Heiðarlegur McIlroy setti boltann í verri legu en hann þurfti Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 17:07 McIlroy tók drengilega ákvörðun í gær. getty/Darren Carroll Rory McIlroy er einn besti golfari heims en hann er mögulega einnig einn sá heiðarlegasti. PGA meistaramótið hófst á fimmtudag og er spilað fram á sunnudag. Á öðrum hring mótsins í gær byrjaði Rory fyrstu holuna á fugli og fékk síðan auðvelt par á annarri. Á þriðju braut missti hann teighögg sitt lengst til hægri í þykkt gras. Rory leitaði að boltanum ásamt vallarstarfsmönnum og fjölmiðlamönnum þar til einn í leitarhópnum stóð óvart á boltanum. Samkvæmt reglum mátti hann færa boltann án vítis en eftir að hafa stillt honum upp þrýsti hann boltanum lengra niður í grasið. Flestir hefðu líklega tekið höggið úr betri legunni en ekki Rory McIlroy. „Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði slegið þarna. Ég stillti honum upp, reglan er að reyna að stilla upp í svipaðri legu. Enginn vissi í raun hvernig legan var en fyrst allir voru að leita að kúlunni var hún augljóslega ekki góð. Þess vegna færði ég kúluna neðar í grasið,“ sagði Rory McIlroy um atvikið. McIlroy náði að vippa boltanum inn á flöt og tvípútta fyrir skolla. Hann segist sáttur með ákvörðun sína. „Á endanum er golf íþrótt heiðarleika og ég reyni aldrei að komast upp með neitt á vellinum. Mér hefði liðið illa ef ég hefði tekið legu sem væri betri en upprunalega.“ Karma var með honum í liði á næstu holum, hann fékk fjóra fugla í röð frá sjöundu til tíundu holu, en missti reyndar þrjú högg til baka með þreföldum skolla á 12. braut. McIlroy er á einu höggi undir pari eftir fyrri tvo daganna, sjö höggum á eftir efsta manni. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy er einn besti golfari heims en hann er mögulega einnig einn sá heiðarlegasti. PGA meistaramótið hófst á fimmtudag og er spilað fram á sunnudag. Á öðrum hring mótsins í gær byrjaði Rory fyrstu holuna á fugli og fékk síðan auðvelt par á annarri. Á þriðju braut missti hann teighögg sitt lengst til hægri í þykkt gras. Rory leitaði að boltanum ásamt vallarstarfsmönnum og fjölmiðlamönnum þar til einn í leitarhópnum stóð óvart á boltanum. Samkvæmt reglum mátti hann færa boltann án vítis en eftir að hafa stillt honum upp þrýsti hann boltanum lengra niður í grasið. Flestir hefðu líklega tekið höggið úr betri legunni en ekki Rory McIlroy. „Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði slegið þarna. Ég stillti honum upp, reglan er að reyna að stilla upp í svipaðri legu. Enginn vissi í raun hvernig legan var en fyrst allir voru að leita að kúlunni var hún augljóslega ekki góð. Þess vegna færði ég kúluna neðar í grasið,“ sagði Rory McIlroy um atvikið. McIlroy náði að vippa boltanum inn á flöt og tvípútta fyrir skolla. Hann segist sáttur með ákvörðun sína. „Á endanum er golf íþrótt heiðarleika og ég reyni aldrei að komast upp með neitt á vellinum. Mér hefði liðið illa ef ég hefði tekið legu sem væri betri en upprunalega.“ Karma var með honum í liði á næstu holum, hann fékk fjóra fugla í röð frá sjöundu til tíundu holu, en missti reyndar þrjú högg til baka með þreföldum skolla á 12. braut. McIlroy er á einu höggi undir pari eftir fyrri tvo daganna, sjö höggum á eftir efsta manni.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira