Brynjólfur vekur umtal: „Þessi maður skilur um hvað fótbolti er“ Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 12:00 Brynjólfur Andersen Willumsson í leiknum við HK á fimmtudaginn. VÍSIR/DANÍEL Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki en einnig vakið hrifningu vegna framgöngu sinnar það sem af er leiktíð með Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Blikar verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir taka á móti ÍA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brynjólfur tekur þá út leikbann vegna fjögurra áminninga á leiktíðinni og mætir því ekki til leiks með nýja klippingu eins og í leikjum sumarsins hingað til. Hann hafði látið skrifa „bla, bla, bla“ á kollinn á sér fyrir leikinn við HK síðasta fimmtudag, sem HK vann 1-0. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni, en talandi um karakter þá var þessi heldur betur að reyna í leiknum. Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að Brynjólfi. „Ég á að vera hérna fyrir fólkið“ „Það er erfitt stundum að átta sig á því í hvaða stöðu hann er. Hann leitar svolítið út vinstra megin þegar það fer að líða á leikina, en hann er með mjög frjálsa rullu í liðinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Þorkell Máni Pétursson segir Brynjólf alvöru skemmtikraft og fagnar því að fá svo litríkan mann í deildina: „Það deilir enginn um það að þetta er karakter. Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið, og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum. Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur,“ sagði Máni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Brynjólfur er skemmtikraftur Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki en einnig vakið hrifningu vegna framgöngu sinnar það sem af er leiktíð með Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Blikar verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir taka á móti ÍA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brynjólfur tekur þá út leikbann vegna fjögurra áminninga á leiktíðinni og mætir því ekki til leiks með nýja klippingu eins og í leikjum sumarsins hingað til. Hann hafði látið skrifa „bla, bla, bla“ á kollinn á sér fyrir leikinn við HK síðasta fimmtudag, sem HK vann 1-0. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni, en talandi um karakter þá var þessi heldur betur að reyna í leiknum. Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að Brynjólfi. „Ég á að vera hérna fyrir fólkið“ „Það er erfitt stundum að átta sig á því í hvaða stöðu hann er. Hann leitar svolítið út vinstra megin þegar það fer að líða á leikina, en hann er með mjög frjálsa rullu í liðinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Þorkell Máni Pétursson segir Brynjólf alvöru skemmtikraft og fagnar því að fá svo litríkan mann í deildina: „Það deilir enginn um það að þetta er karakter. Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið, og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum. Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur,“ sagði Máni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Brynjólfur er skemmtikraftur
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40