Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 08:11 Varnarmálaráðherrann Esper staðfesti að upplýsingar um verðlaunafé hafi komið inn á hans borð. Getty/Alex Wong Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. Fréttir þess efnis að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi heitið talibönum verðlaunafé fyrir árásir á breska og bandaríska hermenn hafa valdið titringi í Washington. New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þessu og upplýst ríkisstjórnina um málið. Bandaríkjaforseti kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að embættismenn hafi vitað af greiðslunum í mars 2019. Trump forseti hefur þó dregið fréttaflutninginn í efa og er því haldið fram að hann hefi aldrei verið upplýstur um málið. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var látinn sitja undir spurningum sem sneru að þessu máli á fundi með þingnefnd. Eftir að hafa fengið spurningu frá repúblikananum Mike Turner um hvort að hann hafi verið upplýstur um að verðlaunagreiðslur (e. Bounty) hefðu verið settar til höfuðs bandarískum hermönnum svaraði hann neitandi. Hann minnti ekki til þess að hafa heyrt slíkt á upplýsingafundum. Nokkru seinna þegar hann var spurður keimlíkrar spurningar frá demókrata svaraði hann þó játandi. Hann sagðist þá hafa svarað spurningu Turner neitandi vegna þess að orðið verðlaunagreiðsla (e. Bounty) var ekki notað. Hann hafi þó séð upplýsingaskýrslu frá leyniþjónustunni um málið í febrúar síðastliðnum en bætti við að hershöfðingjar hafi ekki talið upplýsingarnar áreiðanlegar. CNN greinir frá því að ráðherrann hafi lítið vilja tjá sig frekar um málið. Esper sagði þó að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka ásakanirnar á hendur Rússum og það gerði hershöfðinginn Mark Milley líka. „Við munum komast að því hvort þetta sé satt eður ei. Ef þetta er satt þá munum við bregðast við,“ sagði Milley. Þó að Esper hafi viljað gera minna úr upplýsingunum en stjórnarandstæðinga vestra þykir það ljóst að orð hans eru í nokkurri andstöðu við það sem forseti Bandaríkjanna hefur sagt um málið en hann hefur meðal annars velt því upp að hugsanlegt verðlaunafé Rússa væru falsfréttir sem runnar væru undan rifjum andstæðinga sinna úr röðum Demókrataflokksins. Bandaríkin Rússland Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. Fréttir þess efnis að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi heitið talibönum verðlaunafé fyrir árásir á breska og bandaríska hermenn hafa valdið titringi í Washington. New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þessu og upplýst ríkisstjórnina um málið. Bandaríkjaforseti kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að embættismenn hafi vitað af greiðslunum í mars 2019. Trump forseti hefur þó dregið fréttaflutninginn í efa og er því haldið fram að hann hefi aldrei verið upplýstur um málið. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var látinn sitja undir spurningum sem sneru að þessu máli á fundi með þingnefnd. Eftir að hafa fengið spurningu frá repúblikananum Mike Turner um hvort að hann hafi verið upplýstur um að verðlaunagreiðslur (e. Bounty) hefðu verið settar til höfuðs bandarískum hermönnum svaraði hann neitandi. Hann minnti ekki til þess að hafa heyrt slíkt á upplýsingafundum. Nokkru seinna þegar hann var spurður keimlíkrar spurningar frá demókrata svaraði hann þó játandi. Hann sagðist þá hafa svarað spurningu Turner neitandi vegna þess að orðið verðlaunagreiðsla (e. Bounty) var ekki notað. Hann hafi þó séð upplýsingaskýrslu frá leyniþjónustunni um málið í febrúar síðastliðnum en bætti við að hershöfðingjar hafi ekki talið upplýsingarnar áreiðanlegar. CNN greinir frá því að ráðherrann hafi lítið vilja tjá sig frekar um málið. Esper sagði þó að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka ásakanirnar á hendur Rússum og það gerði hershöfðinginn Mark Milley líka. „Við munum komast að því hvort þetta sé satt eður ei. Ef þetta er satt þá munum við bregðast við,“ sagði Milley. Þó að Esper hafi viljað gera minna úr upplýsingunum en stjórnarandstæðinga vestra þykir það ljóst að orð hans eru í nokkurri andstöðu við það sem forseti Bandaríkjanna hefur sagt um málið en hann hefur meðal annars velt því upp að hugsanlegt verðlaunafé Rússa væru falsfréttir sem runnar væru undan rifjum andstæðinga sinna úr röðum Demókrataflokksins.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira