Banna „heilaþvottastöð“ á Facebook og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2020 12:15 Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið, sem heitir The Spinner, rukkar fyrir að senda gífurlegan fjölda auglýsinga, sem dulbúnar eru sem fréttir, á samfélagsmiðla tiltekinna aðila til að fá þá til að breyta hegðun sinni. Meðal þeirra ákvarðana sem Spinner segist geta fengið fólk til að taka eru: Að fá einhvern til að hætta að reykja eða drekka, að fá einhvern til að hætta að borða kjöt, að fá fyrrverandi elskunaut til að taka aftur við þér, að fá maka til að stunda ástarmök oftar, að fá maka til að skilja ekki við þig, að fá einhvern til að samþykkja fjölkvæni og að fá einhvern til að fara í brjóstastækkun. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Facebook og hafa forsvarsmenn þess meinað Spinner að nota Facebook og Instagram að nokkru leyti, samkvæmt frétt BBC. Í bréfi frá lögmönnum Facebook til Spinner segir að fyrirtækið notist við tilbúna notendur og falskar síður á samfélagsmiðlum fyrirtækisins til að dæla hnitmiðuðum auglýsingum að notendum. „Þessi starfsemi brýtur í bága við reglur Facebook. Facebook krefst þess að þið hættið þessari starfsemi,“ segir í bréfinu. Þá hafa starfsmenn Facebook þegar fjarlægt falska notendur og síður sem Spinner notaðist við. Talsmaður Facebook sagði fyrirtækið ekki hafa þolinmæði fyrir aðilum sem reyndu að misnota samfélagsmiðla þess. Í samtali við blaðamann BBC segir Elliot Shefler, einn stofnanda og forstjóri Spinner, að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi sinni og vildi hann ekki staðhæfa að fyrirtækið myndi ekki nota Facebook í framtíðinni. Hann sagði fyrirtækið hafa keypt auglýsingar hjá Facebook í rúmt ár, án þess að hafa lent í nokkrum vandræðum. Allar auglýsingarnar hafi verið samþykktar. Hugmyndin að starfsemi Spinner var upprunalega kynnt á hópfjármögnunarsíðunni Indigo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins söfnuðu einungis 192 af þeim 47.800 pundum sem þeir ætluðu að safna. Bandaríkin Facebook Ísrael Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið, sem heitir The Spinner, rukkar fyrir að senda gífurlegan fjölda auglýsinga, sem dulbúnar eru sem fréttir, á samfélagsmiðla tiltekinna aðila til að fá þá til að breyta hegðun sinni. Meðal þeirra ákvarðana sem Spinner segist geta fengið fólk til að taka eru: Að fá einhvern til að hætta að reykja eða drekka, að fá einhvern til að hætta að borða kjöt, að fá fyrrverandi elskunaut til að taka aftur við þér, að fá maka til að stunda ástarmök oftar, að fá maka til að skilja ekki við þig, að fá einhvern til að samþykkja fjölkvæni og að fá einhvern til að fara í brjóstastækkun. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Facebook og hafa forsvarsmenn þess meinað Spinner að nota Facebook og Instagram að nokkru leyti, samkvæmt frétt BBC. Í bréfi frá lögmönnum Facebook til Spinner segir að fyrirtækið notist við tilbúna notendur og falskar síður á samfélagsmiðlum fyrirtækisins til að dæla hnitmiðuðum auglýsingum að notendum. „Þessi starfsemi brýtur í bága við reglur Facebook. Facebook krefst þess að þið hættið þessari starfsemi,“ segir í bréfinu. Þá hafa starfsmenn Facebook þegar fjarlægt falska notendur og síður sem Spinner notaðist við. Talsmaður Facebook sagði fyrirtækið ekki hafa þolinmæði fyrir aðilum sem reyndu að misnota samfélagsmiðla þess. Í samtali við blaðamann BBC segir Elliot Shefler, einn stofnanda og forstjóri Spinner, að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi sinni og vildi hann ekki staðhæfa að fyrirtækið myndi ekki nota Facebook í framtíðinni. Hann sagði fyrirtækið hafa keypt auglýsingar hjá Facebook í rúmt ár, án þess að hafa lent í nokkrum vandræðum. Allar auglýsingarnar hafi verið samþykktar. Hugmyndin að starfsemi Spinner var upprunalega kynnt á hópfjármögnunarsíðunni Indigo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins söfnuðu einungis 192 af þeim 47.800 pundum sem þeir ætluðu að safna.
Bandaríkin Facebook Ísrael Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira