Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 22:43 Trump réðst harkalega á trú Joe Biden í dag. Biden er kaþólskur en fyrr í vikunni sagði Trump um kaþólikka að þeir „elskuðu“ byssur. AP/Susan Walsh Donald Trump Bandaríkjaforseti vefengdi trúrækni Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi töluvert forskot á Trump á landsvísu nú þegar innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Trump hefur brugðist við með framandlegum fullyrðingum um að Biden muni sem forseti „leggja niður“ lögregluna og taka byssur af fólki fyrirvaralaust. Forsetinn gekk enn lengra þegar hann heimsótti Ohio í dag með persónuárás sem beindist að trú Biden. „Hann fylgir stefnu róttæka vinstrisins, taka af ykkur byssurnar, eyðileggja annan viðaukann ykkar, engin trúarbrögð, ekkert ekki neitt, skaða Biblíuna, skaða guð. Hann er á móti guði. Hann er á móti byssum. Hann er á móti orku, okkar tegund af orku. Ég held að honum eigi ekki eftir að vegna svo vel í Ohio,“ sagði Trump og vísaði til annars viðaukans við bandarísku stjórnarskrána sem hefur verið túlkuð þannig að hún gefi einstaklingum rétt til að eiga skotvopn. Biden er kaþólskur og hefur meðal annars rætt opinberlega um að trúin hafi hjálpað honum að takast á við lát fyrstu eiginkonu sinnar og barna. Trump, sem nýtur mikil stuðnings evangelískra kristinna kjósenda, er ekki trúaður að því er best er vitað. Hann hefur meðal annars sagst aldrei hafa þurft að biðja guð fyrirgefningar um ævina. Talsmaður framboðs Biden svaraði ummælum forsetans með því að segja að trúin væri kjarni Biden sem manneskju. Hún hafi verið honum styrkur og huggun í miklum erfiðleikum. Sakaði hann Trump um að notfæra sér Biblíuna og að reyna að „sundra þjóðinni á tímum neyðar og sársauka“. Vísaði talsmaður þar til þess þegar Trump lét rýma torg við Hvíta húsið þar sem mótmælendur voru komnir saman með valdi til þess að geta látið mynda sig við kirkju með Biblíu á lofti. Heimsókn Trump til Ohio gekk ekki áfallalaust í dag. Mike DeWine, ríkisstjóri Ohio, sem átti að taka þátt í opinberum viðburði í verksmiðju Whirlpool í dag forfallaðist eftir að hann greindist smitaður af Covid-19. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vefengdi trúrækni Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi töluvert forskot á Trump á landsvísu nú þegar innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Trump hefur brugðist við með framandlegum fullyrðingum um að Biden muni sem forseti „leggja niður“ lögregluna og taka byssur af fólki fyrirvaralaust. Forsetinn gekk enn lengra þegar hann heimsótti Ohio í dag með persónuárás sem beindist að trú Biden. „Hann fylgir stefnu róttæka vinstrisins, taka af ykkur byssurnar, eyðileggja annan viðaukann ykkar, engin trúarbrögð, ekkert ekki neitt, skaða Biblíuna, skaða guð. Hann er á móti guði. Hann er á móti byssum. Hann er á móti orku, okkar tegund af orku. Ég held að honum eigi ekki eftir að vegna svo vel í Ohio,“ sagði Trump og vísaði til annars viðaukans við bandarísku stjórnarskrána sem hefur verið túlkuð þannig að hún gefi einstaklingum rétt til að eiga skotvopn. Biden er kaþólskur og hefur meðal annars rætt opinberlega um að trúin hafi hjálpað honum að takast á við lát fyrstu eiginkonu sinnar og barna. Trump, sem nýtur mikil stuðnings evangelískra kristinna kjósenda, er ekki trúaður að því er best er vitað. Hann hefur meðal annars sagst aldrei hafa þurft að biðja guð fyrirgefningar um ævina. Talsmaður framboðs Biden svaraði ummælum forsetans með því að segja að trúin væri kjarni Biden sem manneskju. Hún hafi verið honum styrkur og huggun í miklum erfiðleikum. Sakaði hann Trump um að notfæra sér Biblíuna og að reyna að „sundra þjóðinni á tímum neyðar og sársauka“. Vísaði talsmaður þar til þess þegar Trump lét rýma torg við Hvíta húsið þar sem mótmælendur voru komnir saman með valdi til þess að geta látið mynda sig við kirkju með Biblíu á lofti. Heimsókn Trump til Ohio gekk ekki áfallalaust í dag. Mike DeWine, ríkisstjóri Ohio, sem átti að taka þátt í opinberum viðburði í verksmiðju Whirlpool í dag forfallaðist eftir að hann greindist smitaður af Covid-19.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18
Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26