Ísak Bergmann kom Norrköping á bragðið með marki frá miðju í 4-2 sigri á Blikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 14:53 Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði á móti Blikum. Getty/Alex Grimm Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping vann 4-2 sigur á Pepsi Max deildarliði breiðabliks í æfingarleik í Svíþjóð í dag en Blikar eru í æfingaferð í Svíþjóð fyrir komandi tímabil. Hinn sextán ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark Norrköping í leiknum og það eftir aðeins fimm mínútna leik. Ísak Bergmann er frá Akranesi og sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara meistaraflokks ÍA. Honum virðist vera ætlað stórt hlutverk hjá sænska liðinu á komandi tímabili. Ísak Bergmann heldur upp á sautján ára afmælið í næsta mánuði. Ísak vann boltann á miðjunni og skoraði yfir Anton Ara Einarsson í marki Blika en Anton stóð of framarlega í markinu og strákurinn ungi var fljótur að hugsa. 5' MÅL! Isak Bergmann vinner boll på mittplan, målvakten stod långt ute och Isak la in den bakom honom. IFK-Breidablik 1-0#ifknorrkoping— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) February 14, 2020 Norrköping komst í 3-0 í leiknum en staðan var 3-1 í hálfleik. Blikar minnkuðu muninn í 3-2 en Svíarnir áttu lokaorðið. Thomas Mikkelsen skoraði fyrra mark Blika í lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Gísla Eyjólfssyni. Seinna mark Blika skoraði Viktar Karl Einarsson með góðu skoti af stuttu færi. Hin mörk Norrköping liðsins skoruðu þeir Carl Björk, Sead Haksabanovic og Lars Krogh Gerson. Snart avspark! På bänken finns Isak Pettersson, Christoffer Nyman, Egzon Binaku, Alfons Sampsted, Kevin Álvarez, Simon Thern, Max Olsson och Dino Salihovic. Framåt, kamrater - 14.00 kör vi!#ifknorrköpingpic.twitter.com/MOir7TNxXC— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) February 14, 2020 Byrjunarlið Blika í æfinagleiknum gegn IKF Norrköping sem hefst á Östgötaporten vellinum kl.13:00! Leikurinn verður sýndur í Smáranum en þeir sem ekki eiga heimangengt geta keypt sér streymi af Svíunum. Hér er slóð: https://t.co/jJOp5NHL4F Áfram Blikar, alltaf, alls staðar! pic.twitter.com/orGuFCqAfj— Blikar.is (@blikar_is) February 14, 2020 Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping vann 4-2 sigur á Pepsi Max deildarliði breiðabliks í æfingarleik í Svíþjóð í dag en Blikar eru í æfingaferð í Svíþjóð fyrir komandi tímabil. Hinn sextán ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark Norrköping í leiknum og það eftir aðeins fimm mínútna leik. Ísak Bergmann er frá Akranesi og sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara meistaraflokks ÍA. Honum virðist vera ætlað stórt hlutverk hjá sænska liðinu á komandi tímabili. Ísak Bergmann heldur upp á sautján ára afmælið í næsta mánuði. Ísak vann boltann á miðjunni og skoraði yfir Anton Ara Einarsson í marki Blika en Anton stóð of framarlega í markinu og strákurinn ungi var fljótur að hugsa. 5' MÅL! Isak Bergmann vinner boll på mittplan, målvakten stod långt ute och Isak la in den bakom honom. IFK-Breidablik 1-0#ifknorrkoping— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) February 14, 2020 Norrköping komst í 3-0 í leiknum en staðan var 3-1 í hálfleik. Blikar minnkuðu muninn í 3-2 en Svíarnir áttu lokaorðið. Thomas Mikkelsen skoraði fyrra mark Blika í lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Gísla Eyjólfssyni. Seinna mark Blika skoraði Viktar Karl Einarsson með góðu skoti af stuttu færi. Hin mörk Norrköping liðsins skoruðu þeir Carl Björk, Sead Haksabanovic og Lars Krogh Gerson. Snart avspark! På bänken finns Isak Pettersson, Christoffer Nyman, Egzon Binaku, Alfons Sampsted, Kevin Álvarez, Simon Thern, Max Olsson och Dino Salihovic. Framåt, kamrater - 14.00 kör vi!#ifknorrköpingpic.twitter.com/MOir7TNxXC— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) February 14, 2020 Byrjunarlið Blika í æfinagleiknum gegn IKF Norrköping sem hefst á Östgötaporten vellinum kl.13:00! Leikurinn verður sýndur í Smáranum en þeir sem ekki eiga heimangengt geta keypt sér streymi af Svíunum. Hér er slóð: https://t.co/jJOp5NHL4F Áfram Blikar, alltaf, alls staðar! pic.twitter.com/orGuFCqAfj— Blikar.is (@blikar_is) February 14, 2020
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira