Guðrún Brá stefnir á sigur þriðja árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 20:15 Guðrún Brá á titil að verja um helgina. Mynd/Stöð 2 Sport Íslandsmótið í golfi hefst á morgun. Guðrún Brá Björgvinsdóttir gæti þar með unnið sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð. Það verður nýr Íslandsmeistari í karlaflokki þar sem ríkjandi meistari tekur ekki þátt í ár. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur fagnað sigri í kvennaflokki undanfarin tvö ár á Íslandsmótinu í golfi. Hún stefnir á þriðja titilinn á jafn mörgum árum um helgina þegar Íslandsmótið fer fram – án áhorfenda – á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. „Þetta er hörku mót, allar þær bestu með svo þetta verður virkilega gaman,“ sagði Guðrún Brá er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hana fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru báðar með í ár svo reikna má með hörku keppni í kvennaflokki. Fylgja þarf öllum sóttvarnarreglum á Hlíðavelli en yfir 100 sjálfboðaliðar verða til taks og munu þeir sjá um að allt fari eftir tilsettum reglum. „Það myndi hjálpa, sérstaklega eins og veðurspáin er, að hafa einhvern á pokanum en maður er vanur að vera einn líka,“ sagði Guðrún Brá um breyttar reglu mótsins. Til að mynda verða engir kylfusveinar. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er ekki með um helgina og því sjáum við nýjan Íslandsmeistara krýndan á sunnudag. Mótið hefst á morgun, 6. ágúst og lýkur þann 9. eða á sunnudaginn kemur. Innslag Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Guðrún Brá stefnir á þann þriðja í röð Golf Tengdar fréttir Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30 Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á morgun. Guðrún Brá Björgvinsdóttir gæti þar með unnið sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð. Það verður nýr Íslandsmeistari í karlaflokki þar sem ríkjandi meistari tekur ekki þátt í ár. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur fagnað sigri í kvennaflokki undanfarin tvö ár á Íslandsmótinu í golfi. Hún stefnir á þriðja titilinn á jafn mörgum árum um helgina þegar Íslandsmótið fer fram – án áhorfenda – á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. „Þetta er hörku mót, allar þær bestu með svo þetta verður virkilega gaman,“ sagði Guðrún Brá er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hana fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru báðar með í ár svo reikna má með hörku keppni í kvennaflokki. Fylgja þarf öllum sóttvarnarreglum á Hlíðavelli en yfir 100 sjálfboðaliðar verða til taks og munu þeir sjá um að allt fari eftir tilsettum reglum. „Það myndi hjálpa, sérstaklega eins og veðurspáin er, að hafa einhvern á pokanum en maður er vanur að vera einn líka,“ sagði Guðrún Brá um breyttar reglu mótsins. Til að mynda verða engir kylfusveinar. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er ekki með um helgina og því sjáum við nýjan Íslandsmeistara krýndan á sunnudag. Mótið hefst á morgun, 6. ágúst og lýkur þann 9. eða á sunnudaginn kemur. Innslag Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Guðrún Brá stefnir á þann þriðja í röð
Golf Tengdar fréttir Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30 Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30
Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30