Getum við Íslendingar haft jákvæð áhrif á áfangastaðinn til framtíðar? Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 17. júlí 2020 12:30 Í COVID19 hafa verið miklar umræður um áfangastaði og framtíðarþróun þeirra. Ferðaþjónusta mun í framtíðinni verða áfram mikilvæg fyrir efnahagslífið hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum heimsins. Flestir áfangastaðir hafa í dag sjálfbærni að leiðarljósi þar sem umhverfi, samfélag og efnahagur er í forgrunni. Í þeirri stefnu eru íbúar landsins, einir mikilvægustu hagaðilarnir. Sjálfbærni og ferðaþjónusta Sjálfbærni í ferðaþjónustu felst m.a. í því að hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaðarins. Ásamt því að tryggja jákvæða þróun fyrir íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa – hvort sem það eru innlendir eða erlendir ferðamenn. Í því felst að eiga samtal við hagaðilana um gildi og þróun áfangastaðarins sem staðar til þess að ferðast, búa og vinna. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á. Hagaðilar þurfa að vera sáttir við hvernig áfangastaðurinn er kynntur og markaðssettur í samræmi við þá uppbyggingu og ímynd sem vilji er til að standa fyrir. Mikil umræða var um offjölgun ferðamanna fyrir COVID19 á Íslandi og Íslendingar að einhverju leiti orðnir neikvæðir gagnvart atvinnugreininni. Þetta er oft á tíðum vegna þess að ekki hefur verið samtal um hvernig áfangastað eigi að byggja upp hvort sem það er Ísland allt eða einstaka landshlutar. Ábyrg ferðahegðun var einnig mikið til umfjöllunar og hvernig eigi að koma fram af virðingu við landið. Íslendingar sem ferðamenn Nú er komið fram á mitt sumar og við Íslendingar erum að njóta þess að ferðast um landið. Margir eru að upplifa Ísland sem ferðamannaland á nýjan máta eftir hraða fjölgun ferðamanna síðustu ára. Íslensk ferðaþjónusta hefur staðið sig gríðarlega vel í því að bregðast við breyttum aðstæðum og horft til innlendra ferðamanna – nánast í fyrsta skipti - með flottum tilboðum og markaðs- og kynningarefni um allt land. Um 90% Íslendinga sögðust í byrjun sumarsins ætla að ferðast um Ísland í sumar. Við vitum þó að ferðalög Íslendinga munu aldrei vega upp á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem koma hingað fyrir COVID19. Í sumar erum þó margir ef til vill að fara eilítið til upprunans í ferðalögum og aðrir að sjá landið með nýjum augum. Nú er því tækifæri fyrir Íslendinga sem ferðamenn að velta fyrir sér hvernig Ísland eigi að þróast sem áfangastaður hvort sem það er fyrir erlenda ferðamenn eða okkur sjálf. Ferðamenn sem sögumenn Ferðamenn eru mikilvægir sögumenn þegar kemur að því að kynna áfangastaði og verða sífellt mikilvægari með tilkomu samfélagsmiðla, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Það að deila sögum af áfangastöðum, upplifun og því sem staðurinn hefur fram að færa getur jafnframt haft áhrif á þróun áfangastaðarins – bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ég tel að við Íslendingar getum verið gríðarlega mikilvægir sögumenn fyrir okkar eigið land og höfum ef til vill vanmetið það síðustu ár. Við eigum að hafa skoðun á því hvernig landið okkar er kynnt og við eigum að taka þátt í því að vilja kynna landið okkar. Jákvæð áhrif á áfangastaðinn? Við ættum að nota tækifærið og deila góðum sögum á samfélagsmiðlum, sögum sem sýna þau gildi sem við viljum standa fyrir, hvert og hvernig við ferðumst um landið okkar og hvað við kjósum að gera á okkar ferðalögum. En hver er betri og hefur meiri skoðun á því hvernig við viljum að áfangastaðurinn sé, hvernig hann þróist á sjálfbæran máta og hvað sé viðeigandi ábyrg ferðahegðun? Hver veit meira um hvernig á að bera eigi virðingu fyrir náttúrunni? Við sjálf? Eða hvað? Ég tel að við höfum öll sögu að segja, góðar og áhugaverðar sögur. Sögur sem geta haft jákvæð áhrif á það hvernig áfangastaðurinn Ísland þróast í framtíðinni og eftir COVID19. Sögur af stöðum og upplifunum sem við viljum segja umheiminum. Með því getur myndast betri skilningur milli hagaðila þegar kemur að sjálfbærni áfangastaðarins. Þannig tökum við íbúar landsins líka öll þátt og höfum jákvæð áhrif á áfangastaðinn Ísland til framtíðar – eitt skref til meiri sjálfbærni. Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í COVID19 hafa verið miklar umræður um áfangastaði og framtíðarþróun þeirra. Ferðaþjónusta mun í framtíðinni verða áfram mikilvæg fyrir efnahagslífið hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum heimsins. Flestir áfangastaðir hafa í dag sjálfbærni að leiðarljósi þar sem umhverfi, samfélag og efnahagur er í forgrunni. Í þeirri stefnu eru íbúar landsins, einir mikilvægustu hagaðilarnir. Sjálfbærni og ferðaþjónusta Sjálfbærni í ferðaþjónustu felst m.a. í því að hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaðarins. Ásamt því að tryggja jákvæða þróun fyrir íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa – hvort sem það eru innlendir eða erlendir ferðamenn. Í því felst að eiga samtal við hagaðilana um gildi og þróun áfangastaðarins sem staðar til þess að ferðast, búa og vinna. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á. Hagaðilar þurfa að vera sáttir við hvernig áfangastaðurinn er kynntur og markaðssettur í samræmi við þá uppbyggingu og ímynd sem vilji er til að standa fyrir. Mikil umræða var um offjölgun ferðamanna fyrir COVID19 á Íslandi og Íslendingar að einhverju leiti orðnir neikvæðir gagnvart atvinnugreininni. Þetta er oft á tíðum vegna þess að ekki hefur verið samtal um hvernig áfangastað eigi að byggja upp hvort sem það er Ísland allt eða einstaka landshlutar. Ábyrg ferðahegðun var einnig mikið til umfjöllunar og hvernig eigi að koma fram af virðingu við landið. Íslendingar sem ferðamenn Nú er komið fram á mitt sumar og við Íslendingar erum að njóta þess að ferðast um landið. Margir eru að upplifa Ísland sem ferðamannaland á nýjan máta eftir hraða fjölgun ferðamanna síðustu ára. Íslensk ferðaþjónusta hefur staðið sig gríðarlega vel í því að bregðast við breyttum aðstæðum og horft til innlendra ferðamanna – nánast í fyrsta skipti - með flottum tilboðum og markaðs- og kynningarefni um allt land. Um 90% Íslendinga sögðust í byrjun sumarsins ætla að ferðast um Ísland í sumar. Við vitum þó að ferðalög Íslendinga munu aldrei vega upp á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem koma hingað fyrir COVID19. Í sumar erum þó margir ef til vill að fara eilítið til upprunans í ferðalögum og aðrir að sjá landið með nýjum augum. Nú er því tækifæri fyrir Íslendinga sem ferðamenn að velta fyrir sér hvernig Ísland eigi að þróast sem áfangastaður hvort sem það er fyrir erlenda ferðamenn eða okkur sjálf. Ferðamenn sem sögumenn Ferðamenn eru mikilvægir sögumenn þegar kemur að því að kynna áfangastaði og verða sífellt mikilvægari með tilkomu samfélagsmiðla, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Það að deila sögum af áfangastöðum, upplifun og því sem staðurinn hefur fram að færa getur jafnframt haft áhrif á þróun áfangastaðarins – bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ég tel að við Íslendingar getum verið gríðarlega mikilvægir sögumenn fyrir okkar eigið land og höfum ef til vill vanmetið það síðustu ár. Við eigum að hafa skoðun á því hvernig landið okkar er kynnt og við eigum að taka þátt í því að vilja kynna landið okkar. Jákvæð áhrif á áfangastaðinn? Við ættum að nota tækifærið og deila góðum sögum á samfélagsmiðlum, sögum sem sýna þau gildi sem við viljum standa fyrir, hvert og hvernig við ferðumst um landið okkar og hvað við kjósum að gera á okkar ferðalögum. En hver er betri og hefur meiri skoðun á því hvernig við viljum að áfangastaðurinn sé, hvernig hann þróist á sjálfbæran máta og hvað sé viðeigandi ábyrg ferðahegðun? Hver veit meira um hvernig á að bera eigi virðingu fyrir náttúrunni? Við sjálf? Eða hvað? Ég tel að við höfum öll sögu að segja, góðar og áhugaverðar sögur. Sögur sem geta haft jákvæð áhrif á það hvernig áfangastaðurinn Ísland þróast í framtíðinni og eftir COVID19. Sögur af stöðum og upplifunum sem við viljum segja umheiminum. Með því getur myndast betri skilningur milli hagaðila þegar kemur að sjálfbærni áfangastaðarins. Þannig tökum við íbúar landsins líka öll þátt og höfum jákvæð áhrif á áfangastaðinn Ísland til framtíðar – eitt skref til meiri sjálfbærni. Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun