til þess að verða betri þjálfari,“ segir þjálfarinn sem vonar að Haukaliðið standi sig vel það sem eftir er. „Mér þykir vænt um þessar stelpur og vona að þeim gangi allt í haginn. Ég mun mæta eitthvað í stúkuna og hvetja þær áfram.“ Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari Ólafar, mun stýra liðinu tímabundið á meðan leitað er að nýjum þjálfara.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira