Tomsick: Finnum alltaf leiðir til að vinna Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 31. janúar 2020 22:50 Tomsick í leik með Stjörnunni fyrr í vetur. vísir/bára Nick Tomsick var að vonum kátur með seiglusigur gegn Njarðvík í kvöld í sveiflukenndum leik. Stjarnan vann að lokum 89-84. Njarðvíkingar tóku snemma forystuna í leiknum en þeir gerðu vel í að halda Tomsick í skefjum framan af. „Þeir gerðu vel í því að klippa mig út úr sókninni en aðrir í liðinu stigu upp á móti,“ sagði Tomsick um fyrsta leikhlutann. Hann skoraði ekki fyrr en á lokasekúndu fyrri hálfleiksins þegar hann setti flautuþrist. Nick hafði engar sérstakar áhyggjur þó að staðan hafi á tímabili verið erfið og kvaðst hafa treyst sínu liði til að tryggja þennan sigur. „Sama sagan hjá liðinu okkar á tímabilinu, við finnum alltaf leiðir til að vinna.“ Í seinni hálfleik tók Stjarnan öll völd fyrstu tíu mínúturnar og unnu þriðja leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Nick þakkaði vörninni gegn Njarðvík og því að Stjarnan keyrði upp hraðann. „Við förum að þröngva þá í fleiri mistök, pössuðum upp á að þeir næðu ekki sóknarfráköstum og vorum duglegir að keyra í hraðaupphlaupin,“ sagði Tomsick um leikhlutann. „Þegar við náum að hlaupa á lið þá erum við besta liðið í deildinni. Njarðvíkingar voru þó ekki af baki dottnir og náðu næstum því að stela sigrinum á lokamínútunum með feiknargóðum endaspretti. Chaz Williams var þar í fararbroddi, en hann skoraði m.a. ellefu stig í röð. „Þeir eru með gott lið og Chaz er flottur leikmaður, það er ekki hægt að halda svona góðum spilara í skefjum í heilan leik,“ sagði Nick um lokakafla leiksins. Njarðvík náði eins stiga forystu með rúma mínútu til leiksloka. Hlynur Bæringsson náði hins vegar að setja mikilvæga körfu í næstu sókn til að taka forystuna á ný og Stjörnumenn unnu leikinn á lokametrunum. „Við gerðum vel í að standa af okkur áhlaup þeirra í lokin, höfðum góða leiðtoga inn á vellinum til að halda okkur á beinu brautinni og við náðum í þennan sigu,“ sagði Tomsick um seinustu móment leiksins. Stjarnan hefur núna unnið tólf sigra í röð sem byrjaði einmitt á sigri gegn Njarðvík fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki úr vegi að spyrja hvort að þeir muni tapa leik það sem eftir er af tímabilinu? „Við ætlum bara að horfa fram til næsta leiks, ekki lengra í bili,“ segir Nick Tomsick brosandi og heldur inn í búningsklefann eftir góðan sigur í mjög skemmtilegum leik. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Nick Tomsick var að vonum kátur með seiglusigur gegn Njarðvík í kvöld í sveiflukenndum leik. Stjarnan vann að lokum 89-84. Njarðvíkingar tóku snemma forystuna í leiknum en þeir gerðu vel í að halda Tomsick í skefjum framan af. „Þeir gerðu vel í því að klippa mig út úr sókninni en aðrir í liðinu stigu upp á móti,“ sagði Tomsick um fyrsta leikhlutann. Hann skoraði ekki fyrr en á lokasekúndu fyrri hálfleiksins þegar hann setti flautuþrist. Nick hafði engar sérstakar áhyggjur þó að staðan hafi á tímabili verið erfið og kvaðst hafa treyst sínu liði til að tryggja þennan sigur. „Sama sagan hjá liðinu okkar á tímabilinu, við finnum alltaf leiðir til að vinna.“ Í seinni hálfleik tók Stjarnan öll völd fyrstu tíu mínúturnar og unnu þriðja leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Nick þakkaði vörninni gegn Njarðvík og því að Stjarnan keyrði upp hraðann. „Við förum að þröngva þá í fleiri mistök, pössuðum upp á að þeir næðu ekki sóknarfráköstum og vorum duglegir að keyra í hraðaupphlaupin,“ sagði Tomsick um leikhlutann. „Þegar við náum að hlaupa á lið þá erum við besta liðið í deildinni. Njarðvíkingar voru þó ekki af baki dottnir og náðu næstum því að stela sigrinum á lokamínútunum með feiknargóðum endaspretti. Chaz Williams var þar í fararbroddi, en hann skoraði m.a. ellefu stig í röð. „Þeir eru með gott lið og Chaz er flottur leikmaður, það er ekki hægt að halda svona góðum spilara í skefjum í heilan leik,“ sagði Nick um lokakafla leiksins. Njarðvík náði eins stiga forystu með rúma mínútu til leiksloka. Hlynur Bæringsson náði hins vegar að setja mikilvæga körfu í næstu sókn til að taka forystuna á ný og Stjörnumenn unnu leikinn á lokametrunum. „Við gerðum vel í að standa af okkur áhlaup þeirra í lokin, höfðum góða leiðtoga inn á vellinum til að halda okkur á beinu brautinni og við náðum í þennan sigu,“ sagði Tomsick um seinustu móment leiksins. Stjarnan hefur núna unnið tólf sigra í röð sem byrjaði einmitt á sigri gegn Njarðvík fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki úr vegi að spyrja hvort að þeir muni tapa leik það sem eftir er af tímabilinu? „Við ætlum bara að horfa fram til næsta leiks, ekki lengra í bili,“ segir Nick Tomsick brosandi og heldur inn í búningsklefann eftir góðan sigur í mjög skemmtilegum leik.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00