Liverpool banarnir þurfa ekki að dekka langstærstu stjörnu Leipzig í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 13:30 Diego Simeone fann leið til að stoppa Liverpool liðið en spænska liðið er stóra liðið í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Þýska liðið RB Leipzig og spænska liðið Atletico Madrid mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Atletico Madrid fékk 155 daga til að ná sér niður á jörðina eftir að hafa slegið út Liverpool en bæði lið slógu ensk lið út úr sextán liða úrslitum keppninnar. Paris Saint Germain varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og það lið sem vinnur leikinn í kvöld mætir PSG í undanúrslitunum í næstu viku. RB Leipzig er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því aldrei komist svo langt. Atletico Madrid á aftur á móti möguleika á því að komast í þriðja úrslitaleik sinn á sex árum. Mæta til leiks án 34 marka manns RB Leipzig sló Tottenham út úr sextán liða úrslitunum í mars en þetta er ekki sama Leipzig lið og vann það einvígi 4-0. Í liðið vantar nú langstærstu stjörnuna sem er 34 marka maðurinn Timo Werner. Leipzig seldi Timo Werner til Chelsea fyrir 54 milljónir punda í sumar og vert örugglega sárt saknað í kvöld. Knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samt á því að það hjálpi Leipzig að það sé bara einn leikur. „Þeir hafa mikla reynslu af tveimur leikjum en allt getur gerst í einum leik. Okkur verður öllum hent út í kalda laug vegna ástandsins,“ sagði Julian Nagelsmann. „Við höfum ekki Werner en ég ætla ekki að gefa það upp hver kemur inn fyrir hann. Við höfum hins vegar leikmenn sem spiluðu ekki þegar Werner var hér og þeir fá nú sitt tækifæri,“ sagði Nagelsmann. Timo Werner skoraði 34 mörk í 45 leikjum á tímabilinu þar af 4 mökr í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Næstmarkahæsti leikmaður liðsins var vængmaðuirnn Marcel Sabitzer með 16 mörk eða átján mörkum færra. watch on YouTube Það er orðið mjög langt síðan að Atletico Madrid liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að slá út ríkjandi Evrópumeistara í Liverpool á þeirra eigin heimavelli. Nú hefst nýtt ferðalag og sigur er það eina í boði „Margir mánuðir eru nú liðnir og öll spennan og allt fjaðrafokið hefur minnkað af því að við höfum eitt meira en hundrað dögum í sóttkví. Svo vorum við líka að klára deildina og okkur finnst að það sé mjög langt síðan að við unnum þennan leik. Sá sigur verður alltaf hluti af sögu Atletico Madrid. Nú hefst hins vegar nýtt ferðalag,“ sagði Diego Simeone, sjóri Atletico Madrid. „Ég endurtek. Á morgun (í dag) er það ekki mikilvægt að vinna heldur er það eina sem er í boði. Við undirbúum okkur þannig fyrir leikinn,“ sagði Simeone. watch on YouTube Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Þýska liðið RB Leipzig og spænska liðið Atletico Madrid mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Atletico Madrid fékk 155 daga til að ná sér niður á jörðina eftir að hafa slegið út Liverpool en bæði lið slógu ensk lið út úr sextán liða úrslitum keppninnar. Paris Saint Germain varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og það lið sem vinnur leikinn í kvöld mætir PSG í undanúrslitunum í næstu viku. RB Leipzig er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því aldrei komist svo langt. Atletico Madrid á aftur á móti möguleika á því að komast í þriðja úrslitaleik sinn á sex árum. Mæta til leiks án 34 marka manns RB Leipzig sló Tottenham út úr sextán liða úrslitunum í mars en þetta er ekki sama Leipzig lið og vann það einvígi 4-0. Í liðið vantar nú langstærstu stjörnuna sem er 34 marka maðurinn Timo Werner. Leipzig seldi Timo Werner til Chelsea fyrir 54 milljónir punda í sumar og vert örugglega sárt saknað í kvöld. Knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samt á því að það hjálpi Leipzig að það sé bara einn leikur. „Þeir hafa mikla reynslu af tveimur leikjum en allt getur gerst í einum leik. Okkur verður öllum hent út í kalda laug vegna ástandsins,“ sagði Julian Nagelsmann. „Við höfum ekki Werner en ég ætla ekki að gefa það upp hver kemur inn fyrir hann. Við höfum hins vegar leikmenn sem spiluðu ekki þegar Werner var hér og þeir fá nú sitt tækifæri,“ sagði Nagelsmann. Timo Werner skoraði 34 mörk í 45 leikjum á tímabilinu þar af 4 mökr í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Næstmarkahæsti leikmaður liðsins var vængmaðuirnn Marcel Sabitzer með 16 mörk eða átján mörkum færra. watch on YouTube Það er orðið mjög langt síðan að Atletico Madrid liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að slá út ríkjandi Evrópumeistara í Liverpool á þeirra eigin heimavelli. Nú hefst nýtt ferðalag og sigur er það eina í boði „Margir mánuðir eru nú liðnir og öll spennan og allt fjaðrafokið hefur minnkað af því að við höfum eitt meira en hundrað dögum í sóttkví. Svo vorum við líka að klára deildina og okkur finnst að það sé mjög langt síðan að við unnum þennan leik. Sá sigur verður alltaf hluti af sögu Atletico Madrid. Nú hefst hins vegar nýtt ferðalag,“ sagði Diego Simeone, sjóri Atletico Madrid. „Ég endurtek. Á morgun (í dag) er það ekki mikilvægt að vinna heldur er það eina sem er í boði. Við undirbúum okkur þannig fyrir leikinn,“ sagði Simeone. watch on YouTube
Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira