Sportpakkinn: Valsmenn notuðu samviskuna á Finn Atla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 17:00 Finnut Atli Magnússon eftir leikinn á móti Njarðvík í gær. Mynd/S2 Sport Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Valsmenn voru nálægt sigri í Njarðvík í hans fyrsta leik en urðu á endanum að sætta sig við tap í framlengingu. Finnur Atli skoraði stóra körfu á lokamínútunum en fékk sína fimmtu villu skömmu síðar. Hver voru fyrstu viðbrögð hans eftir leikinn. „Svekkelsi og pirringur. Persónulega þreyta hjá mér. Það er margt jákvætt en fullt af neikvæðu. Við tökum væntanlega það sem við getum tekið úr leiknum og verðum að halda áfram,“ sagði Finnur Atli. Hann skoraði sex stig og tók þrjú fráköst í leiknum. Var langur aðdragandi að því hann ákvað að skipta yfir í Val? „Ekki þannig. Þeir eru búnir að hafa samband inn á milli þar sem að ég bý í íbúð frá þeim með konunni. Þeir reyndu að taka samviskuna á mig inn á milli. Ég ákvað þetta aðallega út af fjölskyldunni,“ sagði Finnur Atli en kona hans er Helena Sverrisdóttir sem spilar stórt hlutverk hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki. „Það er erfitt að vera í sitthvoru liðinu þegar öll körfuboltalið æfa nánast á sama tíma. Þá er barnið mitt alltaf í pössun. Ég var búinn að ákveða það að ef ég myndi koma aftur þá yrði það með Val,“ sagði Finnur Atli. „Ég er búinn að vera að spila með KR-b á toppnum í 2. deildinni þar sem við erum að leika okkur. Það var erfiðasti hlutinn að segja bless við þá,“ sagði Finnur Atli. „Ég er ennþá bara að læra á liðið og þekki ekki einu sinni alla með nafni. Ég kann ekki öll kerfin almennilega og er of mikið að hugsa. Ég er ekki alveg í takti við alla,“ sagði Finnur Atli. „Það var svolítið stress á fyrstu mínútunni þar sem ég braut næstum því spjaldið en það var bara aðeins til að taka þetta úr mér. Þeir eru ekki að ætlast til þess að ég verði með 20 stig og 10 fráköst. Ég geri bara það sem ég geri, verð með læti og kem inn á til að berjast. Það er það sem ég get gert og miðlað einhverri reynslu,“ sagði Finnur Atli. „Það gekk allt í lagi í dag nema að það hefði verið fínt að koma með sigur. Það er langt síðan að ég hef verið einhver „go to“ leikmaður í liði en ef ég er opinn þá skýt ég,“ sagði Finnur Atli. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportapakkinn: Viðtal við Finn Atla Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Valsmenn voru nálægt sigri í Njarðvík í hans fyrsta leik en urðu á endanum að sætta sig við tap í framlengingu. Finnur Atli skoraði stóra körfu á lokamínútunum en fékk sína fimmtu villu skömmu síðar. Hver voru fyrstu viðbrögð hans eftir leikinn. „Svekkelsi og pirringur. Persónulega þreyta hjá mér. Það er margt jákvætt en fullt af neikvæðu. Við tökum væntanlega það sem við getum tekið úr leiknum og verðum að halda áfram,“ sagði Finnur Atli. Hann skoraði sex stig og tók þrjú fráköst í leiknum. Var langur aðdragandi að því hann ákvað að skipta yfir í Val? „Ekki þannig. Þeir eru búnir að hafa samband inn á milli þar sem að ég bý í íbúð frá þeim með konunni. Þeir reyndu að taka samviskuna á mig inn á milli. Ég ákvað þetta aðallega út af fjölskyldunni,“ sagði Finnur Atli en kona hans er Helena Sverrisdóttir sem spilar stórt hlutverk hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki. „Það er erfitt að vera í sitthvoru liðinu þegar öll körfuboltalið æfa nánast á sama tíma. Þá er barnið mitt alltaf í pössun. Ég var búinn að ákveða það að ef ég myndi koma aftur þá yrði það með Val,“ sagði Finnur Atli. „Ég er búinn að vera að spila með KR-b á toppnum í 2. deildinni þar sem við erum að leika okkur. Það var erfiðasti hlutinn að segja bless við þá,“ sagði Finnur Atli. „Ég er ennþá bara að læra á liðið og þekki ekki einu sinni alla með nafni. Ég kann ekki öll kerfin almennilega og er of mikið að hugsa. Ég er ekki alveg í takti við alla,“ sagði Finnur Atli. „Það var svolítið stress á fyrstu mínútunni þar sem ég braut næstum því spjaldið en það var bara aðeins til að taka þetta úr mér. Þeir eru ekki að ætlast til þess að ég verði með 20 stig og 10 fráköst. Ég geri bara það sem ég geri, verð með læti og kem inn á til að berjast. Það er það sem ég get gert og miðlað einhverri reynslu,“ sagði Finnur Atli. „Það gekk allt í lagi í dag nema að það hefði verið fínt að koma með sigur. Það er langt síðan að ég hef verið einhver „go to“ leikmaður í liði en ef ég er opinn þá skýt ég,“ sagði Finnur Atli. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportapakkinn: Viðtal við Finn Atla
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira