Enginn Mohamed Salah í liði ársins hjá BBC Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 09:40 Á myndinni má sjá fjóra af þeim fimm leikmönnum Liverpool sem eru í liði ársins. Vísir/Visionhaus Carth Crooks - íþróttafréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, - velur lið umferðarinnar í enska boltanum hverju sinni. Þar sem deildinni lauk í gær hefur hann nú birt lið ársins að sínu mati. Alls komast fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool í liðið en það vekur þó athygli að Mohamed Salah er hvergi sjáanlegur. Egyptinn skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 10 á leiktíðinni. Salah er ekki í liði ársins hjá BBC.vísir/getty Crooks stillir upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Í markinu er Ederson, markvörður Manchester City. Hann lék 16 leiki án þess að fá sig mark. Eflaust hefði Alisson, markvörður Liverpool, verið þarna ef hann hefði leikið fleiri leiki á leiktíðinni en hann missti úr 10 leiki vegna meiðsla. Í vörninni eru þrír leikmenn Liverpool og einn frá Manchester United. Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu í hægri bakverðinum enda besti sóknarbakvörður í sögu deildarinnar. Lagði hann upp 13 mörk á tímabilinu, mest allra varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar. Í vinstri bakverði er svo Andrew Robertson. Hann lagði upp 12 mörk á leiktíðinni. Í miðverði eru svo Virgil van Dijk og Harry Maguire. Báðir hafa stórbætt varnarleik sinna liða. Van Dijk gerbreytti vörn Liverpool og er án efa besti miðvörður deildarinnar í dag. Koma Maguire í vörn Manchester United hefur einnig gerbreytt varnarleik liðsins en liðið fór úr því að fá á sig 54 mörk á þar síðustu leiktíð niður í aðeins 36 á þeirri sem var að ljúka. Á þriggja manna miðju eru Kevin de Bruyne, sem lagði upp 20 mörk ásamt því að skora 13 á leiktíðinni ásamt Jordan Henderson og Raheem Sterling. Henderson var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum enda leiddi hann Liverpool að fyrsta meistaratitli félagsins í 30 ár. Athygli vekur að Sterling sé inn á miðri miðjunni en hann leikur eingöngu sem kantmaður hjá bæði Manchester City og enska landsliðinu. Raheem Sterling er óvænt á þriggja manna miðju í liði ársins hjá BBC.VÍSIR/GETTY Frammi eru svo Sadio Mané, Pierre Emerick-Aubameyang og Jamie Vardy. Sá síðastnefndi varð markakóngur með 23 mörk á meðan Aubameyang skoraði 22. Eins og áður sagði vekur athygli að Salah komist ekki á blað þar sem hann kom að fleiri mörkum en þremenningarnir. Þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi heima í liðinu einfaldlega vegna þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á liðið. Á vef BBC getur fólk valið lið ársins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Carth Crooks - íþróttafréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, - velur lið umferðarinnar í enska boltanum hverju sinni. Þar sem deildinni lauk í gær hefur hann nú birt lið ársins að sínu mati. Alls komast fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool í liðið en það vekur þó athygli að Mohamed Salah er hvergi sjáanlegur. Egyptinn skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 10 á leiktíðinni. Salah er ekki í liði ársins hjá BBC.vísir/getty Crooks stillir upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Í markinu er Ederson, markvörður Manchester City. Hann lék 16 leiki án þess að fá sig mark. Eflaust hefði Alisson, markvörður Liverpool, verið þarna ef hann hefði leikið fleiri leiki á leiktíðinni en hann missti úr 10 leiki vegna meiðsla. Í vörninni eru þrír leikmenn Liverpool og einn frá Manchester United. Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu í hægri bakverðinum enda besti sóknarbakvörður í sögu deildarinnar. Lagði hann upp 13 mörk á tímabilinu, mest allra varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar. Í vinstri bakverði er svo Andrew Robertson. Hann lagði upp 12 mörk á leiktíðinni. Í miðverði eru svo Virgil van Dijk og Harry Maguire. Báðir hafa stórbætt varnarleik sinna liða. Van Dijk gerbreytti vörn Liverpool og er án efa besti miðvörður deildarinnar í dag. Koma Maguire í vörn Manchester United hefur einnig gerbreytt varnarleik liðsins en liðið fór úr því að fá á sig 54 mörk á þar síðustu leiktíð niður í aðeins 36 á þeirri sem var að ljúka. Á þriggja manna miðju eru Kevin de Bruyne, sem lagði upp 20 mörk ásamt því að skora 13 á leiktíðinni ásamt Jordan Henderson og Raheem Sterling. Henderson var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum enda leiddi hann Liverpool að fyrsta meistaratitli félagsins í 30 ár. Athygli vekur að Sterling sé inn á miðri miðjunni en hann leikur eingöngu sem kantmaður hjá bæði Manchester City og enska landsliðinu. Raheem Sterling er óvænt á þriggja manna miðju í liði ársins hjá BBC.VÍSIR/GETTY Frammi eru svo Sadio Mané, Pierre Emerick-Aubameyang og Jamie Vardy. Sá síðastnefndi varð markakóngur með 23 mörk á meðan Aubameyang skoraði 22. Eins og áður sagði vekur athygli að Salah komist ekki á blað þar sem hann kom að fleiri mörkum en þremenningarnir. Þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi heima í liðinu einfaldlega vegna þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á liðið. Á vef BBC getur fólk valið lið ársins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40