Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 1-4 | Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í Garðabæinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 1. júlí 2020 22:30 Selfyssingar fagna marki í kvöld. vísir/vilhelm Selfoss vann í kvöld 1-4 í Garðabænum gegn Stjörnunni. Selfoss skoraði snemma fyrsta mark leiksins eftir vítaspyrnu og það virðist hafa riðlað leikskipulagi Stjörnunnar ansi mikið. Leikurinn var rólegur framan af en vítaspyrnan sem Selfoss fékk á 16. mínútu var fyrsta færi leiksins. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir fékk þá boltann í hendina eftir hornspyrnu frá Clöru Sigurðardóttur. Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn fyrir gestina og skoraði af miklu öryggi. Stjarnan náðu smá að tengja saman sendingar eftir markið en þær náðu aldrei að skapa sér neitt alvöru færi. Kaylan Jenna Marckese markvörður Selfysinga fékk bara eitt skot á sig í fyrri hálfleik þegar Betst Hassett átti laust skot beint á hana. Selfoss komust síðan fljótlega í 2-0 með marki frá Magdalenu Önnu Reimus. Magdalena fékk boltann á fínum stað eftir tilbúning frá Tiffany Janea McCarthy sem rændi boltann upphaflega af Katrínu Mist Kristinsdóttur í vörninni hjá Stjörnunni. Selfoss voru síðan ennþá sneggri að bæta þriðja markinu við og aftur var það eftir stoðsendingu frá Tiffany. Tiffany vippaði boltanum skemmtilega inn að markteig þar sem hún fann Dagnýju. Dagný átti ekki í miklum vandræðum með að skalla boltann í netið og þá var leikurinn eiginlega bara búinn eftir tæpan hálftíma. Lítið meira gerðist í fyrri hálfleik. Hólmfríður Magnúsdóttir átti eitt gott skot sem fór framhjá markinu hjá Stjörnunni og síðan var Shameeka Fishley næstum því slopin ein í gegn einu sinni en hún missti boltann frá sér áður en hún náði að skjóta. Upphaf seinni hálfleiks var svipað fyrri hállfleik. Stjarnan reyndi langa bolta án árangurs og áttu ekki mörg góð færi. Jasmín Erla Ingadóttir var nálægt því að skora með lang skoti þar sem Kaylan þurfti að hafa sig alla til við að verja. Annars var lítið uppi á teningnum. Selfoss fengu fullt af fínum færum í seinni hálfleik en skoruðu þó bara eitt mark. Það kom eftir enn eina stoðsendinguna frá Tiffany sem hafði tekið boltann af Jasmín Erlu Ingadóttur. Tiffany kom boltanum síðan á Magdalenu sem kláraði af miklu öryggi. Under lokin eftir að Selfoss byrjuðu að nýta skiptingarnar fóru Stjarnan að ná þessum löngu boltum og að búa til fín færi. Snædís María Jörundsdóttir slapp ein í gegn undir lok leiksins en skotið hennar fór því miður fyrir Stjörnuna beint í hendurnar á Kaylan í markinu hjá Stjörnunni. Snædís skoraði síðan loksins rétt fyrir uppbótartímann eftir flottan tilbúning frá Anítu Ýr Þorvaldsdóttur. Af hverju vann Selfoss? Selfoss sýndu mikla yfirburði í þessum leik. Það hjálpaði Stjörnunni líka bara ekki neitt að fá mark á sig svona snemma en mér sýndist leikskipulagið hafa verið að verjast vel og sækja hratt. Hverjar stóðu upp úr? Maður leiksins í kvöld skoraði ekki mark en lagði upp þrjú. Tiffany Janea McCarthy var frábær í leiknum. Hún pressaði frábærlega og var að gefa mikið af flottum sendingum. Hún var rosalega nálægt því að bæta við marki á 67. mínútu en Birta varði frábærlega í markinu hjá Stjörnunni. Dagný Brynjarsdóttir stýrði leiknum virkilega vel á miðjunni hjá Selfossi og skoraði síðan tvö lagleg mörk. Magdalena Anna Reimus skoraði hin tvö mörkin og var sömuleiðis mjög hættuleg fram á við. Það er erfitt að taka einhvern út fyrir sviga í vörninni hjá Selfoss en þær voru allar bara virkilega öruggar í sínum aðgerðum. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir voru mjög sprækar fyrir Stjörnuna eftir að þær komu inná. Síðan varði Birta nokkrum sinnum mjög vel í markinu hjá Stjörnunni. Hvað gekk illa? Hafsentaparið hjá Stjörnunni átti erfitt í dag það verður bara að segja það eins og er. Fyrsta markið var ákveðin óheppni en síðan voru þær illa staðsettar í öllum honum mörkunum auk þess sem Birta þurfti að bjarga þeim nokkrum sinnum í viðbót. Miðjan hjá Stjörnunni var nú ekki heldur að gera mikið til að fá rokkstig þær náðu lítið að halda boltanum og búa til alvöru uppspil. Hvað gerist næst? Stjarnan fær aðra erfiða áskorun en þær mæta Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda næsta mánudag. Selfoss fær smá frí þar sem þær áttu að mæta KR en allt KR liðið er auðvitað í sóttkví. Kristján Guðmundsson (í miðjunni) var svekktur á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelm Kristján: Fyrstu tvö mörkin eru slys „Það var jákvætt að við skoruðum mark og Snædís komst á blað í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni. En Selfoss slógu okkur alveg útaf laginu strax í byrjun leiksins. Spiluðu mjög góðan varnarleik. Við réðum ekki við að spila boltanum upp, við misstum hann bara þegar við reyndum að spila honum inn á miðjuna. Selfoss voru bara miklu betra liðið, ” sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar svekktur eftir leikinn. Stjarnan byrjuðu leikinn vægast sagt illa en eftir minna en hálftíma voru þær 3-0 undir. Það var alltof stór brekka til að vinna sig uppúr í kvöld. „Fyrstu tvö mörkin eru slys. En þau verða af því að við erum ekki nógu ákveðin inni á vellinum. Við eigum bara að sparka þessum bolta í burtu sem kemur inn í teiginn en við fáum á okkur slysalegt víti. Síðan rennum við eitthvað aðeins til í aðdragandanum af öðru markinu. Þetta er vont og við náðum okkur ekki upp úr því.” Vítið sem kom eftir korter af leiknum var áhugavert. Boltinn fór í hendina á varnarmanni eftir hornspyrnu, þannig dómar eru oft vafaatriði en það var enginn af leikmönnum Stjörnunnar sem mótmælti þessu neitt. „Ég sá það ekki. Mér fannst fyrst eins og þetta hafi farið í Selfyssingin en það mótmælti enginn svo það hlýtur bara að vera.” Næsti leikur Stjörnunnar er á útivelli á móti Íslandsmeisturum Vals. Kristján kvartar ekki yfir að spila við bikarmeistarana og síðan Íslandsmeistarana í kjölfarið, en hann er kannski bara sáttur að hafa lið til að spila við miðað við ástandið í deildinni í dag. „Þetta er sennilega besti leikurinn sem við gátum fengið úr því að svona er komið. Við erum bara að spila við sterkustu liðin í deildinni núna og það eru alveg hörku próf á okkur.” Alfreð Elías Jóhannsson.vísir Alfreð Elías: Við ætlum okkur að verja titilinn „Þetta var góður sigur. Samt vorum við að fá á okkur mark en mjög góður sigur hjá okkur liði þrátt fyrir það,” sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir leik kvöldsins. Alfreð Elías talaði fyrir leikinn um að markmið númer eitt hafi verið að halda hreinu svo hann var smá svekttur að hafa ekki náð að halda hreinu þrátt fyrir annars frábæra frammistöðu. Selfoss unnu fyrri hálfleikinn 3-0 og sýndu í honum mikla yfirburði. Alfreð Elías var eins og við mátti búast mjög sáttur með það. „Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Mér fannst við bara stjórna leiknum mjög vel og við létum boltann gera vinnuna frekar en að við höfum verið að reyna að sóla of mikið. Það gekk bara mjög vel.” Tiffany Janea McCarthy framherji Selfoss var frábær í leiknum en hún lagði upp þrjú mörk í kvöld. Tvö af þeim komu eftir að hún pressaði vörnina hjá Stjörnunni og tók síðan bara af þeim boltann. „Hún er mjög góð. En hún er ekki ein að pressa og það eru allir að pressa sem lið. Já hún stóð sig vel ásamt öllum hinum.” Undir lok leiksins fór Stjarnan að skapa sér fleiri færi og komast betur inn í leikinn. Það var ekkert eitt ákveðið sem fór úrskeiðis vildi Alfreð Elías samt meina. „Það fór ekkert úrskeiðis þetta var meiri svona værukærð hjá okkur. Í staðinn fyrir að klára leikinn. Það er bara þannig samt að við verðum bara að læra. Síðustu tíu mínúturnar voru ekkert alltof góðar en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við unnum leikinn og það skiptir máli.” Þar sem KR eru í sóttkví fær Selfoss smá pásu í deildinni. Næsti leikur hjá þeim er einmitt hérna á Samsung vellinum í bikarnum á móti Stjörnunni. „Við ætlum að æfa vel til að verða betri. Við mætum hingað aftur tíunda, það er næsti leikur bikarinn aftur á móti Stjörnunni. Við komum aftur hingað eftir níu daga.” Ætlið þið ekki að vinna þann leik líka? „Við ætlum okkur að verja titillinn, ” sagði Alfreð Elías öruggur með sig en Selfoss varð í fyrsta skipti bikarmeistari í knattspyrnu seinasta sumar. UMF Selfoss Stjarnan Pepsi Max-deild kvenna
Selfoss vann í kvöld 1-4 í Garðabænum gegn Stjörnunni. Selfoss skoraði snemma fyrsta mark leiksins eftir vítaspyrnu og það virðist hafa riðlað leikskipulagi Stjörnunnar ansi mikið. Leikurinn var rólegur framan af en vítaspyrnan sem Selfoss fékk á 16. mínútu var fyrsta færi leiksins. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir fékk þá boltann í hendina eftir hornspyrnu frá Clöru Sigurðardóttur. Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn fyrir gestina og skoraði af miklu öryggi. Stjarnan náðu smá að tengja saman sendingar eftir markið en þær náðu aldrei að skapa sér neitt alvöru færi. Kaylan Jenna Marckese markvörður Selfysinga fékk bara eitt skot á sig í fyrri hálfleik þegar Betst Hassett átti laust skot beint á hana. Selfoss komust síðan fljótlega í 2-0 með marki frá Magdalenu Önnu Reimus. Magdalena fékk boltann á fínum stað eftir tilbúning frá Tiffany Janea McCarthy sem rændi boltann upphaflega af Katrínu Mist Kristinsdóttur í vörninni hjá Stjörnunni. Selfoss voru síðan ennþá sneggri að bæta þriðja markinu við og aftur var það eftir stoðsendingu frá Tiffany. Tiffany vippaði boltanum skemmtilega inn að markteig þar sem hún fann Dagnýju. Dagný átti ekki í miklum vandræðum með að skalla boltann í netið og þá var leikurinn eiginlega bara búinn eftir tæpan hálftíma. Lítið meira gerðist í fyrri hálfleik. Hólmfríður Magnúsdóttir átti eitt gott skot sem fór framhjá markinu hjá Stjörnunni og síðan var Shameeka Fishley næstum því slopin ein í gegn einu sinni en hún missti boltann frá sér áður en hún náði að skjóta. Upphaf seinni hálfleiks var svipað fyrri hállfleik. Stjarnan reyndi langa bolta án árangurs og áttu ekki mörg góð færi. Jasmín Erla Ingadóttir var nálægt því að skora með lang skoti þar sem Kaylan þurfti að hafa sig alla til við að verja. Annars var lítið uppi á teningnum. Selfoss fengu fullt af fínum færum í seinni hálfleik en skoruðu þó bara eitt mark. Það kom eftir enn eina stoðsendinguna frá Tiffany sem hafði tekið boltann af Jasmín Erlu Ingadóttur. Tiffany kom boltanum síðan á Magdalenu sem kláraði af miklu öryggi. Under lokin eftir að Selfoss byrjuðu að nýta skiptingarnar fóru Stjarnan að ná þessum löngu boltum og að búa til fín færi. Snædís María Jörundsdóttir slapp ein í gegn undir lok leiksins en skotið hennar fór því miður fyrir Stjörnuna beint í hendurnar á Kaylan í markinu hjá Stjörnunni. Snædís skoraði síðan loksins rétt fyrir uppbótartímann eftir flottan tilbúning frá Anítu Ýr Þorvaldsdóttur. Af hverju vann Selfoss? Selfoss sýndu mikla yfirburði í þessum leik. Það hjálpaði Stjörnunni líka bara ekki neitt að fá mark á sig svona snemma en mér sýndist leikskipulagið hafa verið að verjast vel og sækja hratt. Hverjar stóðu upp úr? Maður leiksins í kvöld skoraði ekki mark en lagði upp þrjú. Tiffany Janea McCarthy var frábær í leiknum. Hún pressaði frábærlega og var að gefa mikið af flottum sendingum. Hún var rosalega nálægt því að bæta við marki á 67. mínútu en Birta varði frábærlega í markinu hjá Stjörnunni. Dagný Brynjarsdóttir stýrði leiknum virkilega vel á miðjunni hjá Selfossi og skoraði síðan tvö lagleg mörk. Magdalena Anna Reimus skoraði hin tvö mörkin og var sömuleiðis mjög hættuleg fram á við. Það er erfitt að taka einhvern út fyrir sviga í vörninni hjá Selfoss en þær voru allar bara virkilega öruggar í sínum aðgerðum. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir voru mjög sprækar fyrir Stjörnuna eftir að þær komu inná. Síðan varði Birta nokkrum sinnum mjög vel í markinu hjá Stjörnunni. Hvað gekk illa? Hafsentaparið hjá Stjörnunni átti erfitt í dag það verður bara að segja það eins og er. Fyrsta markið var ákveðin óheppni en síðan voru þær illa staðsettar í öllum honum mörkunum auk þess sem Birta þurfti að bjarga þeim nokkrum sinnum í viðbót. Miðjan hjá Stjörnunni var nú ekki heldur að gera mikið til að fá rokkstig þær náðu lítið að halda boltanum og búa til alvöru uppspil. Hvað gerist næst? Stjarnan fær aðra erfiða áskorun en þær mæta Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda næsta mánudag. Selfoss fær smá frí þar sem þær áttu að mæta KR en allt KR liðið er auðvitað í sóttkví. Kristján Guðmundsson (í miðjunni) var svekktur á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelm Kristján: Fyrstu tvö mörkin eru slys „Það var jákvætt að við skoruðum mark og Snædís komst á blað í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni. En Selfoss slógu okkur alveg útaf laginu strax í byrjun leiksins. Spiluðu mjög góðan varnarleik. Við réðum ekki við að spila boltanum upp, við misstum hann bara þegar við reyndum að spila honum inn á miðjuna. Selfoss voru bara miklu betra liðið, ” sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar svekktur eftir leikinn. Stjarnan byrjuðu leikinn vægast sagt illa en eftir minna en hálftíma voru þær 3-0 undir. Það var alltof stór brekka til að vinna sig uppúr í kvöld. „Fyrstu tvö mörkin eru slys. En þau verða af því að við erum ekki nógu ákveðin inni á vellinum. Við eigum bara að sparka þessum bolta í burtu sem kemur inn í teiginn en við fáum á okkur slysalegt víti. Síðan rennum við eitthvað aðeins til í aðdragandanum af öðru markinu. Þetta er vont og við náðum okkur ekki upp úr því.” Vítið sem kom eftir korter af leiknum var áhugavert. Boltinn fór í hendina á varnarmanni eftir hornspyrnu, þannig dómar eru oft vafaatriði en það var enginn af leikmönnum Stjörnunnar sem mótmælti þessu neitt. „Ég sá það ekki. Mér fannst fyrst eins og þetta hafi farið í Selfyssingin en það mótmælti enginn svo það hlýtur bara að vera.” Næsti leikur Stjörnunnar er á útivelli á móti Íslandsmeisturum Vals. Kristján kvartar ekki yfir að spila við bikarmeistarana og síðan Íslandsmeistarana í kjölfarið, en hann er kannski bara sáttur að hafa lið til að spila við miðað við ástandið í deildinni í dag. „Þetta er sennilega besti leikurinn sem við gátum fengið úr því að svona er komið. Við erum bara að spila við sterkustu liðin í deildinni núna og það eru alveg hörku próf á okkur.” Alfreð Elías Jóhannsson.vísir Alfreð Elías: Við ætlum okkur að verja titilinn „Þetta var góður sigur. Samt vorum við að fá á okkur mark en mjög góður sigur hjá okkur liði þrátt fyrir það,” sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir leik kvöldsins. Alfreð Elías talaði fyrir leikinn um að markmið númer eitt hafi verið að halda hreinu svo hann var smá svekttur að hafa ekki náð að halda hreinu þrátt fyrir annars frábæra frammistöðu. Selfoss unnu fyrri hálfleikinn 3-0 og sýndu í honum mikla yfirburði. Alfreð Elías var eins og við mátti búast mjög sáttur með það. „Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Mér fannst við bara stjórna leiknum mjög vel og við létum boltann gera vinnuna frekar en að við höfum verið að reyna að sóla of mikið. Það gekk bara mjög vel.” Tiffany Janea McCarthy framherji Selfoss var frábær í leiknum en hún lagði upp þrjú mörk í kvöld. Tvö af þeim komu eftir að hún pressaði vörnina hjá Stjörnunni og tók síðan bara af þeim boltann. „Hún er mjög góð. En hún er ekki ein að pressa og það eru allir að pressa sem lið. Já hún stóð sig vel ásamt öllum hinum.” Undir lok leiksins fór Stjarnan að skapa sér fleiri færi og komast betur inn í leikinn. Það var ekkert eitt ákveðið sem fór úrskeiðis vildi Alfreð Elías samt meina. „Það fór ekkert úrskeiðis þetta var meiri svona værukærð hjá okkur. Í staðinn fyrir að klára leikinn. Það er bara þannig samt að við verðum bara að læra. Síðustu tíu mínúturnar voru ekkert alltof góðar en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við unnum leikinn og það skiptir máli.” Þar sem KR eru í sóttkví fær Selfoss smá pásu í deildinni. Næsti leikur hjá þeim er einmitt hérna á Samsung vellinum í bikarnum á móti Stjörnunni. „Við ætlum að æfa vel til að verða betri. Við mætum hingað aftur tíunda, það er næsti leikur bikarinn aftur á móti Stjörnunni. Við komum aftur hingað eftir níu daga.” Ætlið þið ekki að vinna þann leik líka? „Við ætlum okkur að verja titillinn, ” sagði Alfreð Elías öruggur með sig en Selfoss varð í fyrsta skipti bikarmeistari í knattspyrnu seinasta sumar.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti