Litla gula hænan fann fræ Eva Magnúsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 07:30 Litla, gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ. Litla, gula hænan sagði: „Hver vill sá fræinu?“ Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég. Litla gula hænan sagði „Ég skal sá fræinu,” Af hverju er ég að rifja upp þessa sögu af Litlu gulu hænunni sem við lærðum öll í barnæsku? Loftslagsárið mikla 2019 kom umræðunni um hnignandi líf á jörðinni á dagskrá og við höfum talað okkur hás á hverjum fundinum á fætur öðrum og fjölmargir hafa verið bæði hundurinn og kötturinn allt árið. En nú er komið árið 2020 og tími kominn á að sá fræinu. Hver ætlar að taka það að sér og vera litla gula hænan? Í upphafi árs er ekki þverfótað fyrir umhverfisfundum og við höldum áfram að tala, það er mjög gott að við vitum hvað er að… en hvað er best að gera? Endurheimt votlendis Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, hefur víða fjallað um mikilvægi skjótra aðgerða í endurheimt votlendis sem er jafnframt fljótlegasta loftslagsaðgerðin sem við getum farið í. Á meðan við höldum áfram að tala þá heldur votlendið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það þarf samræmdar aðgerðir í það verkefni og sátt um hver greiði fyrir endurheimtina. Byrja þarf á svæðum sem ekki eru í notkun hvort eð er. Við skulum nota tímann í vetur til frekari greiningar og undirbúnings fyrir framkvæmdir næsta sumar. Endanleg vinna í jörð er einungis fær í nokkra daga á ári. Nú þegar liggja fyrir ýmsar skýrslur sem hægt er að styðjast við og eins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins benti á í vikunni þá hefur ekkert eitt verkefni skilað jafn mikilli stöðvun úrblástur gróiðurhúsalofttegunda á síðasta ári og Votlendissjóðurinn. Hann stöðvaði útblástur 1.440 tonna sem samsvarar því að 720 fólksbílar hefðu breyst í rafmagnsbíla. En mikið vill meira. Grænir peningar Fleiri leiðir eru færar og fjármagn stýrir þjóðfélögum. Það eru til leiðir til þess að nýta fjármálakerfið til grænna lausna, til dæmis með því að nýta fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna sem eiga í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi auk þeirra banka sem eru í eigu Íslendinga. Nýr Kauphallarforstjóri benti á í áramótaviðtali sínu að fleiri þátttakendur í stjórnum lífeyrissjóða og meiri valddreifing væru heillavænlegri og að betra væri að stjórnir lífeyrisjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum í stað þess að vera tilnefndar af aðilum vinnumarkaðarins. Ég vil bæta því við að þá gæfist fólki sem áhuga hefur á grænum lausnum tækifæri til þess að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða og hafa áhrif á áherslu fjárfestinga til grænni lausna og verkefna sem hafa góð áhrif á umhverfið og stuðla að hringrásarhagkerfi. Ég er Litla gula hænan Ég benti á þessar tvær leiðir sem gætu verið fljótlegri en aðrar þar sem við þurfum skjótar aðgerðir þegar húsið brennur. Lengri tíma tekur fyrir trén að vaxa en við eigum samt að halda því góða starfi áfram sem felst í skógrækt auk alls þess góða sem fyrirtæki og heimili eru að gera til að draga úr losun. ….en í gegnum eignarhald væri auðvelt fyrir stjórnvöld að styðja við stefnu banka og lífeyrissjóða til að þess að fjárfesta í grænum lausnum. Við þurfum að hætta að tala okkur hás og fara að dýfa hendi í kalt vatn, framkvæma. Það eru margir boltar á lofti. Við skulum öll grípa boltann þar sem við sjáum hann föstum tökum og segja; Ég er Litla gula hænan og ég ætla að taka þátt í þessu verkefni". Öðruvísi breytum við ekki heiminum því einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, stjórnmál og viðskiptalífið eru samofin og því þurfum við öll að vera litla gula hænan. Höfundur er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Litla, gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ. Litla, gula hænan sagði: „Hver vill sá fræinu?“ Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég. Litla gula hænan sagði „Ég skal sá fræinu,” Af hverju er ég að rifja upp þessa sögu af Litlu gulu hænunni sem við lærðum öll í barnæsku? Loftslagsárið mikla 2019 kom umræðunni um hnignandi líf á jörðinni á dagskrá og við höfum talað okkur hás á hverjum fundinum á fætur öðrum og fjölmargir hafa verið bæði hundurinn og kötturinn allt árið. En nú er komið árið 2020 og tími kominn á að sá fræinu. Hver ætlar að taka það að sér og vera litla gula hænan? Í upphafi árs er ekki þverfótað fyrir umhverfisfundum og við höldum áfram að tala, það er mjög gott að við vitum hvað er að… en hvað er best að gera? Endurheimt votlendis Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, hefur víða fjallað um mikilvægi skjótra aðgerða í endurheimt votlendis sem er jafnframt fljótlegasta loftslagsaðgerðin sem við getum farið í. Á meðan við höldum áfram að tala þá heldur votlendið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það þarf samræmdar aðgerðir í það verkefni og sátt um hver greiði fyrir endurheimtina. Byrja þarf á svæðum sem ekki eru í notkun hvort eð er. Við skulum nota tímann í vetur til frekari greiningar og undirbúnings fyrir framkvæmdir næsta sumar. Endanleg vinna í jörð er einungis fær í nokkra daga á ári. Nú þegar liggja fyrir ýmsar skýrslur sem hægt er að styðjast við og eins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins benti á í vikunni þá hefur ekkert eitt verkefni skilað jafn mikilli stöðvun úrblástur gróiðurhúsalofttegunda á síðasta ári og Votlendissjóðurinn. Hann stöðvaði útblástur 1.440 tonna sem samsvarar því að 720 fólksbílar hefðu breyst í rafmagnsbíla. En mikið vill meira. Grænir peningar Fleiri leiðir eru færar og fjármagn stýrir þjóðfélögum. Það eru til leiðir til þess að nýta fjármálakerfið til grænna lausna, til dæmis með því að nýta fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna sem eiga í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi auk þeirra banka sem eru í eigu Íslendinga. Nýr Kauphallarforstjóri benti á í áramótaviðtali sínu að fleiri þátttakendur í stjórnum lífeyrissjóða og meiri valddreifing væru heillavænlegri og að betra væri að stjórnir lífeyrisjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum í stað þess að vera tilnefndar af aðilum vinnumarkaðarins. Ég vil bæta því við að þá gæfist fólki sem áhuga hefur á grænum lausnum tækifæri til þess að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða og hafa áhrif á áherslu fjárfestinga til grænni lausna og verkefna sem hafa góð áhrif á umhverfið og stuðla að hringrásarhagkerfi. Ég er Litla gula hænan Ég benti á þessar tvær leiðir sem gætu verið fljótlegri en aðrar þar sem við þurfum skjótar aðgerðir þegar húsið brennur. Lengri tíma tekur fyrir trén að vaxa en við eigum samt að halda því góða starfi áfram sem felst í skógrækt auk alls þess góða sem fyrirtæki og heimili eru að gera til að draga úr losun. ….en í gegnum eignarhald væri auðvelt fyrir stjórnvöld að styðja við stefnu banka og lífeyrissjóða til að þess að fjárfesta í grænum lausnum. Við þurfum að hætta að tala okkur hás og fara að dýfa hendi í kalt vatn, framkvæma. Það eru margir boltar á lofti. Við skulum öll grípa boltann þar sem við sjáum hann föstum tökum og segja; Ég er Litla gula hænan og ég ætla að taka þátt í þessu verkefni". Öðruvísi breytum við ekki heiminum því einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, stjórnmál og viðskiptalífið eru samofin og því þurfum við öll að vera litla gula hænan. Höfundur er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Podium ehf.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun