Guðni Bergsson: Staðan versnað síðan við sóttum um undanþágu Ísak Hallmundarson skrifar 7. ágúst 2020 19:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. skjáskot/stöð2 Út um allan heim fara fótboltaleikir og aðrir kappleikir fram án áhorfenda, en á Íslandi hefur Íslandsmótinu í fótbolta verið frestað í þriðja sinn í mánuðinum, nú til 13. ágúst. Aðspurður af hverju ekki sé hægt að leika fótbolta hér á landi segir Guðni Bergsson að KSÍ hafi lagt fram ýmsar tillögur en nýlegar fréttir af faraldrinum hafi ekki gefið tilefni til að slaka á sóttvarnarreglum. „Við erum auðvitað með þessa auglýsingu og sóttvarnarreglur sem við þurfum að fylgja eins og aðrir. Við sóttum um undanþágu frá þeim en í ljósi ástandsins sem nú ríkir sá heilbrigðisráðuneytið ekki ástæðu til að aflétta þeim reglum fyrir fótboltann. Við bentum á að að okkur vitandi hafi ekki komið upp smit við æfingar eða kappleiki í fótbolta og við myndum líka fara út í það að vera með hertar sóttvarnaraðgerðir sjálf og gera það sem við gætum til að forðast smit en miðað við þessa stöðu sem komin er upp var ekki talin ástæða til að gefa undanþágu frá núverandi auglýsingu,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ. „Við veltum upp ýmsum kostum í þessu, læknisskoðunum, hitamælingum og fleiru sem gæti komið til greina, þar á meðal skimunum. Staðan hefur versnað síðan við sentum inn þessa umsókn fyrir tveimur dögum eða svo, þannig að nú verðum við að bíða og sjá hver framvindan verður. Við sem hluti af samfélaginu vonum að við sjáum fram á betri tíma, fækkun í smitum og svo framvegis, vonandi gengur vel í að takast á við faraldurinn.“ Áður en slæmar fréttir bárust í dag af uppgangi faraldursins var talið líklegt að heilbrigðisráðuneytið myndi samþykkja tillögur KSÍ um áframhald Íslandsmótsins. „Ég held að það hafi alveg verið vilji til þess að vinna með okkur í þessu, við fundum það og erum að reyna að gera þetta af virðingu og auðmýkt fyrir stöðunni. Ég held það geti vel verið svo og sé mögulega rétt metið að þessar fréttir sem komu upp í morgun hafi gert það að verkum að nú verði að herða aðgerðir ef eitthvað er, frekar en að gefa einhvern slaka.“ Guðni er nokkuð bjartsýnn á að það takist að klára Íslandsmótið í fótbolta. „Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið og það eru enn þá tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við höfum nægan tíma þannig séð. Við höfum mótað tillögur sem gætu gert það mögulegt að spila og æfa fótbolta en auðvitað veldur þetta á því hvernig faraldurinn verður,“ sagði Guðni að lokum, en allt viðtalið má sjá hér að neðan. KSÍ Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Út um allan heim fara fótboltaleikir og aðrir kappleikir fram án áhorfenda, en á Íslandi hefur Íslandsmótinu í fótbolta verið frestað í þriðja sinn í mánuðinum, nú til 13. ágúst. Aðspurður af hverju ekki sé hægt að leika fótbolta hér á landi segir Guðni Bergsson að KSÍ hafi lagt fram ýmsar tillögur en nýlegar fréttir af faraldrinum hafi ekki gefið tilefni til að slaka á sóttvarnarreglum. „Við erum auðvitað með þessa auglýsingu og sóttvarnarreglur sem við þurfum að fylgja eins og aðrir. Við sóttum um undanþágu frá þeim en í ljósi ástandsins sem nú ríkir sá heilbrigðisráðuneytið ekki ástæðu til að aflétta þeim reglum fyrir fótboltann. Við bentum á að að okkur vitandi hafi ekki komið upp smit við æfingar eða kappleiki í fótbolta og við myndum líka fara út í það að vera með hertar sóttvarnaraðgerðir sjálf og gera það sem við gætum til að forðast smit en miðað við þessa stöðu sem komin er upp var ekki talin ástæða til að gefa undanþágu frá núverandi auglýsingu,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ. „Við veltum upp ýmsum kostum í þessu, læknisskoðunum, hitamælingum og fleiru sem gæti komið til greina, þar á meðal skimunum. Staðan hefur versnað síðan við sentum inn þessa umsókn fyrir tveimur dögum eða svo, þannig að nú verðum við að bíða og sjá hver framvindan verður. Við sem hluti af samfélaginu vonum að við sjáum fram á betri tíma, fækkun í smitum og svo framvegis, vonandi gengur vel í að takast á við faraldurinn.“ Áður en slæmar fréttir bárust í dag af uppgangi faraldursins var talið líklegt að heilbrigðisráðuneytið myndi samþykkja tillögur KSÍ um áframhald Íslandsmótsins. „Ég held að það hafi alveg verið vilji til þess að vinna með okkur í þessu, við fundum það og erum að reyna að gera þetta af virðingu og auðmýkt fyrir stöðunni. Ég held það geti vel verið svo og sé mögulega rétt metið að þessar fréttir sem komu upp í morgun hafi gert það að verkum að nú verði að herða aðgerðir ef eitthvað er, frekar en að gefa einhvern slaka.“ Guðni er nokkuð bjartsýnn á að það takist að klára Íslandsmótið í fótbolta. „Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið og það eru enn þá tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við höfum nægan tíma þannig séð. Við höfum mótað tillögur sem gætu gert það mögulegt að spila og æfa fótbolta en auðvitað veldur þetta á því hvernig faraldurinn verður,“ sagði Guðni að lokum, en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
KSÍ Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira