Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 14:53 Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída-ríkis, kom að gerð skýrslunnar. VÍSIR/AP Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Það sem meira er, aðstandendum síðunnar var líklega fullljóst að þeir væru að liðsinna rússnesku leyniþjónustunni við tilraunir hennar til að grafa undan trú Bandaríkjamanna á kosningakerfinu og Hillary Clinton forsetaframbjóðanda - og um leið stuðla að kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokabindi skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Greinendur segja lokabindið það eina sem nokkur sátt ríkti um meðal meðlima nefndarinnar, en Demókratarnir og Repúblikanarnir sem hana skipa höfðu tekist hatrammlega á um fyrri bindi skýrslunnar. Marco Rubio, öldungadeldarþingmaður fyrir Repúblikana, segir þannig í yfirlýsingu að niðurstöður nefndarinnar séu sláandi. „Við fundum óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Rubio en bætir við að nefndin hafi ekki séð neitt sem benti til þess að kosningalið Trumps hafi tekið beinan þátt í þeim tilraunun. Engu að síður segir Mark Warner, varaformaður nefndarinnar, að skýrslan sýni að fulltrúar rússneskra stjórnvalda og meðlimir í kosningastjórn Trumps hafi átt í reglulegum samskiptum. Í því samhhengi er sérstaklega minnst á Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem fundaði með rússneskum auðmanni í baráttunni og eftir að Trump var kjörinn. Framganga Manafort hafi varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í mars í fyrra m.a. fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings. Pútín fyrirskipað tölvuárás Að sögn Reuters ber skýrslan einnig með sér að bandarísk stjórnvöld og Hvíta húsið hafi torveldað og dregið lappirnar í rannsókninni á tilraunum Rússa til að grafa undan kosningunum 2016. Þá hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti verið fullmeðvitaður um tilraunir landa sinna til að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar, hann hafi hreinlega fyrirskipað þær. Það hafi þannig verið ákvörðun Pútíns að hakka sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda flokksþingsins 2016 og leka þaðan margvíslegum samskiptum háttsettra Demókrata. Þau báru meðal annars með sér að flokkurinn hafði litla trú á mótframbjóðanda Clinton, Bernie Sanders, og beitti sér gegn honum í forvalinu. Þá fær rannsókn Alríkislögreglunnar (FBI) sína gagnrýni í skýrslunni. Samskipti Demókrataflokksins og FBI eftir fyrrnefnda tölvuárás hafi ekki verið ákjósanleg, sem og meðhöndlun FBI á Steele-skýrslunni svokölluðu. Lokabindi skýrslunnar má nálgast hér. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump WikiLeaks Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Það sem meira er, aðstandendum síðunnar var líklega fullljóst að þeir væru að liðsinna rússnesku leyniþjónustunni við tilraunir hennar til að grafa undan trú Bandaríkjamanna á kosningakerfinu og Hillary Clinton forsetaframbjóðanda - og um leið stuðla að kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokabindi skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Greinendur segja lokabindið það eina sem nokkur sátt ríkti um meðal meðlima nefndarinnar, en Demókratarnir og Repúblikanarnir sem hana skipa höfðu tekist hatrammlega á um fyrri bindi skýrslunnar. Marco Rubio, öldungadeldarþingmaður fyrir Repúblikana, segir þannig í yfirlýsingu að niðurstöður nefndarinnar séu sláandi. „Við fundum óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Rubio en bætir við að nefndin hafi ekki séð neitt sem benti til þess að kosningalið Trumps hafi tekið beinan þátt í þeim tilraunun. Engu að síður segir Mark Warner, varaformaður nefndarinnar, að skýrslan sýni að fulltrúar rússneskra stjórnvalda og meðlimir í kosningastjórn Trumps hafi átt í reglulegum samskiptum. Í því samhhengi er sérstaklega minnst á Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem fundaði með rússneskum auðmanni í baráttunni og eftir að Trump var kjörinn. Framganga Manafort hafi varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í mars í fyrra m.a. fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings. Pútín fyrirskipað tölvuárás Að sögn Reuters ber skýrslan einnig með sér að bandarísk stjórnvöld og Hvíta húsið hafi torveldað og dregið lappirnar í rannsókninni á tilraunum Rússa til að grafa undan kosningunum 2016. Þá hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti verið fullmeðvitaður um tilraunir landa sinna til að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar, hann hafi hreinlega fyrirskipað þær. Það hafi þannig verið ákvörðun Pútíns að hakka sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda flokksþingsins 2016 og leka þaðan margvíslegum samskiptum háttsettra Demókrata. Þau báru meðal annars með sér að flokkurinn hafði litla trú á mótframbjóðanda Clinton, Bernie Sanders, og beitti sér gegn honum í forvalinu. Þá fær rannsókn Alríkislögreglunnar (FBI) sína gagnrýni í skýrslunni. Samskipti Demókrataflokksins og FBI eftir fyrrnefnda tölvuárás hafi ekki verið ákjósanleg, sem og meðhöndlun FBI á Steele-skýrslunni svokölluðu. Lokabindi skýrslunnar má nálgast hér.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump WikiLeaks Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira