Lögregla í Delhi ber ekki kennsl á árásarmenn en ákærir slasaða stúdenta í staðin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 21:45 Aishe Ghosh, formaður stúdentaráðs Jawarharlal Nehru háskólans, talar á mótmælum með sárabindi um höfuðið eftir árásina. getty/Vipin Kumar Lögreglan í Delhi hefur verið harðlega gagnrýnd vegna aðgerðaleysis í kjölfar árásar sem gerð var á Jawarharlal Nehru háskólann í höfuðborg Indlands. Enginn úr hópi árásarmanna hefur verið handtekinn en formaður stúdentaráðs háskólans, sem var barin í höfuðið með járnteini í árásinni, hefur verið ákærð fyrir tvö ótengd mál. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Lögregluyfirvöld í borginni hafa verið sökuð um að hafa staðið aðgerðarlaus hjá þegar um fimmtíu grímuklæddir árásarmenn gengu berserksgang á háskólasvæðinu á sunnudagskvöld. Ráðist var á stúdenta og starfsfólk skólans, auk þess sem skemmdarverk voru unnin á byggingum skólans og bílum sem lagt var fyrir utan hann. Meira en þrjátíu slösuðust. Stúdentar mótmæla árásinni sem gerð var á Jawarharlal Nehur háskólann í Delhi.epa/PIYAL ADHIKARY Aishe Ghosh, formaður stúdentaráðsins, hafði einnig leitt mótmæli á háskólasvæðinu vegna hækkandi leigu á stúdentaíbúðum en hún slasaðist í árásinni og þurfti að sauma höfuðáverka sem hún fékk saman með sextán sporum. Á mánudag sagði hún að hún hafi bara lifað árásina af vegna þess að hún hafi látið sig detta niður og þóst vera dáin. „Þeir skemmdu fyrst bíl sem var lagt rétt hjá áður en þeir réðust á okkur. Systur minni tókst að flýja en múgurinn náði mér og vini mínum. Þeir börðu mig fyrst í hausinn með teini áður en þeir fóru að sparka í mig,“ sagði hún. „Ég öskraði á þá að þetta gætu þeir ekki gert en þeir hættu ekki,“ bætti hún við. Ghosh og fleiri stúdentar hafa krafist þess að Jagadish Kumar, aðstoðarrektor háskólans, segi af sér vegna málsins. Lög sem mismuna múslimum Lögreglan í Delhi hefur enn ekki borið kennsl á neinn árásarmannanna. Talsmaður lögreglunnar hefur þó sagt að verið sé að rannsaka myndbönd og spjallþræði á WhatsApp. Á meðan á rannsókn lögreglunnar hefur staðið hefur hún ákært Ghosh og nokkra aðra stúdenta fyrir að hafa ráðist á öryggisverði í öðru atviki á laugardag. Þau eru ásökuð um að hafa unnið skemmdarverk í tölvuherbergi í skólanum og að hafa skemmt ljósleiðarakapla. Sumir stúdentar segja að ABVP, stúdentahreyfing þjóðernissinnaðra stúdentar, beri ábyrgð á árásinni.epa/STR Það er ekki nýtt á nálinni að lögreglan í Indlandi standi hjá aðgerðarlaus í svona málum en þetta nýjasta dæmi um aðgerðarleysi kemur upp þegar mótmælaalda hefur riðið yfir Indland vegna frumvarps sem lagt var fram um lög um ríkisborgara en margir telja frumvarpið beita múslima misrétti. Minnst 23 hafa látist í mótmælunum og tugir þúsunda hafa tekið þátt í þeim. JNU suðupottur andþjóðernishyggju Ríkisstjórn Narendra Modi, sem er þjóðernissinnuð hægristjórn, kynnti tillöguna í síðasta mánuði. Stúdentar hafa leitt mótmælin gegn tillögunni samhliða JNU háskólanum, sem hefur lengi verið tengdur vinstrivæng stjórnmálanna. Þá hafa margir stúdentar við háskólann sem urðu vitni að árásinni borið kennsl á suma árásarmennina sem meðlimi stúdentahreyfingarinnar Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP), sem hefur sterk tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata (BJP). Lögreglan hefur einnig til skoðunar staðhæfingu hópsins Raksha Dal, hóp þjóðernissinnaðra hindúa, um að hann beri ábyrgð á árásinni. „JNU er suðupottur andþjóðernishyggju og -aðgerða. Við getum ekki liðið það. Við tökum fulla ábyrgð á árásinni,“ sagði leiðtogi hópsins, Pinky Chaudhary, í samtali við fréttastofu ANI. Gagnrýnendur BJP hafa ýjað að því að staðhæfing hópsins sé aðeins til þess gerð að stúdentahreyfingin ABVP verði fyrnt ábyrgð í von um að tengsl árásarinnar við BJP flokkinn og ríkisstjórnina verði ekki viðurkennd. Tíu verkalýðsfélög hafa boðað verkföll á morgun til að mótmæla stefnu stjórnvalda sem þau telja ekki gerða með almenning í huga. Búast má við að 250 milljónir Indverja taki þátt í verkfallinu. Indland Tengdar fréttir Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. 6. janúar 2020 19:18 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Lögreglan í Delhi hefur verið harðlega gagnrýnd vegna aðgerðaleysis í kjölfar árásar sem gerð var á Jawarharlal Nehru háskólann í höfuðborg Indlands. Enginn úr hópi árásarmanna hefur verið handtekinn en formaður stúdentaráðs háskólans, sem var barin í höfuðið með járnteini í árásinni, hefur verið ákærð fyrir tvö ótengd mál. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Lögregluyfirvöld í borginni hafa verið sökuð um að hafa staðið aðgerðarlaus hjá þegar um fimmtíu grímuklæddir árásarmenn gengu berserksgang á háskólasvæðinu á sunnudagskvöld. Ráðist var á stúdenta og starfsfólk skólans, auk þess sem skemmdarverk voru unnin á byggingum skólans og bílum sem lagt var fyrir utan hann. Meira en þrjátíu slösuðust. Stúdentar mótmæla árásinni sem gerð var á Jawarharlal Nehur háskólann í Delhi.epa/PIYAL ADHIKARY Aishe Ghosh, formaður stúdentaráðsins, hafði einnig leitt mótmæli á háskólasvæðinu vegna hækkandi leigu á stúdentaíbúðum en hún slasaðist í árásinni og þurfti að sauma höfuðáverka sem hún fékk saman með sextán sporum. Á mánudag sagði hún að hún hafi bara lifað árásina af vegna þess að hún hafi látið sig detta niður og þóst vera dáin. „Þeir skemmdu fyrst bíl sem var lagt rétt hjá áður en þeir réðust á okkur. Systur minni tókst að flýja en múgurinn náði mér og vini mínum. Þeir börðu mig fyrst í hausinn með teini áður en þeir fóru að sparka í mig,“ sagði hún. „Ég öskraði á þá að þetta gætu þeir ekki gert en þeir hættu ekki,“ bætti hún við. Ghosh og fleiri stúdentar hafa krafist þess að Jagadish Kumar, aðstoðarrektor háskólans, segi af sér vegna málsins. Lög sem mismuna múslimum Lögreglan í Delhi hefur enn ekki borið kennsl á neinn árásarmannanna. Talsmaður lögreglunnar hefur þó sagt að verið sé að rannsaka myndbönd og spjallþræði á WhatsApp. Á meðan á rannsókn lögreglunnar hefur staðið hefur hún ákært Ghosh og nokkra aðra stúdenta fyrir að hafa ráðist á öryggisverði í öðru atviki á laugardag. Þau eru ásökuð um að hafa unnið skemmdarverk í tölvuherbergi í skólanum og að hafa skemmt ljósleiðarakapla. Sumir stúdentar segja að ABVP, stúdentahreyfing þjóðernissinnaðra stúdentar, beri ábyrgð á árásinni.epa/STR Það er ekki nýtt á nálinni að lögreglan í Indlandi standi hjá aðgerðarlaus í svona málum en þetta nýjasta dæmi um aðgerðarleysi kemur upp þegar mótmælaalda hefur riðið yfir Indland vegna frumvarps sem lagt var fram um lög um ríkisborgara en margir telja frumvarpið beita múslima misrétti. Minnst 23 hafa látist í mótmælunum og tugir þúsunda hafa tekið þátt í þeim. JNU suðupottur andþjóðernishyggju Ríkisstjórn Narendra Modi, sem er þjóðernissinnuð hægristjórn, kynnti tillöguna í síðasta mánuði. Stúdentar hafa leitt mótmælin gegn tillögunni samhliða JNU háskólanum, sem hefur lengi verið tengdur vinstrivæng stjórnmálanna. Þá hafa margir stúdentar við háskólann sem urðu vitni að árásinni borið kennsl á suma árásarmennina sem meðlimi stúdentahreyfingarinnar Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP), sem hefur sterk tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata (BJP). Lögreglan hefur einnig til skoðunar staðhæfingu hópsins Raksha Dal, hóp þjóðernissinnaðra hindúa, um að hann beri ábyrgð á árásinni. „JNU er suðupottur andþjóðernishyggju og -aðgerða. Við getum ekki liðið það. Við tökum fulla ábyrgð á árásinni,“ sagði leiðtogi hópsins, Pinky Chaudhary, í samtali við fréttastofu ANI. Gagnrýnendur BJP hafa ýjað að því að staðhæfing hópsins sé aðeins til þess gerð að stúdentahreyfingin ABVP verði fyrnt ábyrgð í von um að tengsl árásarinnar við BJP flokkinn og ríkisstjórnina verði ekki viðurkennd. Tíu verkalýðsfélög hafa boðað verkföll á morgun til að mótmæla stefnu stjórnvalda sem þau telja ekki gerða með almenning í huga. Búast má við að 250 milljónir Indverja taki þátt í verkfallinu.
Indland Tengdar fréttir Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. 6. janúar 2020 19:18 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. 6. janúar 2020 19:18