Sara söng slagara með Whitney Houston í nýliðavígslunni hjá Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2020 16:00 Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við Lyon í sumar. Hún kom til franska stórliðsins frá Þýskalandsmeisturum Wolfsburg. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir hefur farið vel af stað með Lyon og skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum með franska stórliðinu. Þrátt fyrir þessa góðu byrjun slapp Sara ekki við að syngja í nýliðavígslunni hjá Lyon. Hún og hin ástralska Ellie Carpenter, sem er einnig ný hjá Lyon, tóku lagið saman. Þær stöllur fluttu stórslagarann „I Wanna Dance with Somebody“ með Whitney Houston heitinni. Flutninginn má sjá hér fyrir neðan. Now officially a @CarpenterEllie https://t.co/baeiUjouCv— Sara Björk (@sarabjork18) July 23, 2020 Sara og Carpenter komust ágætlega frá sínu en munu varla gefa fótboltann upp á bátinn fyrir frama á tónlistarsviðinu. Sara skoraði eitt mark í 4-1 sigri Lyon á pólska liðinu Czarni Sosnowiec í æfingaleik í gær. Wendie Renard (2) og Melvine Malard (1) voru einnig á skotskónum fyrir frönsku meistarana. Mark Söru kom á 14. mínútu. Hún skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu ensku landsliðskonunnar Alex Greenwood. Markið má sjá hér fyrir neðan. Les images de la victoire (4-1) face à Czarni Sosnowiec lors de notre 2ème match de préparation.#OLSOS pic.twitter.com/MIttxRZOBf— OL Féminin (@OLfeminin) July 22, 2020 Lyon undirbýr sig nú fyrir lokahnykkinn í Meistaradeild Evrópu. Liðið mætir Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar 22. ágúst. Þrátt fyrir að hafa leikið með Wolfsburg á fyrri stigum Meistaradeildarinnar á þessu tímabili má hún spila með Lyon í keppninni. Lyon hefur orðið Evrópumeistari fjórum sinnum í röð. Franski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur farið vel af stað með Lyon og skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum með franska stórliðinu. Þrátt fyrir þessa góðu byrjun slapp Sara ekki við að syngja í nýliðavígslunni hjá Lyon. Hún og hin ástralska Ellie Carpenter, sem er einnig ný hjá Lyon, tóku lagið saman. Þær stöllur fluttu stórslagarann „I Wanna Dance with Somebody“ með Whitney Houston heitinni. Flutninginn má sjá hér fyrir neðan. Now officially a @CarpenterEllie https://t.co/baeiUjouCv— Sara Björk (@sarabjork18) July 23, 2020 Sara og Carpenter komust ágætlega frá sínu en munu varla gefa fótboltann upp á bátinn fyrir frama á tónlistarsviðinu. Sara skoraði eitt mark í 4-1 sigri Lyon á pólska liðinu Czarni Sosnowiec í æfingaleik í gær. Wendie Renard (2) og Melvine Malard (1) voru einnig á skotskónum fyrir frönsku meistarana. Mark Söru kom á 14. mínútu. Hún skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu ensku landsliðskonunnar Alex Greenwood. Markið má sjá hér fyrir neðan. Les images de la victoire (4-1) face à Czarni Sosnowiec lors de notre 2ème match de préparation.#OLSOS pic.twitter.com/MIttxRZOBf— OL Féminin (@OLfeminin) July 22, 2020 Lyon undirbýr sig nú fyrir lokahnykkinn í Meistaradeild Evrópu. Liðið mætir Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar 22. ágúst. Þrátt fyrir að hafa leikið með Wolfsburg á fyrri stigum Meistaradeildarinnar á þessu tímabili má hún spila með Lyon í keppninni. Lyon hefur orðið Evrópumeistari fjórum sinnum í röð.
Franski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira