Maxwell krefst lausnar gegn gjaldi og vísar ásökunum á bug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2020 18:43 Ghislaine Maxwell hefur krafist lausnar gegn gjaldi en hún vísar öllum ásökunum á hendur sér alfarið á bug. AP Photo/John Minchillo Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og samverkakona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitar alfarið ásökunum um að hún hafi lokkað ungar stúlkur svo að hann gæti beitt þær kynferðisofbeldi. Þá segist hún jafnframt eiga það skilið að vera leyst úr haldi gegn greiðslu. Ghislaine sótti um lausn hjá héraðsdómstóli í Manhattan átta dögum eftir að hún var handtekin í New Hampshire. Yfirvöld segja að hún hafi verið þar í felum á stórri landareign sem hún keypti undir nafnleynd. Maxwell harðneitar öllum ásökunum og hyggst berjast af fullum krafti gegn þeim. Hún segist jafnframt eiga að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Síðan á mánudag hefur Maxwell verið vistuð í fangelsi í Brooklyn í New York. Þá segist hún jafnframt ekki líkleg til að flýja, enda sé hún ekki á sakaskrá og hún hafi ákveðið að vera áfram í Bandaríkjunum eftir að Epstein var handtekinn í júlí á síðasta ári. Þá segir hún einnig mikla hættu á því að hún smitist af Covid-19 í varðhaldinu. Saksóknarar telja mikla hættu á því að gangi Maxwell laus muni hún flýja úr landi og telja því best að hún verði bak við lás og slá fram að réttarhöldunum. Þá telja þeir einnig mikla hættu á að Maxwell taki eigið líf, svo mikið óttast þeir það að við fangelsisvistun voru öll rúmföt og föt tekin af henni og henni gert að klæðast fatnaði úr pappír. Þá hafa auknar öryggisráðstafanir verið gerðar og hefur fangavörðum í fangelsinu verið fjölgað. Mikil hætta er talin á að samfangar hennar reyni að verða henni að meini. Réttarhöldin hefjast þann 14. júlí næstkomandi og gæti Maxwell átt yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsi ef hún verður sakfelld. Hún er sökuð um að hafa á árunum 1994-1997 lokkað ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, til starfa hjá Epstein, sem hann síðan misnotaði kynferðislega. Nærri ár var liðið síðan Epstein var handtekinn þar til Maxwell var handtekin, en Epstein vísaði öllum ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og mansal á bug. Hann var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna bæði í Flórída og Manhattan í New York. Epstein framdi sjálfsvíg eftir að hann var handtekinn á meðan hann sat í fangelsi á Manhattan. Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37 Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og samverkakona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitar alfarið ásökunum um að hún hafi lokkað ungar stúlkur svo að hann gæti beitt þær kynferðisofbeldi. Þá segist hún jafnframt eiga það skilið að vera leyst úr haldi gegn greiðslu. Ghislaine sótti um lausn hjá héraðsdómstóli í Manhattan átta dögum eftir að hún var handtekin í New Hampshire. Yfirvöld segja að hún hafi verið þar í felum á stórri landareign sem hún keypti undir nafnleynd. Maxwell harðneitar öllum ásökunum og hyggst berjast af fullum krafti gegn þeim. Hún segist jafnframt eiga að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Síðan á mánudag hefur Maxwell verið vistuð í fangelsi í Brooklyn í New York. Þá segist hún jafnframt ekki líkleg til að flýja, enda sé hún ekki á sakaskrá og hún hafi ákveðið að vera áfram í Bandaríkjunum eftir að Epstein var handtekinn í júlí á síðasta ári. Þá segir hún einnig mikla hættu á því að hún smitist af Covid-19 í varðhaldinu. Saksóknarar telja mikla hættu á því að gangi Maxwell laus muni hún flýja úr landi og telja því best að hún verði bak við lás og slá fram að réttarhöldunum. Þá telja þeir einnig mikla hættu á að Maxwell taki eigið líf, svo mikið óttast þeir það að við fangelsisvistun voru öll rúmföt og föt tekin af henni og henni gert að klæðast fatnaði úr pappír. Þá hafa auknar öryggisráðstafanir verið gerðar og hefur fangavörðum í fangelsinu verið fjölgað. Mikil hætta er talin á að samfangar hennar reyni að verða henni að meini. Réttarhöldin hefjast þann 14. júlí næstkomandi og gæti Maxwell átt yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsi ef hún verður sakfelld. Hún er sökuð um að hafa á árunum 1994-1997 lokkað ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, til starfa hjá Epstein, sem hann síðan misnotaði kynferðislega. Nærri ár var liðið síðan Epstein var handtekinn þar til Maxwell var handtekin, en Epstein vísaði öllum ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og mansal á bug. Hann var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna bæði í Flórída og Manhattan í New York. Epstein framdi sjálfsvíg eftir að hann var handtekinn á meðan hann sat í fangelsi á Manhattan.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37 Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37
Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01