Allt sem Samsung kynnti í gær Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 10:10 Nýir símar, spjaldtölvur, úr og heyrnartól. Þetta var kynnt á kynningu Samsung í gær. Vísir/Samsung Samsung kynnti fjölda nýrra snjalltækja á árlegum viðburði fyrirtækisins í gær, Samsung Unpacked, sem að þessu sinni fór alfarið fram á netinu. Þar voru kynntir nýir snjallsímar sem Samsung segir þá öflugustu sem fyrirtækið hafi framleitt. Einnig voru kynntar nýjar spjaldtölvur, snjallúr og heyrnartól. Hér að neðan verður stiklað á stóru og farið yfir kynninguna í gær. Símarnir eru fyrstir. Þar voru kynntir Samsung Galaxy Note 20, Note Ultra, og Galaxy Z Fold 2. Z Fold 2 síminn er önnur kynslóð samanbrjótanlegra síma Samsung en sú fyrsta lenti í miklum vandræðum í upphafi vegna ýmissa galla og verðs. Síminn náði aldrei flugi. Sjá einnig: Segjast hafa selt milljón Fold-síma Nú virðist sem að búið sé að bæta ýmsa þessa galla en vert er að taka fram að tækniblaðamenn ytra hafa ekki fengið að grandskoða símann enn. Skjárinn framan á símanum fyllir nú upp í allan rammann en ekki helminginn ein sog síðast, sem er mikil bót. Þá er stóri skjárinn stærri og síminn sjálfur er þynnri og búið er að minnka bilið á milli skjáanna þegar hann er samanbrotinn. Einnig er búið að gera endurbætur á skjánum sjálfum og er hann ekki eingöngu úr plasti eins og síðast. Samkvæmt umfjöllun Ars Technica er síminn með sambærilegan skjá og Galaxy Z Flip, sem er blanda af plasti og gleri. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá Samsung. Annað þar sem meðlimir hljómsveitarinnar BTS skoða Fold 2 síma og annað sem sýnir sérstaka útgáfu símans og útlit hennar. Þar að neðan má svo sjá umfjöllun CNet um símann. Galaxy Note 20 símarnir eru öflugustu símar sem Samsung hefur framleitt, samkvæmt fyrirtækinu sjálfu, og búa yfir bestu myndavélum sem settar hafa verið í síma Samsung, aftur, samkvæmt fyrirtækinu sjálfu. Báðir símarnir eru mjög öflugir og Ultra töluvert öflugri en hefðbundni síminn. Þá lítur Ultra síminn öðruvísi út. Note 20 er ekki með beygðan skjá í hliðunum, eins og síðustu Notesímar og er síminn þar að auki þakinn gleri en ekki plasti. Hér á Íslandi munu símarnir kosta 200 til 250 þúsund krónur. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd um símana frá Samsung og svo umfjöllun CNet. Galaxy Watch 3 Samsung kynnti nýjustu útgáfu snjallúra fyrirtækisins í gær, Galaxy Watch 3. Úrið verður gefið út í tveimur útgáfum. Skjárinn hefur verið stækkaður á stærri útgáfunni en þrátt fyrir það er úrið samt þynnra og léttara en fyrri útgáfur. Úrin hafa verið endurhönnuð og koma í þremur litum. Mystic Bronze, Mystic Silver og Mystic Black. Úrin sjálf eru úr ryðfríu stáli og ólarnar úr leðri. Þó er hægt að fá stærri útgáfu í svörtum lit og úr títaníum. Hér að neðan má sjá mynband frá Samsung og svo umfjöllun CNet um úrin. Samsung hefur endurhannað þráðlaus heyrnartól fyrirtækisins sem kallast nú Galaxy Buds Live. Þau eru í laginu eins og baunir. Þau eru hljóðeinangrandi en þó aðeins að hluta til. Þeim er eingöngu ætlað að einangra lágtíðnihljóð eins og umhverfishljóð í flugvélum. Rafhlöður heyrnartólanna eiga að duga í sex til átta klukkustundir, eftir notkun, og er hægt að nota þau með Bixby, talgervli Samsung. Hér að neðan má sjá myndband frá Samsung og kynninguna frá því í gær. Samsung kynnti tvær útgáfur af nýjum spjaldtölvum í gær. Galaxy Tab S7 og S7 Plus. Eins og nafnið gefur til kynna er Plus-útgáfan stærri og öflugri en sú hefðbundna. S pennar fylgja báðum útgáfunum og er einnig hægt að kaupa lyklaborð svo hægt sé að nota þær eins og hefðbundnar spjaldtölvur. Skjáir spjaldtölvanna eru 11 tommur annars vegar og 12,4 tommur hins vegar. Samkvæmt umfjöllun Verge er S7 Plus með OLED skjá en smærri útgáfan með hefðbundin LCD skjá. Hér að neðan má sjá kynningu spjaldtölvanna frá því í gær. Samsung Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Nýjum tækjum Samsung lekið fyrir kynningu Starfsmenn Samsung ætla að kynna nýjustu tæki tæknirisans á sérstakri kynningu sem kallast Samsung Unpacked 2020 í dag. Myndum og myndböndum af tækjunum sem til stendur að kynna hefur þó þegar verið lekið á netið. 5. ágúst 2020 11:56 Samsung opinberaði nýjan samanbrjótanlegan síma Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. 12. febrúar 2020 13:48 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samsung kynnti fjölda nýrra snjalltækja á árlegum viðburði fyrirtækisins í gær, Samsung Unpacked, sem að þessu sinni fór alfarið fram á netinu. Þar voru kynntir nýir snjallsímar sem Samsung segir þá öflugustu sem fyrirtækið hafi framleitt. Einnig voru kynntar nýjar spjaldtölvur, snjallúr og heyrnartól. Hér að neðan verður stiklað á stóru og farið yfir kynninguna í gær. Símarnir eru fyrstir. Þar voru kynntir Samsung Galaxy Note 20, Note Ultra, og Galaxy Z Fold 2. Z Fold 2 síminn er önnur kynslóð samanbrjótanlegra síma Samsung en sú fyrsta lenti í miklum vandræðum í upphafi vegna ýmissa galla og verðs. Síminn náði aldrei flugi. Sjá einnig: Segjast hafa selt milljón Fold-síma Nú virðist sem að búið sé að bæta ýmsa þessa galla en vert er að taka fram að tækniblaðamenn ytra hafa ekki fengið að grandskoða símann enn. Skjárinn framan á símanum fyllir nú upp í allan rammann en ekki helminginn ein sog síðast, sem er mikil bót. Þá er stóri skjárinn stærri og síminn sjálfur er þynnri og búið er að minnka bilið á milli skjáanna þegar hann er samanbrotinn. Einnig er búið að gera endurbætur á skjánum sjálfum og er hann ekki eingöngu úr plasti eins og síðast. Samkvæmt umfjöllun Ars Technica er síminn með sambærilegan skjá og Galaxy Z Flip, sem er blanda af plasti og gleri. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá Samsung. Annað þar sem meðlimir hljómsveitarinnar BTS skoða Fold 2 síma og annað sem sýnir sérstaka útgáfu símans og útlit hennar. Þar að neðan má svo sjá umfjöllun CNet um símann. Galaxy Note 20 símarnir eru öflugustu símar sem Samsung hefur framleitt, samkvæmt fyrirtækinu sjálfu, og búa yfir bestu myndavélum sem settar hafa verið í síma Samsung, aftur, samkvæmt fyrirtækinu sjálfu. Báðir símarnir eru mjög öflugir og Ultra töluvert öflugri en hefðbundni síminn. Þá lítur Ultra síminn öðruvísi út. Note 20 er ekki með beygðan skjá í hliðunum, eins og síðustu Notesímar og er síminn þar að auki þakinn gleri en ekki plasti. Hér á Íslandi munu símarnir kosta 200 til 250 þúsund krónur. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd um símana frá Samsung og svo umfjöllun CNet. Galaxy Watch 3 Samsung kynnti nýjustu útgáfu snjallúra fyrirtækisins í gær, Galaxy Watch 3. Úrið verður gefið út í tveimur útgáfum. Skjárinn hefur verið stækkaður á stærri útgáfunni en þrátt fyrir það er úrið samt þynnra og léttara en fyrri útgáfur. Úrin hafa verið endurhönnuð og koma í þremur litum. Mystic Bronze, Mystic Silver og Mystic Black. Úrin sjálf eru úr ryðfríu stáli og ólarnar úr leðri. Þó er hægt að fá stærri útgáfu í svörtum lit og úr títaníum. Hér að neðan má sjá mynband frá Samsung og svo umfjöllun CNet um úrin. Samsung hefur endurhannað þráðlaus heyrnartól fyrirtækisins sem kallast nú Galaxy Buds Live. Þau eru í laginu eins og baunir. Þau eru hljóðeinangrandi en þó aðeins að hluta til. Þeim er eingöngu ætlað að einangra lágtíðnihljóð eins og umhverfishljóð í flugvélum. Rafhlöður heyrnartólanna eiga að duga í sex til átta klukkustundir, eftir notkun, og er hægt að nota þau með Bixby, talgervli Samsung. Hér að neðan má sjá myndband frá Samsung og kynninguna frá því í gær. Samsung kynnti tvær útgáfur af nýjum spjaldtölvum í gær. Galaxy Tab S7 og S7 Plus. Eins og nafnið gefur til kynna er Plus-útgáfan stærri og öflugri en sú hefðbundna. S pennar fylgja báðum útgáfunum og er einnig hægt að kaupa lyklaborð svo hægt sé að nota þær eins og hefðbundnar spjaldtölvur. Skjáir spjaldtölvanna eru 11 tommur annars vegar og 12,4 tommur hins vegar. Samkvæmt umfjöllun Verge er S7 Plus með OLED skjá en smærri útgáfan með hefðbundin LCD skjá. Hér að neðan má sjá kynningu spjaldtölvanna frá því í gær.
Samsung Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Nýjum tækjum Samsung lekið fyrir kynningu Starfsmenn Samsung ætla að kynna nýjustu tæki tæknirisans á sérstakri kynningu sem kallast Samsung Unpacked 2020 í dag. Myndum og myndböndum af tækjunum sem til stendur að kynna hefur þó þegar verið lekið á netið. 5. ágúst 2020 11:56 Samsung opinberaði nýjan samanbrjótanlegan síma Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. 12. febrúar 2020 13:48 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bein útsending: Nýjum tækjum Samsung lekið fyrir kynningu Starfsmenn Samsung ætla að kynna nýjustu tæki tæknirisans á sérstakri kynningu sem kallast Samsung Unpacked 2020 í dag. Myndum og myndböndum af tækjunum sem til stendur að kynna hefur þó þegar verið lekið á netið. 5. ágúst 2020 11:56
Samsung opinberaði nýjan samanbrjótanlegan síma Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. 12. febrúar 2020 13:48