Prikið áfram vegan: Enginn munur á að leggja sér svín eða hund til munns Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:48 Veitingastaður Priksins, B12, dregur nafn sitt af vítamíninu og staðsetningu Priksins, Bankastræti 12. Vísir/vilhelm Aðstandendur Priksins hafa tekið ákvörðun um að kaffihúsið verði vegan til frambúðar. Tilraun þess efnis hafi gefið góða raun í janúar. Einn aðstandenda kaffihússins segir fólk hafa fjarlægst uppruna matvælanna sem það lætur ofan í sig, dýr hafi tilvistarrétt og því enginn munur á því að leggja sér svín eða hund til munns. Veitingastaður Priksins, B12, kynnti stefnubreytingu í upphafi janúar. Ákveðið var að segja skilið við dýraafurðir og innleiða matseðil sem var „100% vegan og grængerður, þó ekkert sé skafað af Prikstemmingunni,“ eins og því var lýst. Breytingin gaf góða raun að sögn Arnar Tönsberg, einn aðstandenda þessa elsta kaffihúss landsins, og því ákveðið að framlengja veganvæðinguna út í hið óendanlega. Hann segir í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman á Útvarpi 101 að breytingin hafi átt sér langan aðdraganda. Veganréttir hafi smám saman rutt sér til rúms á matseðli Priksins, réttirnir hafi notið vinsælda samhliða aukinni veganvæðingu neytenda - sem séu ekki einsleitur hópur fólks. Þróunin hafi verið hröð; úrval veganrétta hafi þannig aukist mikið í matvörubúðum. „Við þurfum ekki hitt [dýraafurðir] lengur,“ segir Örn. „Þetta er leiðin áfram, tvímælalaust.“ Örn segist sjálfur hafa verið vegan í fimm ár. Hann hafi fengið uppljómun eftir að hafa horft á heimildarmynd um matvælaframleiðslu, með fullan maga af svínakjöti. „Ég horfði á hundinn minn, eftir að vera nýbúinn að borða beikon, og sagði: „Heyrðu, það er enginn munur á þessu dýri og svíninu sem ég var að borða,“ segir Örn. Örn telur fólk hafa fjarlægst matvælaframleiðsluferlið, neysluvenjurnar væru aðrar ef fólk væri í meiri samskiptum við dýr. „Það er kannski þessi tenging sem við erum búin að missa. Það hefur orðið rof við náttúruna, dýrin og matinn sem við erum að borða. Við bara kaupum þetta úti í búð, þessu er pakkað inn fyrir okkur og við erum ekkert að spá í því hvaðan þetta kemur eða hvað liggur að baki,“ segir Örn. Þessari tengingu við uppruna matvælanna verði að halda. Bæði umhverfis- og siðferðissjónarmið búa þar að baki. Landnýting, vatnsnotkun og útblástur sé langtum meiri við dýraframleiðslu heldur en grænkeraiðnað, auk þess sem það hafi gildi í sjálfu sér að minnka þjáningar í heiminum. „Við myndum læra að verða betri við hvort annað ef við værum betri við dýr,“ segir Örn. „Dýr hafa sínar tilfinningar og sinn tilvistarrétt.“ Vegan sé því „bara kærleikur.“ Þrátt fyrir að vera siðferði- og umhverfisvænni er þó ekki þar með sagt að veganmaturinn á Prikinu sé eitthvað hollustufæði. Örn lýsir nýja matseðlinum sem sveittum og góðum - „ekkert endilega eitthvað heilsudót,“ segir Örn; hamborgarar, burrito, súpur og „fullt af sósu.“ Viðtalið við hann í heild sinni má heyra hér að ofan. Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Veitingastaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Aðstandendur Priksins hafa tekið ákvörðun um að kaffihúsið verði vegan til frambúðar. Tilraun þess efnis hafi gefið góða raun í janúar. Einn aðstandenda kaffihússins segir fólk hafa fjarlægst uppruna matvælanna sem það lætur ofan í sig, dýr hafi tilvistarrétt og því enginn munur á því að leggja sér svín eða hund til munns. Veitingastaður Priksins, B12, kynnti stefnubreytingu í upphafi janúar. Ákveðið var að segja skilið við dýraafurðir og innleiða matseðil sem var „100% vegan og grængerður, þó ekkert sé skafað af Prikstemmingunni,“ eins og því var lýst. Breytingin gaf góða raun að sögn Arnar Tönsberg, einn aðstandenda þessa elsta kaffihúss landsins, og því ákveðið að framlengja veganvæðinguna út í hið óendanlega. Hann segir í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman á Útvarpi 101 að breytingin hafi átt sér langan aðdraganda. Veganréttir hafi smám saman rutt sér til rúms á matseðli Priksins, réttirnir hafi notið vinsælda samhliða aukinni veganvæðingu neytenda - sem séu ekki einsleitur hópur fólks. Þróunin hafi verið hröð; úrval veganrétta hafi þannig aukist mikið í matvörubúðum. „Við þurfum ekki hitt [dýraafurðir] lengur,“ segir Örn. „Þetta er leiðin áfram, tvímælalaust.“ Örn segist sjálfur hafa verið vegan í fimm ár. Hann hafi fengið uppljómun eftir að hafa horft á heimildarmynd um matvælaframleiðslu, með fullan maga af svínakjöti. „Ég horfði á hundinn minn, eftir að vera nýbúinn að borða beikon, og sagði: „Heyrðu, það er enginn munur á þessu dýri og svíninu sem ég var að borða,“ segir Örn. Örn telur fólk hafa fjarlægst matvælaframleiðsluferlið, neysluvenjurnar væru aðrar ef fólk væri í meiri samskiptum við dýr. „Það er kannski þessi tenging sem við erum búin að missa. Það hefur orðið rof við náttúruna, dýrin og matinn sem við erum að borða. Við bara kaupum þetta úti í búð, þessu er pakkað inn fyrir okkur og við erum ekkert að spá í því hvaðan þetta kemur eða hvað liggur að baki,“ segir Örn. Þessari tengingu við uppruna matvælanna verði að halda. Bæði umhverfis- og siðferðissjónarmið búa þar að baki. Landnýting, vatnsnotkun og útblástur sé langtum meiri við dýraframleiðslu heldur en grænkeraiðnað, auk þess sem það hafi gildi í sjálfu sér að minnka þjáningar í heiminum. „Við myndum læra að verða betri við hvort annað ef við værum betri við dýr,“ segir Örn. „Dýr hafa sínar tilfinningar og sinn tilvistarrétt.“ Vegan sé því „bara kærleikur.“ Þrátt fyrir að vera siðferði- og umhverfisvænni er þó ekki þar með sagt að veganmaturinn á Prikinu sé eitthvað hollustufæði. Örn lýsir nýja matseðlinum sem sveittum og góðum - „ekkert endilega eitthvað heilsudót,“ segir Örn; hamborgarar, burrito, súpur og „fullt af sósu.“ Viðtalið við hann í heild sinni má heyra hér að ofan.
Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Veitingastaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira