Last of Us 2: Ótrúlega lifandi söguheimur Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2020 10:45 Naughty Dog Ellie er ekki sama manneskjan og hún var við endalok Last of Us. Fimm ár eru liðin frá því að Joel kom í veg fyrir að Ellie yrði skorin í spað af vísindamönnum sem vildu þróa mótefni gegn sveppafaraldri sem hefur næstum því útrýmt mannkyninu með því að breyta fólki sem smitast í nokkurs konar plöntu-uppvakninga. Joel og Ellie eru búin að koma sér vel fyrir í stóru samfélagi eftirlifenda. Þau eru þó ekki búin að jafna sig á því sem gerðist í fyrri leiknum og eins og gengur og gerist í tölvuleikjum og sögum sem þessum varir friðurinn ekki lengi. Að þessu sinni spilum við að mestu sem Ellie og er allt mjög ofbeldisfullt og blóðugt. Það er mjög erfitt að skrifa mikið um Last of Us 2, án þess að gefa of mikið upp varðandi sögu leiksins en ég mun gera mitt besta. Þó þið hafið ekki spilað leikinn ætti lestur þessarar skitnu greinar ekki að skemma neitt. Vonandi. LOU2 á það sameiginlegt með fyrri leiknum að vera mjög þungur leikur að spila, ef svo má að orði komast. Hann krefst mikils af þér þegar þú spilar hann og jafnvel meira en fyrri leikurinn. Það tekur stundum á að spila hann því spennan getur verið gífurleg og hræðslan líka. Leikurinn lítur fáránlega vel út, enda er varla við öðru að búast frá Naughty Dog. Seattle er stórkostleg borg, jafnvel þó hún hafi verið sprengd í drasl. Gróðurinn felur það vel. LOU2 keyrir líka vel og ég hef ekki orðið var við neitt vesen. Ekkert hökt eða leiðindi sem snúa að keyrslu leiksins eða slíkt. Það hefur í raun komið mér á óvart hvað allt er smooth, ef ég leyfi mér að sletta aðeins. Allt umhverfi LOU2 er stórkostlegt.Naughty Dog Það er mjög margt í LOU2 sem svipar til Uncherted leikjanna. Bæði varðandi spilun og annað. Leikirnir eru þó á andstæðum pólum þegar kemur að sögunni. Uncharted leikirnir eru í léttari kantinum en LOU2 er einn myrkasti leikur sem ég hef spilað. Allt umhverfi LOU2 er unaðslegt. Borðin líta stórkostlega út og eru vel hönnuð. Það er merkilega gaman að gera ekkert annað en að rölta um og reyna að uppgötva leyndarmál söguheimsins. Í fyrri hluta leiksins hugsaði ég oft um Red Dead Redemption 2 og hve auðveldlega ég get varið miklum tíma í þeim leik í að gera ekki neitt annað en að taka heiminn inn. Það sama má segja um LOU2. Maður fær mikinn áhuga á söguheiminum og að læra meira um hann í gegnum dagbækur og annað bréfefni sem Ellie kemur höndum yfir. Framleiðsla leiksins er nánast óaðfinnanleg og að er augljóst að leikurinn var gerður af mikilli alúð og mikið var spáð í alla hluta framleiðslunnar. Það er svo margt sem heillar og gerir upplifunina góða. Margir óvinir verða á vegi Ellie en flestir þeirra munu ekki sjá hana koma.Naughty Dog Fyrri hluti leiksins gerist í opnum heimi í Seattle þar sem maður þarf að fara á milli staða og skoa þá í þaula, ef maður vill. Þetta opna svæði er nánast klippt og skorið úr Uncharted. Ellie lendir í miðjum átökum tveggja fylkinga í Seattle. Önnur fylkingin kallast Washington Liberation Front. Meðlimir hennar eru drullusokkar sem tóku völdin í borginni af hernum. Hin fylkingin kallast The Seraphites. Meðlimir hennar eru drullusokkar sem hafa myndað sértrúarsöfnuð en sú fylking er illa útskýrð að öðru leiti. Merkilega líflegur leikur Ég er laumupúki og mig grunar að Ellie sé það líka. Því hef ég læðst um og skorið vonda karla og uppvakninga á háls úr skuggunum í massavís. Borðin er mjög vel hönnuð til þess og það eru ýmsar leiðir til að fela sig og laumast um. Það getur í rauninni verið æsispennandi. Á einum tímapunkti var ég fastur í neðanjarðarlestarkerfi þar sem fjölmargir uppvakningar voru einnig. Þar að auki voru vondir hermenn að elta mig. Mér tókst að valda miklum látum með því að kasta flösku, sem sendi uppvakningana á eftir hermönnunum. Ellie getur beitt ýtmsum vopnum til að myrða óvini sína.Naughty Dog Þeir börðust en uppvakningarnir voru fleiri en ég, og þeir, áttaði mig á. Þeir féllu einn af einum þar til einungis tveir voru eftir. Þá gargaði einn þeirra: „Flýjum“. Hermennirnir hlupu undan uppvakningunum og földu sig. Þessi bardagi hafði staðið yfir í örugglega nokkrar mínútur og ég hefði ekki þorað að hreyfa mig úr felustað mínum. Í stuttu máli sagt, þá kom ég uppvakningunum aftur að stað og hermennirnir þurftu að flýja aftur. Einn þeirra slysaðist til að sjá mig og öskraði: „Andskotinn, eru þau hérna líka!?“ Hann hafði þó ekki tíma til að skjóta mig, því hættulegur uppvakningur var á hælunum á honum, og þurfti hann að hlaupa. Hann komst þó ekki langt. Ég skreið svo úr felustaðnum mínum og gekk frá þeim fáu sem voru eftir. Þetta dæmi þykir mér svolítið lýsandi fyrir LOU2. Þó þessi leikur gerist á mörgum afmörkuðum svæðum, er hann fáránlega opinn og líflegur. Merkilega svo. Það er ljótt að drepa Manni á augljóslega að líða illa yfir öllum morðunum og öllu ofbeldinu og hefur miklu púðri verið varið í að gera óvini Ellie mannlegri og raunverulegri. Hefðbundnir óvinir hafa fengið nöfn og þegar maður myrðir einhvern getur maður hlustað á vini viðkomandi kalla nöfn þeirra og syrgja þá. Það er þegar maður drepur fólk hljóðlega. Ef maður myrðir með látum, þá garga óvinir af sársauka og grátbiðja um að þeim sé hlíft. Það er mjög áhugaverður og jafnvel flottur fítus. Hann verður þó sífellt minna áhugaverður og manni sjálfum verður alltaf meira sama. Ofbeldið er yfirgengilegt í LOU2. Ellie sargar sig í gegnum hálsa uppvakninga og manna af mikilli áfergju. Þegar upp kemst um Ellie og hún þarf að slást af alvöru er það mjög spennandi. Eitt það skemmtilegasta við bardagana er hve fjölbreyttir þeir geta verið. Ellie getur kastað flöskum og múrsteinum til að vanka óvini sína og notað umhverfið sér í hag. Hún er nánast eins og Jason Bourne að því leitinu til. Hann gat drepið fólk með hinu ýmsa drasli. Ellie er reið.Naughty Dog Samantekt-ish Last of Us 2 er að mörgu leyti betri en fyrri leikurinn. Grafíkin er mun betri, eðli málsins samkvæmt, en spilun er það einnig. Það er búið að betrumbæta margt úr fyrri leiknum og innleiða þar að auki marga fítusa úr Uncharted seríunni og er það til bóta, þar sem sú sería er ein heimsins besta. Sagan þykir mér ekki jafn framúrskarandi og í fyrri leiknum en allur leiklestur er algjörlega til fyrirmyndar. Persónusköpunin er það sömuleiðis. Leikurinn er svolítið preachy og skilaboðin frá Naughty Dog eru að mestu augljós. Ofbeldi og hefnd borgar sig ekki. Sem er djöfulsins kjaftæði og ef þið segið annað mun ég hefna mín á ykkur! Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Ellie er ekki sama manneskjan og hún var við endalok Last of Us. Fimm ár eru liðin frá því að Joel kom í veg fyrir að Ellie yrði skorin í spað af vísindamönnum sem vildu þróa mótefni gegn sveppafaraldri sem hefur næstum því útrýmt mannkyninu með því að breyta fólki sem smitast í nokkurs konar plöntu-uppvakninga. Joel og Ellie eru búin að koma sér vel fyrir í stóru samfélagi eftirlifenda. Þau eru þó ekki búin að jafna sig á því sem gerðist í fyrri leiknum og eins og gengur og gerist í tölvuleikjum og sögum sem þessum varir friðurinn ekki lengi. Að þessu sinni spilum við að mestu sem Ellie og er allt mjög ofbeldisfullt og blóðugt. Það er mjög erfitt að skrifa mikið um Last of Us 2, án þess að gefa of mikið upp varðandi sögu leiksins en ég mun gera mitt besta. Þó þið hafið ekki spilað leikinn ætti lestur þessarar skitnu greinar ekki að skemma neitt. Vonandi. LOU2 á það sameiginlegt með fyrri leiknum að vera mjög þungur leikur að spila, ef svo má að orði komast. Hann krefst mikils af þér þegar þú spilar hann og jafnvel meira en fyrri leikurinn. Það tekur stundum á að spila hann því spennan getur verið gífurleg og hræðslan líka. Leikurinn lítur fáránlega vel út, enda er varla við öðru að búast frá Naughty Dog. Seattle er stórkostleg borg, jafnvel þó hún hafi verið sprengd í drasl. Gróðurinn felur það vel. LOU2 keyrir líka vel og ég hef ekki orðið var við neitt vesen. Ekkert hökt eða leiðindi sem snúa að keyrslu leiksins eða slíkt. Það hefur í raun komið mér á óvart hvað allt er smooth, ef ég leyfi mér að sletta aðeins. Allt umhverfi LOU2 er stórkostlegt.Naughty Dog Það er mjög margt í LOU2 sem svipar til Uncherted leikjanna. Bæði varðandi spilun og annað. Leikirnir eru þó á andstæðum pólum þegar kemur að sögunni. Uncharted leikirnir eru í léttari kantinum en LOU2 er einn myrkasti leikur sem ég hef spilað. Allt umhverfi LOU2 er unaðslegt. Borðin líta stórkostlega út og eru vel hönnuð. Það er merkilega gaman að gera ekkert annað en að rölta um og reyna að uppgötva leyndarmál söguheimsins. Í fyrri hluta leiksins hugsaði ég oft um Red Dead Redemption 2 og hve auðveldlega ég get varið miklum tíma í þeim leik í að gera ekki neitt annað en að taka heiminn inn. Það sama má segja um LOU2. Maður fær mikinn áhuga á söguheiminum og að læra meira um hann í gegnum dagbækur og annað bréfefni sem Ellie kemur höndum yfir. Framleiðsla leiksins er nánast óaðfinnanleg og að er augljóst að leikurinn var gerður af mikilli alúð og mikið var spáð í alla hluta framleiðslunnar. Það er svo margt sem heillar og gerir upplifunina góða. Margir óvinir verða á vegi Ellie en flestir þeirra munu ekki sjá hana koma.Naughty Dog Fyrri hluti leiksins gerist í opnum heimi í Seattle þar sem maður þarf að fara á milli staða og skoa þá í þaula, ef maður vill. Þetta opna svæði er nánast klippt og skorið úr Uncharted. Ellie lendir í miðjum átökum tveggja fylkinga í Seattle. Önnur fylkingin kallast Washington Liberation Front. Meðlimir hennar eru drullusokkar sem tóku völdin í borginni af hernum. Hin fylkingin kallast The Seraphites. Meðlimir hennar eru drullusokkar sem hafa myndað sértrúarsöfnuð en sú fylking er illa útskýrð að öðru leiti. Merkilega líflegur leikur Ég er laumupúki og mig grunar að Ellie sé það líka. Því hef ég læðst um og skorið vonda karla og uppvakninga á háls úr skuggunum í massavís. Borðin er mjög vel hönnuð til þess og það eru ýmsar leiðir til að fela sig og laumast um. Það getur í rauninni verið æsispennandi. Á einum tímapunkti var ég fastur í neðanjarðarlestarkerfi þar sem fjölmargir uppvakningar voru einnig. Þar að auki voru vondir hermenn að elta mig. Mér tókst að valda miklum látum með því að kasta flösku, sem sendi uppvakningana á eftir hermönnunum. Ellie getur beitt ýtmsum vopnum til að myrða óvini sína.Naughty Dog Þeir börðust en uppvakningarnir voru fleiri en ég, og þeir, áttaði mig á. Þeir féllu einn af einum þar til einungis tveir voru eftir. Þá gargaði einn þeirra: „Flýjum“. Hermennirnir hlupu undan uppvakningunum og földu sig. Þessi bardagi hafði staðið yfir í örugglega nokkrar mínútur og ég hefði ekki þorað að hreyfa mig úr felustað mínum. Í stuttu máli sagt, þá kom ég uppvakningunum aftur að stað og hermennirnir þurftu að flýja aftur. Einn þeirra slysaðist til að sjá mig og öskraði: „Andskotinn, eru þau hérna líka!?“ Hann hafði þó ekki tíma til að skjóta mig, því hættulegur uppvakningur var á hælunum á honum, og þurfti hann að hlaupa. Hann komst þó ekki langt. Ég skreið svo úr felustaðnum mínum og gekk frá þeim fáu sem voru eftir. Þetta dæmi þykir mér svolítið lýsandi fyrir LOU2. Þó þessi leikur gerist á mörgum afmörkuðum svæðum, er hann fáránlega opinn og líflegur. Merkilega svo. Það er ljótt að drepa Manni á augljóslega að líða illa yfir öllum morðunum og öllu ofbeldinu og hefur miklu púðri verið varið í að gera óvini Ellie mannlegri og raunverulegri. Hefðbundnir óvinir hafa fengið nöfn og þegar maður myrðir einhvern getur maður hlustað á vini viðkomandi kalla nöfn þeirra og syrgja þá. Það er þegar maður drepur fólk hljóðlega. Ef maður myrðir með látum, þá garga óvinir af sársauka og grátbiðja um að þeim sé hlíft. Það er mjög áhugaverður og jafnvel flottur fítus. Hann verður þó sífellt minna áhugaverður og manni sjálfum verður alltaf meira sama. Ofbeldið er yfirgengilegt í LOU2. Ellie sargar sig í gegnum hálsa uppvakninga og manna af mikilli áfergju. Þegar upp kemst um Ellie og hún þarf að slást af alvöru er það mjög spennandi. Eitt það skemmtilegasta við bardagana er hve fjölbreyttir þeir geta verið. Ellie getur kastað flöskum og múrsteinum til að vanka óvini sína og notað umhverfið sér í hag. Hún er nánast eins og Jason Bourne að því leitinu til. Hann gat drepið fólk með hinu ýmsa drasli. Ellie er reið.Naughty Dog Samantekt-ish Last of Us 2 er að mörgu leyti betri en fyrri leikurinn. Grafíkin er mun betri, eðli málsins samkvæmt, en spilun er það einnig. Það er búið að betrumbæta margt úr fyrri leiknum og innleiða þar að auki marga fítusa úr Uncharted seríunni og er það til bóta, þar sem sú sería er ein heimsins besta. Sagan þykir mér ekki jafn framúrskarandi og í fyrri leiknum en allur leiklestur er algjörlega til fyrirmyndar. Persónusköpunin er það sömuleiðis. Leikurinn er svolítið preachy og skilaboðin frá Naughty Dog eru að mestu augljós. Ofbeldi og hefnd borgar sig ekki. Sem er djöfulsins kjaftæði og ef þið segið annað mun ég hefna mín á ykkur!
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira