Sportpakkinn: Janúar mjög krefjandi fyrir starfsmenn Laugardalsvallar en völlurinn leit vel út í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 16:00 Grasið á Laugardalsvellinum í dag og Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Vísir/Sigurjón Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag. „Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Væri hægt að spila á vellinum í dag? „Ekki í dag en á morgun,“ sagði Kristinn brosandi en er þetta búið að vera endalaust kapphlaup að verja völlinn? „Þetta er búið að vera mjög krefjandi frá áramótum þótt að desember hafi verið góður. Janúar var mjög krefjandi og við eyddum mörgum stundum hér úti að moka snjó til að koma í veg fyrir svellmyndum,“ sagði Kristinn. Í mars verður hlífðardúkur settur á völlinn en þangað til þurfa starfsmenn að vakta völlinn. Klippa: Sportpakkinn: Við erum mjög sátt með Laugardalsvöll eins og staðan er núna „Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan og verður í þrjár vikur. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni,“ sagði Kristinn. Verða þeir komnir fyrir horn ef allt verður í góðu lagi þegar pulsan fræga kemur í mars. „Já ég myndi segja það en maður er aldrei sloppinn svo sem. Pulsan er þannig að hún getur ekki verið uppi í ákveðnum vindhraða. Ef mars verður skelfilegur hvað það varðar og ef við þurfum alltaf að vera með pulsuna niðri þá geta myndast vandræði,“ sagði Kristinn sem er samt bjartsýnn á að þetta gangi áfram vel. „Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar,“ sagði Kristinn. Völlurinn leit mjög vel út í dag þegar Arnar Björnsson leit við í Laugardalnum. „Hann er fjarska fallegur en hann er enn þá blautur og það er smá frost í honum. Við erum mjög sátt með hann eins og staðan er núna,“ sagði Kristinn en það má finna viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir ofan. EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag. „Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Væri hægt að spila á vellinum í dag? „Ekki í dag en á morgun,“ sagði Kristinn brosandi en er þetta búið að vera endalaust kapphlaup að verja völlinn? „Þetta er búið að vera mjög krefjandi frá áramótum þótt að desember hafi verið góður. Janúar var mjög krefjandi og við eyddum mörgum stundum hér úti að moka snjó til að koma í veg fyrir svellmyndum,“ sagði Kristinn. Í mars verður hlífðardúkur settur á völlinn en þangað til þurfa starfsmenn að vakta völlinn. Klippa: Sportpakkinn: Við erum mjög sátt með Laugardalsvöll eins og staðan er núna „Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan og verður í þrjár vikur. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni,“ sagði Kristinn. Verða þeir komnir fyrir horn ef allt verður í góðu lagi þegar pulsan fræga kemur í mars. „Já ég myndi segja það en maður er aldrei sloppinn svo sem. Pulsan er þannig að hún getur ekki verið uppi í ákveðnum vindhraða. Ef mars verður skelfilegur hvað það varðar og ef við þurfum alltaf að vera með pulsuna niðri þá geta myndast vandræði,“ sagði Kristinn sem er samt bjartsýnn á að þetta gangi áfram vel. „Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar,“ sagði Kristinn. Völlurinn leit mjög vel út í dag þegar Arnar Björnsson leit við í Laugardalnum. „Hann er fjarska fallegur en hann er enn þá blautur og það er smá frost í honum. Við erum mjög sátt með hann eins og staðan er núna,“ sagði Kristinn en það má finna viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir ofan.
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira