Úrslitin ráðast í CS:GO hluta stærsta rafíþróttaviðburðar landsins Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 12:12 Tropadeleet mæta Fylkismönnum í úrslitum. RIG Úrslitin ráðast á rafíþróttahluta Reykjavík International Games nú um helgina þar sem bestu rafíþróttamenn landsins mætast uppi á sviði í Háskólabíó til að fá úr því skorið hver fer með sigur af hólmi á stærsta rafíþróttaviðburði landsins. Í ár er keppt í þremur greinum, FIFA 20, League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive og tóku yfir 250 manns þátt á leikunum. Undankeppni var spiluð í CS:GO helgina 25. og 26. janúar. Alls mættu 21 lið til leiks og spiluðu upp á hvaða lið mætast í úrslitum uppi á sviði í Háskólabíó laugardaginn 1. Febrúar. Helgin byrjaði strax á áhugaverðum úrslitum þar sem liðið seven datt út eftir 2-0 sigur frá nýju óvæntu liði BadCompany. KR sigraði þó BadCompany í átta liða úrslitum og áttu því að mæta Fylki í undanúrslitum. Dusty tapaði svo óvænt einum leik í sextán liða úrslitum á móti liðinu “Bara uppá gamanið” (J4F) en rifu sig upp í þriðja leik og sigruðu til að komast í átta liða úrslit á móti reynsluboltunum í Tropadeleet. Í átta liða úrslitum börðust íþróttafélögin KR og Fylkir fyrir sæti í úrslitunum í Háskólabíó en það var Fylkir sem bar sigur úr bítum nokkuð örugglega.Á meðan mættust Tropadeleet og Dusty. Dusty vann fyrsta leikinn örugglega en Tropadeleet ætluðu svo sannarlega ekki að hætta án þess að bíta frá sér. Allt leit út fyrir að Dusty myndu hafa betur í seinni leik undanúrslita en Tropadeleet náðu að vinna sig upp í framlengingu þar sem huNdzi og kruzer fóru á kostum. Þar leit allt út fyrir að farið yrði í aðra framlengingu en Tony náði að vinna einn á móti tveimur í endan til að vinna leikinn fyrir Dusty, 19 lotur á móti 17.Eftir að úrslitin voru staðfest þurftu Dusty því miður að draga sig úr keppni vegna óviðráðanlegra aðstæðna og kemur lið Tropadeleet því inn í úrslitaleikinn í stað Dusty. Tropadeleet mætir því Fylki í úrslitum Reykjavíkurleikanna, sunnudaginn 2. Febrúar klukkan 12:30. Fylkir eru á leið í úrslit taplausir en þurfa að berjast fyrir sínum fyrsta Reykjavíkurleika-titil því eins og Tropadeleet sýndu í undanúrslitum, þá gefast þeir ekki auðveldlega upp. Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv Rafíþróttir Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Úrslitin ráðast á rafíþróttahluta Reykjavík International Games nú um helgina þar sem bestu rafíþróttamenn landsins mætast uppi á sviði í Háskólabíó til að fá úr því skorið hver fer með sigur af hólmi á stærsta rafíþróttaviðburði landsins. Í ár er keppt í þremur greinum, FIFA 20, League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive og tóku yfir 250 manns þátt á leikunum. Undankeppni var spiluð í CS:GO helgina 25. og 26. janúar. Alls mættu 21 lið til leiks og spiluðu upp á hvaða lið mætast í úrslitum uppi á sviði í Háskólabíó laugardaginn 1. Febrúar. Helgin byrjaði strax á áhugaverðum úrslitum þar sem liðið seven datt út eftir 2-0 sigur frá nýju óvæntu liði BadCompany. KR sigraði þó BadCompany í átta liða úrslitum og áttu því að mæta Fylki í undanúrslitum. Dusty tapaði svo óvænt einum leik í sextán liða úrslitum á móti liðinu “Bara uppá gamanið” (J4F) en rifu sig upp í þriðja leik og sigruðu til að komast í átta liða úrslit á móti reynsluboltunum í Tropadeleet. Í átta liða úrslitum börðust íþróttafélögin KR og Fylkir fyrir sæti í úrslitunum í Háskólabíó en það var Fylkir sem bar sigur úr bítum nokkuð örugglega.Á meðan mættust Tropadeleet og Dusty. Dusty vann fyrsta leikinn örugglega en Tropadeleet ætluðu svo sannarlega ekki að hætta án þess að bíta frá sér. Allt leit út fyrir að Dusty myndu hafa betur í seinni leik undanúrslita en Tropadeleet náðu að vinna sig upp í framlengingu þar sem huNdzi og kruzer fóru á kostum. Þar leit allt út fyrir að farið yrði í aðra framlengingu en Tony náði að vinna einn á móti tveimur í endan til að vinna leikinn fyrir Dusty, 19 lotur á móti 17.Eftir að úrslitin voru staðfest þurftu Dusty því miður að draga sig úr keppni vegna óviðráðanlegra aðstæðna og kemur lið Tropadeleet því inn í úrslitaleikinn í stað Dusty. Tropadeleet mætir því Fylki í úrslitum Reykjavíkurleikanna, sunnudaginn 2. Febrúar klukkan 12:30. Fylkir eru á leið í úrslit taplausir en þurfa að berjast fyrir sínum fyrsta Reykjavíkurleika-titil því eins og Tropadeleet sýndu í undanúrslitum, þá gefast þeir ekki auðveldlega upp. Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv
Rafíþróttir Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira