Hluta Kastrup-flugvallar lokað vegna veikrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 10:43 Konan lenti á Terminal 3 á Kastrup-flugvelli. Byggingunni var í kjölfarið lokað. Vísir/EPA Einni flugstöðvarbyggingu Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hefur verið lokað vegna veikrar konu, sem hóf að finna fyrir flensueinkennum við lendingu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld staðfesta að grunur sé um Wuhan-kórónuveirusmit. Danska ríkissjónvarpið DR hefur eftir upplýsingafulltrúa flugvallarins að konan sé kínversk og hafi verið flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús. Konan var aðeins inni í einni byggingu flugstöðvarinnar, Terminal 3, og var byggingunni lokað skömmu fyrir klukkan níu í morgun að dönskum tíma, í samræmi við tilmæli frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Vandleg hreinsun á byggingunni stendur nú yfir. Konan kom til Kaupmannahafnar snemma í morgun frá Kína með millilendingu í Helskinki í Finnlandi. Hún kveðst hafa verið með grímu fyrir vitum sér frá því að hún lenti á flugvellinum. Þá segir upplýsingafulltrúinn að ekki sé vitað hvort veikindi konunnar séu af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. Forsvarsmenn Hvidovre-sjúkrahússins í Kaupmannahöfn, sem og heilbrigðisyfirvöld, staðfesta að sjúklingur af flugvellinum hafi verið fluttur á sjúkrahúsið í vegna gruns um Wuhan-veirusmit. Öllum verkferlum hafi verið fylgt og sjúklingurinn sæti nú einangrun. Engin Wuhan-veirusmit hafa hingað til greinst í Danmörku. Tilfelli veirunnar hafa hins vegar verið staðfest í nágrannalöndunum Finnlandi og Svíþjóð. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Einni flugstöðvarbyggingu Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hefur verið lokað vegna veikrar konu, sem hóf að finna fyrir flensueinkennum við lendingu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld staðfesta að grunur sé um Wuhan-kórónuveirusmit. Danska ríkissjónvarpið DR hefur eftir upplýsingafulltrúa flugvallarins að konan sé kínversk og hafi verið flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús. Konan var aðeins inni í einni byggingu flugstöðvarinnar, Terminal 3, og var byggingunni lokað skömmu fyrir klukkan níu í morgun að dönskum tíma, í samræmi við tilmæli frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Vandleg hreinsun á byggingunni stendur nú yfir. Konan kom til Kaupmannahafnar snemma í morgun frá Kína með millilendingu í Helskinki í Finnlandi. Hún kveðst hafa verið með grímu fyrir vitum sér frá því að hún lenti á flugvellinum. Þá segir upplýsingafulltrúinn að ekki sé vitað hvort veikindi konunnar séu af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. Forsvarsmenn Hvidovre-sjúkrahússins í Kaupmannahöfn, sem og heilbrigðisyfirvöld, staðfesta að sjúklingur af flugvellinum hafi verið fluttur á sjúkrahúsið í vegna gruns um Wuhan-veirusmit. Öllum verkferlum hafi verið fylgt og sjúklingurinn sæti nú einangrun. Engin Wuhan-veirusmit hafa hingað til greinst í Danmörku. Tilfelli veirunnar hafa hins vegar verið staðfest í nágrannalöndunum Finnlandi og Svíþjóð.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33