Ef þú sérð það - þá getur þú verið það Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 10. febrúar 2020 16:30 Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin eru nú líklegast talin þau allra virtustu og eftirsóttustu. Svo það er ekkert hægt að draga úr þeirri staðreynd að þjóðin er að springa úr stolti. Hildur hefur lagt mikla áherslu á að koma því að í viðtölum að velgegni hennar þessa dagana beintengist því að umræða síðastliðnu ára um að gefa konum fleiri tækifæri og pláss í kvikmyndaiðnaðinum. Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaununum beindi hún orðum sínum af stúlkum, konum, mæðrum og dætrum þarna úti sem finna fyrir tónlistinni krauma innra með sér. Hvatti þær til að láta rödd sína óma því við þurfum að heyra hana. Þessar línur hafa vakið mikla athygli, ekki bara hér á okkar ástkæra ylhýra, heldur útum allan heim. Bara það að sjá Hildi Guðnadóttur vinna þessi verðlaun, öll þessi verðlaun, sem og segja þessi þýðingamiklu orð, er svo öflugt fræ í jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta mun hafa áhrif á stúlkur og ungar konur sem eru að læra á hljóðfæri. Hvort sem það er selló, bassa eða trommur. Eða bara hvað sem er. Það að sjá hana ganga sína sigurgöngu býr til pláss og sýn í hugarheimi framtíðarkynslóðar um að trúa því að geta gert það sama. Allavega skapað tónlist. Verið höfundur tónverks, lags eða texta. Síðast þegar ég vissi þá fengu konur greitt tæp 9% höfundarréttargjalda frá STEF. Sem þýðir að á móti 9 körlum þá er 1 kona sem hefur samið lag eða texta hér á landi. Einmitt. Landinu sem er oft talið vera jafnréttisparadís og trónir á toppum lista yfir slíka málaflokka. Ég efast ekki í eina mínútu um að Hildur Guðnadóttir sé að fara að hafa áhrif til hins betra og við förum að sjá þetta sorglega prósentuhlutfall breytast á næstu árum. „If you can see it, you can be it“ eða „Ef þú getur séð það, þá getur þú verið það“ á við um svo margt þegar það kemur að mannréttindabaráttunni allri. Margt hefur áunnist. Mjög margt er ennþá ábótavant. Ég trúi ennþá á að við náum að sigra og gera jafnréttið lóðrétt í allri sinni dýrð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin eru nú líklegast talin þau allra virtustu og eftirsóttustu. Svo það er ekkert hægt að draga úr þeirri staðreynd að þjóðin er að springa úr stolti. Hildur hefur lagt mikla áherslu á að koma því að í viðtölum að velgegni hennar þessa dagana beintengist því að umræða síðastliðnu ára um að gefa konum fleiri tækifæri og pláss í kvikmyndaiðnaðinum. Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaununum beindi hún orðum sínum af stúlkum, konum, mæðrum og dætrum þarna úti sem finna fyrir tónlistinni krauma innra með sér. Hvatti þær til að láta rödd sína óma því við þurfum að heyra hana. Þessar línur hafa vakið mikla athygli, ekki bara hér á okkar ástkæra ylhýra, heldur útum allan heim. Bara það að sjá Hildi Guðnadóttur vinna þessi verðlaun, öll þessi verðlaun, sem og segja þessi þýðingamiklu orð, er svo öflugt fræ í jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta mun hafa áhrif á stúlkur og ungar konur sem eru að læra á hljóðfæri. Hvort sem það er selló, bassa eða trommur. Eða bara hvað sem er. Það að sjá hana ganga sína sigurgöngu býr til pláss og sýn í hugarheimi framtíðarkynslóðar um að trúa því að geta gert það sama. Allavega skapað tónlist. Verið höfundur tónverks, lags eða texta. Síðast þegar ég vissi þá fengu konur greitt tæp 9% höfundarréttargjalda frá STEF. Sem þýðir að á móti 9 körlum þá er 1 kona sem hefur samið lag eða texta hér á landi. Einmitt. Landinu sem er oft talið vera jafnréttisparadís og trónir á toppum lista yfir slíka málaflokka. Ég efast ekki í eina mínútu um að Hildur Guðnadóttir sé að fara að hafa áhrif til hins betra og við förum að sjá þetta sorglega prósentuhlutfall breytast á næstu árum. „If you can see it, you can be it“ eða „Ef þú getur séð það, þá getur þú verið það“ á við um svo margt þegar það kemur að mannréttindabaráttunni allri. Margt hefur áunnist. Mjög margt er ennþá ábótavant. Ég trúi ennþá á að við náum að sigra og gera jafnréttið lóðrétt í allri sinni dýrð.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun