Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2020 11:40 Arnþrúður þarf að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur en auk þess málsvarnarlaun lögmanns hans upp á 1,1 milljón króna. Dómur féll í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Hafði Reynir betur í málinu og þarf Arnþrúður að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón í miskabætur. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóminn en málið var flutt í janúar. Lögmaður Arnþrúðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði meðal annars við það tækifæri að Reynir hefði engin efni á að vera þetta hörundsár, þá með vísan til þess að Reynir hafi marga fjöruna sopið á sínum litríka ferli sem blaðamaður. Og hefði verið kærður mörgum sinnum vegna skrifa sinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Arnþrúðar Karlsdóttur í málinu.Vísir/Vilhelm Reynir benti á móti á að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um meiðyrði í þeim tilfellum. Ljóst mátti vera að engir sérstakir kærleikar eru með þeim Reyni og Vilhjálmi og þurfti dómarinn að grípa inní og sagði að þetta væri orðið heldur persónulegt. Í máli lögmanns Reynis, Gunnars Inga Jóhannssonar, kom hins vegar fram að Reynir hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli af þremur, þeim tveimur fyrri hér að neðan: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Gunnar Ingi Jóhannsson hefur marga fjöruna sopið í meiðyrðamálum. Yfirleitt þó sem verjandi blaðamanna sem sótt er að.Vísir/Vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, segir um fullnaðarsigur að ræða. Hann er reynslumikill þegar kemur að meiðyrðamálum og staðið vaktina í mörgum slíkum í dómssal. „Já, ég hef rekið mörg svona mál og yfirleitt varnarmegin. Mér er annt um tjáningarfrelsið en þetta er svo gróf misnotkun á því að það getur enginn setið undir slíkum ummælum sem voru algjörlega tilefnislaus.“ Í niðurstöðu dómsins segir að menn eigi ekki að þurfa að þola það að vera opinberlega bornir sökum um alvarlega ámælisverða háttsemi án þess að nokkuð búi þar að baki. Reynir krafðist þess að Arnþrúður þyrfti að birta niðurstöðu dómsins á heimasíðu Útvarps Sögu en dómurinn féllst ekki á það. Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15 Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Sjá meira
Dómur féll í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Hafði Reynir betur í málinu og þarf Arnþrúður að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón í miskabætur. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóminn en málið var flutt í janúar. Lögmaður Arnþrúðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði meðal annars við það tækifæri að Reynir hefði engin efni á að vera þetta hörundsár, þá með vísan til þess að Reynir hafi marga fjöruna sopið á sínum litríka ferli sem blaðamaður. Og hefði verið kærður mörgum sinnum vegna skrifa sinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Arnþrúðar Karlsdóttur í málinu.Vísir/Vilhelm Reynir benti á móti á að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um meiðyrði í þeim tilfellum. Ljóst mátti vera að engir sérstakir kærleikar eru með þeim Reyni og Vilhjálmi og þurfti dómarinn að grípa inní og sagði að þetta væri orðið heldur persónulegt. Í máli lögmanns Reynis, Gunnars Inga Jóhannssonar, kom hins vegar fram að Reynir hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli af þremur, þeim tveimur fyrri hér að neðan: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Gunnar Ingi Jóhannsson hefur marga fjöruna sopið í meiðyrðamálum. Yfirleitt þó sem verjandi blaðamanna sem sótt er að.Vísir/Vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, segir um fullnaðarsigur að ræða. Hann er reynslumikill þegar kemur að meiðyrðamálum og staðið vaktina í mörgum slíkum í dómssal. „Já, ég hef rekið mörg svona mál og yfirleitt varnarmegin. Mér er annt um tjáningarfrelsið en þetta er svo gróf misnotkun á því að það getur enginn setið undir slíkum ummælum sem voru algjörlega tilefnislaus.“ Í niðurstöðu dómsins segir að menn eigi ekki að þurfa að þola það að vera opinberlega bornir sökum um alvarlega ámælisverða háttsemi án þess að nokkuð búi þar að baki. Reynir krafðist þess að Arnþrúður þyrfti að birta niðurstöðu dómsins á heimasíðu Útvarps Sögu en dómurinn féllst ekki á það. Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15 Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Sjá meira
Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25
Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15
Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35