Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2020 15:59 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og forsvarsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna efast um að þeir geti reitt sig á stuðning Evrópu þegar kemur að áherslum Donald Trump, forseta. Einnig þykja líkur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa aukast. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mark Esper, varnarmálaráðherra, munu leiða hóp erindreka Bandaríkjanna í Þýskalandi um helgina. Tvö markmið eru þeim fremst í huga. Það fyrra er að fá ríki Evrópu til að styðja refsiaðgerðir gegn Íran í kjölfar þess að Trump tók einhliða ákvörðun um að draga Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015, og að koma í veg fyrir að kínverska tæknifyrirtækinu Huawei verði veittur aðgangur að grunninnviðum samskiptakerfa Evrópu. Þar að auki munu Pompeo og Esper funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um mögulegan friðarsáttmála við Talibana. Evrópa hefur þó litla aðkomu að því máli, enn sem komið er í það minnsta. Trump-liðar eru pirraðir yfir trega Evrópuríkja til að fylgja Bandaríkjunum eftir varðandi kjarnorkusamkomulagið við Íran og beita Írani viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Þess í stað hafa Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu og vilja bjarga því, beitt sérstöku deiluákvæði í samkomulaginu sem gæti tekið marga mánuði að leysa úr. Íranar hafa þegar brotið gegn einhverjum ákvæðum samkomulagins og eru til dæmis farnir að auðga meira úran en þeir mega, miðað við samkomulagið. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Trump er þeirrar skoðunar að samkomulagið hafi ekki verið nægilega gott og vill hann þvinga Íran aftur að samningaborðinu og fá leiðtoga ríkisins til að skrifa undir nýtt samkomulag sem bindur hendur þeirra frekar. Vill hann þvinga bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til að fylgja sér eftir. Einnig þykir líklegt að málefni Huawei muni valda deilum á ráðstefnunni en Evrópa hefur ekki tekið vel í áköll Bandaríkjanna um að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu 5G samskiptakerfa. Vill endursemja við Evrópu Trupm hefur einnig gefið í skyn að hann vilji gera nýjan viðskiptasaming við Evrópusambandið. Hann hefur lengi kvartað yfir ESB og sagt að sambandið komi hræðilega fram við Bandaríkin. Hann hefur sérstaklega sagt að tollar ESB gagnvart Bandaríkjunum séu „ótrúlegir“ og gefið í skyn að hann ætli að setja tolla á vörur frá Evrópu. Samkvæmt Reuters hafa evrópskir ráðamann komið þeim skilaboðum til Trump að þeir séu tilbúnir til að ræða við hann um tiltekin deiluefni. Hins vegar muni ESB svara tollum Bandaríkjanna megi eigin tollum, komi til þess. Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Kína Rússland Þýskaland Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og forsvarsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna efast um að þeir geti reitt sig á stuðning Evrópu þegar kemur að áherslum Donald Trump, forseta. Einnig þykja líkur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa aukast. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mark Esper, varnarmálaráðherra, munu leiða hóp erindreka Bandaríkjanna í Þýskalandi um helgina. Tvö markmið eru þeim fremst í huga. Það fyrra er að fá ríki Evrópu til að styðja refsiaðgerðir gegn Íran í kjölfar þess að Trump tók einhliða ákvörðun um að draga Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015, og að koma í veg fyrir að kínverska tæknifyrirtækinu Huawei verði veittur aðgangur að grunninnviðum samskiptakerfa Evrópu. Þar að auki munu Pompeo og Esper funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um mögulegan friðarsáttmála við Talibana. Evrópa hefur þó litla aðkomu að því máli, enn sem komið er í það minnsta. Trump-liðar eru pirraðir yfir trega Evrópuríkja til að fylgja Bandaríkjunum eftir varðandi kjarnorkusamkomulagið við Íran og beita Írani viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Þess í stað hafa Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu og vilja bjarga því, beitt sérstöku deiluákvæði í samkomulaginu sem gæti tekið marga mánuði að leysa úr. Íranar hafa þegar brotið gegn einhverjum ákvæðum samkomulagins og eru til dæmis farnir að auðga meira úran en þeir mega, miðað við samkomulagið. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Trump er þeirrar skoðunar að samkomulagið hafi ekki verið nægilega gott og vill hann þvinga Íran aftur að samningaborðinu og fá leiðtoga ríkisins til að skrifa undir nýtt samkomulag sem bindur hendur þeirra frekar. Vill hann þvinga bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til að fylgja sér eftir. Einnig þykir líklegt að málefni Huawei muni valda deilum á ráðstefnunni en Evrópa hefur ekki tekið vel í áköll Bandaríkjanna um að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu 5G samskiptakerfa. Vill endursemja við Evrópu Trupm hefur einnig gefið í skyn að hann vilji gera nýjan viðskiptasaming við Evrópusambandið. Hann hefur lengi kvartað yfir ESB og sagt að sambandið komi hræðilega fram við Bandaríkin. Hann hefur sérstaklega sagt að tollar ESB gagnvart Bandaríkjunum séu „ótrúlegir“ og gefið í skyn að hann ætli að setja tolla á vörur frá Evrópu. Samkvæmt Reuters hafa evrópskir ráðamann komið þeim skilaboðum til Trump að þeir séu tilbúnir til að ræða við hann um tiltekin deiluefni. Hins vegar muni ESB svara tollum Bandaríkjanna megi eigin tollum, komi til þess.
Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Kína Rússland Þýskaland Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira