Allt á suðupunkti vegna árásar næturinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. janúar 2020 19:00 Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja. Qasem Soleimani var yfirmaður Quds-herdeildar íranska byltingavarðliðsins og stýrði því hernaðaraðgerðum Írans utan landamæranna. Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Undir handleiðslu hershöfðingjans voru skæruliðasveitir studdar og Íran gerði sig gildandi í Sýrlandi og Írak. Í augum bandarískra stjórnvalda er Quds-herdeildin hryðjuverkasamtök og Soleimani ábyrgur fyrir dauða hundraða Bandaríkjamanna. Íraskir mótmælendur réðust á dögunum að sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Bagdad. Að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Soleimani blessun sína yfir þá árás og önnur árás sögð yfirvofandi. Var því tekin ákvörðun um að drepa Soleimani. Tugir Bandaríkjamanna voru fluttir frá Írak í dag. Soleimani naut vinsælda heima fyrir og söfnuðust þúsundir saman á strætum íranskra borga og syrgðu. Frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur sambandið við Íran versnað til muna. Trump hefur meðal annars rift kjarnorkusamkomulagi við Íran, skilgreint byltingavarðliðið sem hryðjuverkasamtök og sent herlið á Persaflóa. Íranar hafa aftur á móti skotið niður bandarískan dróna og brotið gegn fyrrnefndu kjarnorkusamkomulagi. Nú heita Íranar frekari hefndum. Javad Zarif utanríkisráðherra sagði í morgun að aðgerðir Bandaríkjamanna teldust til hryðjuverka og væru skýrt brot gegn fullveldi Írans. Í ljósi aðstæðna hafa margir rifjað upp að árið 2011 hafi Trump tíst því að Barack Obama, þáverandi forseti, ætlaði í stríð við Íran í von um að tryggja endurkjör sitt. Forsetakosningar fara fram í nóvember í Bandaríkjunum og gefur Trump kost á sér til endurkjörs. Önnur ríki hafa hvatt til stillingar í dag og reynt að draga úr spennunni. Rússar, Tyrkir og Írakar hafa fordæmt árásina. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja. Qasem Soleimani var yfirmaður Quds-herdeildar íranska byltingavarðliðsins og stýrði því hernaðaraðgerðum Írans utan landamæranna. Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Undir handleiðslu hershöfðingjans voru skæruliðasveitir studdar og Íran gerði sig gildandi í Sýrlandi og Írak. Í augum bandarískra stjórnvalda er Quds-herdeildin hryðjuverkasamtök og Soleimani ábyrgur fyrir dauða hundraða Bandaríkjamanna. Íraskir mótmælendur réðust á dögunum að sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Bagdad. Að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Soleimani blessun sína yfir þá árás og önnur árás sögð yfirvofandi. Var því tekin ákvörðun um að drepa Soleimani. Tugir Bandaríkjamanna voru fluttir frá Írak í dag. Soleimani naut vinsælda heima fyrir og söfnuðust þúsundir saman á strætum íranskra borga og syrgðu. Frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur sambandið við Íran versnað til muna. Trump hefur meðal annars rift kjarnorkusamkomulagi við Íran, skilgreint byltingavarðliðið sem hryðjuverkasamtök og sent herlið á Persaflóa. Íranar hafa aftur á móti skotið niður bandarískan dróna og brotið gegn fyrrnefndu kjarnorkusamkomulagi. Nú heita Íranar frekari hefndum. Javad Zarif utanríkisráðherra sagði í morgun að aðgerðir Bandaríkjamanna teldust til hryðjuverka og væru skýrt brot gegn fullveldi Írans. Í ljósi aðstæðna hafa margir rifjað upp að árið 2011 hafi Trump tíst því að Barack Obama, þáverandi forseti, ætlaði í stríð við Íran í von um að tryggja endurkjör sitt. Forsetakosningar fara fram í nóvember í Bandaríkjunum og gefur Trump kost á sér til endurkjörs. Önnur ríki hafa hvatt til stillingar í dag og reynt að draga úr spennunni. Rússar, Tyrkir og Írakar hafa fordæmt árásina.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira