Tanngreiningar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt. Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna. Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala. Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt. Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna. Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala. Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun